text
stringlengths 1
19.2M
|
|---|
Xavi mun þurfa þrjá nýja leikmenn í janúarglugganum ef hann á að snúa gengi Barcelona við að sögn goðsagnarinnar Rivaldo. Xavi er að taka við Barcelona af Ronald Koeman en Hollendingurinn var rekinn í síðasta mánuði eftir afar slæmt gengi í vetur. Xavi hefur gert góða hluti með Al-Sadd í Katar en hann þarf í raun á kraftaverki að halda ef titill á að vinnast á þessu tímabili. Rivaldo hefur þó fulla trú á Xavi og telur að Spánverjinn geti gert góða hluti fyrir núverandi leikmenn liðsins. „ Xavi er við það að verða nýr stjóri Barcelona og þetta verkefni verður erfitt, sagði Xavi í samtali við Betfair. „ Með nokkrum góðum kaupum í janúar þá gæti það gefið liðinu aukin kraft til að ná árangri á þessu tímabili. „ Liðið þarf tvo eða þrjá nýja leikmenn til að bæta hópinn en ég er viss um að Xavi nái því besta úr núverandi hóp.
|
Jóhann Sigurðardóttir frestaði þingfundum í sinni síðustu ræðu á Alþingi í nótt. Bakkafrumvörpin tvö voru samþykkt á Alþingi skömmu áður en fundum var frestað í nótt. Frumvarp um kísilver á Bakka var samþykkt með 32 atkvæðum gegn fimm atkvæðum en átta þingmenn sátu hjá. Frumvarp um uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka var samþykkt með 33 atkvæðum gegn fimm og sátu níu þingmenn hjá. Samkvæmt hinum nýju lögum er ráðherra veitt heimild til að gera fjárfestingarsamning fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við PCC SE og PCC BakkiSilicon hf.um byggingu og rekstur kísilvers á Íslandi. Þá mun hið opinbera ráðast í framkvæmdir við höfn og vegi á svæðinu. Útgjöld hins opinbera munu samkvæmt frumvörpum nema um þremur milljörðum króna og verða veittar ýmsar skattaívilnanir til stuðnings uppbyggingunni. Frumvörpin voru lögð fram á Alþingi þann 7. mars síðastliðinn og var nokkur samstaða meðal þingmanna ólíkra flokka um framkvæmdirnar. Bæði önnur og þriðja umræða fóru fram í gær áður en frumvarpið varð meðal þeirra síðustu til að verða að lögum á því þingi sem lauk í nótt.
|
Marel hefur undirritað samning um nýja sambankalánalínu að fjárhæð 700 milljónir evra sem veitir félaginu aukinn rekstrarlegan sveigjanleika og styður við langtímamarkmið félagsins, en tekjuvöxtur félagsins á árinu 2019 nam 7% og EBIT 13,5%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel. Þar segir að með samningnum hafi Marel tryggt langtímafjármögnun fyrir félagið á hagstæðari kjörum en áður. Nýja lánalínan kemur í stað fyrri fjármögnunar félagsins sem síðast var framlengd árið 2017 og samanstóð annars vegar af tveimur lánum að fjárhæð 153 milljónir evra og 75 milljónir bandaríkjadala, og hins vegar af lánalínu að fjárhæð 323 milljónir evra. Lánssamningurinn er til fimm ára með möguleika á framlengingu í allt að tvö ár, en verði samningurinn framlengdur er lokagjalddagi í febrúar 2027. „ Nýja lánalínan er viðurkenning á fjárhagslegum styrk Marel og því trausti sem viðskiptabankar okkar bera til félagsins. Hagfelld kjör og aukinn sveigjanleiki í skilmálum munu veita okkur frekara svigrúm í rekstri og þróun félagsins og styðja okkur í að ná langtímamarkmiðum okkar. Við erum sérstaklega ánægð með að tengja lánið við sjálfbærnimarkmið, en það hjálpar okkur að uppfylla sýn okkar um heim þar sem gæðamatvæli eru framleidd á sjálfbæran og hagkvæman hátt, “ er haft eftir Lindu Jónsdóttur, fjármálastjóra Marel, í tilkynningu. Helstu atriði ársskýrslu Marel fyrir árið 2019 Pantanir námu 1.222,1 milljónum evra ( 2018 : 1.184,1m ). Tekjur námu 1.283,7 milljónum evra ( 2018 : 1.197,9m ). EBIT * nam 173,4 milljónum evra ( 2018 : 175,2m ), sem var 13,5% af tekjum ( 2018 : 14,6% ). Hagnaður nam 110,1 milljónum evra ( 2018 : 122,5m ). Hagnaður á hlut ( EPS ) var 15,33 evru sent ( 2018 : 17,95 evru sent ). Handbært fé frá rekstri nam 189,8 milljónum evra ( 2018 : 205,8m ). Skuldahlutfall ( nettó skuldir / EBITDA ) var x 0,4 í lok árs ( 2018 : x 2,0 ). Markmið félagsins um fjármagnsskipan er að halda skuldahlutfalli milli x 2 - 3. Pantanabókin stóð í 414,4 milljónum evra við lok árs ( 2018 : 476,0m ).
|
Rússneskir hermenn í herklæðum Rauða hers Sovétríkjanna gengu fylktu liði á Rauða torginu í dag til þess að minnast frægrar göngu fyrir 70 árum þegar sovéskir hermenn gengu um torgið á leið sinni á vígstöðvarnar að berjast við innrásarher Þjóðverja í seinni heimsstyrjöldinni. Skriðdrekar, nýliðar í hernum og hermenn gengu í fullum herklæðum um torgið fyrir framan gamla hermenn sem voru á meðal þeirra þúsunda sem marseruðu þar þann 7. nóvember árið 1941. Skyndiinnrás hers nasista í Sovétríkin þann 22. júní 1941 kom Jósef Stalín algerlega að óvörum. Þegar komið var fram í nóvember var víglínan komin svo nærri Moskvu að Þjóðverjar sáu til borgarinnar. Því ákvað Stalín að hersýningin sem fara átti fram þann 7. nóvember til þess að minnast rússnesku byltingarinnar færi þannig fram að hermennirnir gengu um Rauða torgið og beina leið á vígstöðvarnar. Harður rússneskur veturinn aðstoðaði Rauða herinn við það að hrekja nasista frá nágrenni Moskvu um veturinn 1941 og snerist gæfan Rússum endanlega í hönd eftir orrustuna um Stalíngrad frá 1942 til 1943. Hafa rússnesk yfirvöld ætíð litið svo á að sigur Sovétmanna í síðari heimsstyrjöldinni sé eitt mesta afrekið í sögu landsins og minningarathafnir um áfanga í stríðinu skipa æ stærri sess með tímanum. " Gangan þann 7. nóvember árið 1941 var kennslustund í föðurlandsást og hugrekki. Dýrð sé þátttakendum í göngunni. Dýrð sé sigurvegurunum! Dýrð sé Moskvu og hetjum hennar! " sagði Sergei Sobyanin, borgarstjóri Moskvu í ræðu sem hann hélt fyrir gömlu hermennina.
|
Aðrar tegundir stærri tífættra krabba við Ísland eru meðal annars töskukrabbi ( Cancer pagurus ) og tannkrabbi ( Cancer bellianus ). Ekki er höfundi kunnugt um að neysla á þessum tegundum sé hættuleg að neinu leyti, þær eru ekki eitraðar eða hafa nein önnur hættuleg efnasambönd svo vitað sé frekar en aðrar krabbategundir sem finnast við Ísland. Hér við land lifa fjölmargar tegundir tífættra krabba ( decapoda ) og eru trjónukrabbar ( Hyas araneus ) og bogkrabbar ( Carcinus maenas ) sennilega þeirra algengastir. Grjótkrabbi er nytjategund í Norður-Ameríku og kann að verða mikil nytjategund hér við land á næstu árum. Árið 2016 voru tvær aðrar krabbategundir veiddar og skráðar í löndunarskýrslur Fiskistofu : gaddakrabbi ( Lithodes maja ) 85 kg og grjótkrabbi ( Cancer irroratus ) 168 kg. Trjónukrabbi er sjálfsagt ágætur til neyslu en fulllítið kjöt á honum. Sem dæmi var aflinn aðeins 116 kg árið 2016. Eitthvað hafa menn verið að prófa sig áfram við að nýta trjónukrabbann en lítið hefur orðið úr því. Þess ber að geta að þótt lítil veiði hafi verið árið 2016 þá var aflinn á árunum 2013 – 2015 rúmlega 5 tonn. Þetta eru fyrirtaks krabbar til átu. Hvorug tegundin er nýtt að einhverju ráði þó ofgnótt sé af þeim á grunnsævinu umhverfis landið.
|
Íslendingar búa sig undir að auka móttöku flóttamanna um þriðjung á næstu tveimur árum. Þetta kom fram í ræðu Ragnhildar Arnljótsdóttur, ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins, á alþjóðaþingi um flóttamannavandann sem nú er haldið í fyrsta sinn í Genf. Á þessu ári var tekið á móti 74 flóttamönnum á Íslandi en á næsta ári bjóðast íslensk stjórnvöld til að taka á móti 85 manns sem líkt og í ár koma einkum úr hópi Sýrlendinga og viðkvæmra flóttamanna vegna kynferðis eða fjölskylduaðstæðna frá Kenya. Í ár settust þessir nýju íbúar að á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi, Blönduósi og á Hvammstanga og var myndum af þeim við snjómokstur þar dreift á flóttamannaþinginu. Árið 2021 er áætlað að taka við enn fleirum eða 100 flóttamönnum í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna en ekki liggur fyrir hvaðan þeir munu koma. Samkvæmt upplýsingum Lindu Rósar Alfreðsdóttur, sérfræðings í félagsmálaráðuneytinu sem situr nú flóttamannaþingið í Genf, varð líka gífurleg fjölgun á þeim sem hlutu alþjóðlega vernd á Íslandi á þessu ári. Af um 770 umsækjendum hafa nú 311 hlotið alþjóðlega vernd það sem ef er árinu á Íslandi samanborið við 160 allt árið í fyrra. Hælisleitendum frá Albaníu hefur fækkað en hins vegar varð gífurleg aukning á hælisleitendum frá Venesúela og eru þeir stærsti hópur þeirra sem hlutu alþjóðlega vernd á Íslandi á árinu. Þá tilkynnti sendinefnd Íslands á alþjóðaflóttamannaráðstefnunni í Genf að samkvæmt nýjum rammasamningi við Alþjóðaflóttamannastofnunina muni Íslendingar reiða fram samtals um 250 milljónir króna til stofnunarinnar á næstu fjórum árum auk aukaframlags upp á 25 milljónir nú til neyðarverkefna. Alþjóðaþinginu um flóttamannavandann er ætlað að koma saman á fjögurra ára fresti til að létta byrði af þeim löndum sem flóttamenn streyma einkum til, bæta móttöku og lífsskilyrði flóttamanna og tryggja öryggi þeirra sem snúa aftur til síns heima. Samkvæmt tölum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna eru nú 70 milljónir Jarðarbúa á flótta ýmist yfir landamæri eða innan eigin lands og hefur sú tala aldrei verið hærri. Í opnunarræðu sinni varaði Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, við múrum og lokuðum dyrum sem nú mæta flóttamönnum og hælisleitendum í vaxandi mæli og mannréttindabrotum gegn flóttamönnum sem birtast jafnvel í því að börn eru handtekin og skilin frá fjölskyldum sínum.
|
Ragnheiður Elín Árnadóttir skipar fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Staða fimm efstu var óbreytt eftir fyrstu tölur. Alls voru greidd 3988 atkvæði í prófkjörinu. Auðir og ógildir seðlar voru 107 talsins. Kjörsókn var 44%. 1. Ragnheiður Elín Árnadóttir - 2497 atkvæði í 1. sæti 2. Unnur Brá Konráðsdóttir - 1480 atkvæði í 1. – 2. sæti 3. Ásmundur Friðriksson - 1517 atkvæði í 1. – 3. sæti 4. Vilhjálmur Árnason - 1411 atkvæði í 1. – 4. sæti 5 Geir Jón Þórisson - 1808 atkvæði í 1. – 5. sæti
|
Úrvalsdeild karla, N1 - deildin : Stjarnan – FH 18:29 Kaplakriki, Íslandsmótið í handknattleik, úrvalsdeild karla, N1 - deildin, laugardaginn 21. nóvember 2009. Gangur leiksins : 10:12, 18:29. Mörk Stjörnunnar : Eyþór Magnússon 5, Vilhjálmur Halldórsson 3, Sverrir Eyjólfsson 2, Björn Friðriksson 2, Daníel Einarsson 2, Jón Arnar Jónsson 2, Þórólfur Nielsen 1, Sigurður T. Helgason 1. Utan vallar : 8 mínútur. Mörk FH : Ólafur Guðmundsson 8, Ólafur Gústafsson 6, Ásbjörn Friðriksson 6, Hermann Björnsson 2, Bjarki Sigurðsson 2, Ari Þorgeirsson 2, Guðni Már Kristinsson 1, Guðmundur Petersen 1, Jón Heiðar Gunnarsson 1. Utan vallar : 14 mínútur. Dómarar : Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Haukar – Grótta 31 : x 24 Staðan : Valur 6501158 : 13810 Haukar 5410135 : 1229 FH 6312178 : 1667 Akureyri 6312144 : 1407 HK 5212122 : 1285 Grótta 6204150 : 1524 Stjarnan 6105132 : 1562 Fram 6105148 : 1652 Úrvalsdeild kvenna, N1 - deildin : Stjarnan – Víkingur 46 : 20 Mýrin, Íslandsmótið í handknattleik, úrvalsdeild kvenna, N1 - deildin, laugardaginn 21. nóvember 2009. Gangur leiksins : 22 : 8, 46 : 20 Mörk Stjörnunnar : Þorgerður Atladóttir 11, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 10, Esther Ragnarsdóttir 10, Alina Tamason 4, Indíana Nanna Jóhannsdóttir 4, Þórhildur Gunnarsdóttir 4, Katla Þorgeirsdóttir 2, Sigrún María Jörundsdóttir 1. Utan vallar : 0 mínútur. Mörk Víkings : Guðný Halldórsdóttir 5, Guðríður Kristjánsdóttir 5, Anna María Bjarnadóttir 2, Helga Lára Halldórsdóttir 2, Berglind Halldórsdóttir 2, Jóhanna Þóra Guðbjörnsdóttir 2, Fríða Jónsdóttir 1, Sóley Ósk Einarsdóttir 1. Utan vallar : 2 mínútur. Dómarar : Sigurjón Þórðarson og Júlíus Sigurjónsson. HK – KA / Þór 26 : 26 Digranes, Íslandsmótið í handknattleik, úrvalsdeild kvenna, N1 - deildin, laugardaginn 21. nóvember 2009. Gangur leiksins : 14:13, 26 : 26. Mörk HK : Elva Björk Arnarsdóttir 8, Elín Anna Baldursdóttir 4, Lilja Lind Pálsdóttir 3, Gerður Arinbjarnar, Heiðrún Björk Helgadóttir 3, Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 2. Utan vallar : 6 mínútur. Mörk KA / Þórs : Ásdís Sigurðardóttir 7, Arna Valgerður Erlingsdóttir 6, Martha Hermannsdóttir 4, Emma Sardarsdóttir 4, Guðrún Tryggvadóttir 3, Katrín Viðarsdóttir 2. Utan vallar : 10 mínútur. Dómarar : Svavar Pétursson og Arnar Sigurjónsson. Haukar – FH 35 : 19 Staðan : Stjarnan 9711294 : 19815 Valur 7610216 : 13013 Fram 7601205 : 14812 Haukar 7403196 : 1848 Fylkir 7304172 : 1506 FH 7304181 : 2036 KA / Þór 7115164 : 2003 HK 8116178 : 2533 Víkingur 7007121 : 2610 Eimskipsbikar karla 16 - liða úrslit : ÍBV - Fram 26 : 28 Eimskipsbikar kvenna 16 liða úrslit : ÍBV – Fram 18:40 Þýskaland Magdeburg – Balingen 31 : 27 Wetzlar – Lübbecke 33 : 27 GWD Minden – Dormagen 21:27 Staðan : Kiel 10910351 : 26419 Hamburg 10901345 : 27518 R.N. Löwen 11812337 : 29017 Göppingen 11812331 : 33217 Gummersb. 11722325 : 29116 Lemgo 11713312 : 30315 Flensburg 11704336 : 32014 Grosswallst. 11524288 : 29212 Wetzlar 11605304 : 31312 F. Berlin 11506310 : 31710 Magdeburg 11506321 : 32210 Lübbecke 11326311 : 3238 Melsungen 11308294 : 3336 Minden 11137260 : 2935 Düsseldorf 10217245 : 2825 Burgdorf 11209283 : 3304 Dormagen 10208252 : 2954 Balingen 111010273 : 3032
|
John Terry og Edin Hazard, sem báðir meiddust í leik Chelsea gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn, fóru í dag með liðinu til Amsterdam þar sem það mætir Benfica í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA annað kvöld. Tvísýnt er um þátttöku beggja í leiknum en Terry meiddist á ökkla og Hazard í læri. Á vef Chelsea kemur fram að liðið muni æfa í Amsterdam í kvöld og þar verði allur hópurinn. Þar með líka talinn Mikel John Obi sem hefur misst af síðustu fjórum leikjum Chelsea vegna meiðsla í mjöðm. Sama er að segja um Ryan Bertrand sem hefur glímt við meiðsli í hné.
|
Alvöru Old boys fótboltaæfingar hefjast í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi á nýju ári. Æfingarnar verða á laugardögum frá kl. 10:30 til 12:00 og verður fyrsta æfingin 7. janúar 2012. Skilyrðin sem hver Old boys leikmaður þarf að uppfylla er að vera orðinn 35 ára en þeir sem eru örlítið yngri eru að sjálfsögu velkomnir til reynslu. xml : namespace prefix = o ns = " urn : schemas-microsoft-com : office : office " / Undanfarin ár hafa yngri menn verið að mæta á svokallaðar Old boys æfingar sem voru tvisvar í viku á virkum dögum. Þetta hefur orðið til þess að smá saman hafa þeir eldri hætt að mæta. Núna stendur þetta til bóta, eins og áður verða sér æfingar á miðvikudögum fyrir yngri aldurshópinn eða frá klukkan 20:00 - 21:30. Þannig að það ætti að vera vettvangur fyrir alla til að láta ljós sitt skína. Verum duglegir á nýju ári og mætum í bolta.
|
1 : 1 á Nettóvellinum í dag Það er hörkuspenna í Lengjudeild karla – toppliðin tvö, Keflavík og Fram, mættust í dag á Nettóvellinum í Keflavík. Úrslitin leiksins urðu 1 : 1 meistarajafntefli en Eysteinn Hauksson, annar þjálfari Keflvíkinga, hefði viljað fá meira úr úr leiknum þó það hafi verið mikilvægt að ná að jafna. „ Það vantaði neistann “ hjá Keflvíkingum í fyrri hálfleik og leikurinn var frekar jafn framan af. Markalaust var í hálfleik en hlutirnir fóru að gerast í þeim seinni. Á 58. mínútu fékk varnarmaðurinn Anton Freyr boltann í höndina og Framarar fengu dæmda vítaspyrnu. Sindri Kristinn var nálægt því að verja skotið, sem var fast, en lá óvígur eftir. Sindri fór meiddur af leikvelli stuttu síðar. Fram komið með forystu. Skömmu eftir markið fékk Fram tilvalið tækifæri til að tvöfalda forystuna þegar þeir fengu óbeina aukaspyrnu í teig Keflvíkinga en skotið fór hátt yfir markið. Keflvíkingar hresstust heldur við það að lenda undir og settu pressu á Framara, fengu færi en gestirnir léku fínan varnarleik. Keflavík fékk ágætis færi þegar Joey Gibbs skallaði naumlega framhjá upp úr hornspyrnu á 76. mínútu. Það brá til tíðinda á 86. mínútu þegar Kian Williams kom boltanum fyrir mark Framara og varnarmaður þeirra skallaði boltann í eigið mark. Staðan orðin jöfn og lítið eftir. Skömmu eftir að venjulegur leiktími var liðinn braut varnarmaður Fram á Adam Árna, sem var á leið upp völlinn í skyndisókn, og fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum. Þar með voru Keflvíkingar orðnir manni fleiri fyrir lokamínúturnar en það dugði ekki til að klára leikinn. Staða efstu liða breytist því ekkert því á sama tíma gerðu Grindavík og Leiknir jafntefli. Keflavík er tveimur stigum á eftir Fram, sem er á toppnum, en einu stigi fyrir ofan Leikni. Keflavík á leik gegn Grindavík til góða og geta því komist upp fyrir Fram sigri þeir hann. Bæði Sindri Kristinn Ólafsson og Andri Fannar Freysson fóru meiddir af velli og það gæti verið dýrkeypt í lokaleikjunum reynist meiðsli þeirra alvarleg. Næsti leikur Keflvíkinga verður á mánudaginn klukkan 16:30 þegar þeir taka á móti Þrótti Reykjavík á Nettóvellinum. „ Stuðningsmenn, ekki áhorfendur! “ Páll Ketilsson tók viðtal við Eystein Hauksson eftir leikinn sem sagði stuðningsmennina hafa kveikt upp í liðinu þegar neistann vantaði. Honum fannst vanta meiri grimmd í sóknina framan af og að Keflavík hefði átt að klára leikinn. Viðtalið má sjá hér í spilaranum að neðan. Meðfylgjandi myndasafn tók ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson. Keflavík - Fram | Lengjudeild karla 17. september 2020
|
ÞETTA var tilfinningaríkur leikur. Fyrri hálfleikur var villtur og mikið skorað, en góður varnarleikur hjá okkur í síðari hálfleik var lykill að sigrinum og ég er í sjöunda himni, sagði Jónatan Bow, sem í gærkvöld stýrði vesturbæjarliðinu KR til sigurs gegn Njarðvík í undanúrslitum bikarkeppni KKÍ í miklum baráttuleik í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lokatölur urðu 84 : 80 fyrir KR, sem mætir Grindavík í úrslitaleiknum. Í hálfleik var staðan 49 : 43 fyrir UMFN. Njarðvíkingar, vel studdir af áhorfendum, byrjuðu mun betur og náðu 10 stiga forskoti, 44 : 34, þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn. En skjótt skipast veður í lofti. Í upphafi síðari hálfleiks hvorki gekk né rak hjá Njarðvíkingum, sem settu ekki stig fyrstu sex mínúturnar á meðan KR-ingar settu 12 stig og komust þar með yfir, 49 : 55. Þessi afleiti kafli hafði slæm áhrif á Njarðvíkinga, sem gekk ákaflega illa að finna taktinn að nýju. Þeim tókst þó með harðfylgi að jafna, 78 : 78, þegar nokkrar mínútur voru til leiksloka. En heilladísirnar voru ekki með Njarðvíkingum að þessu sinni, þeir misstu Teit Örlygsson, sinn besta mann, út af með 5 villur og það voru KR-ingar sem reyndust sterkari á lokasprettinum og tryggðu sér sanngjarnan sigur. Ólafur Ormsson, Keith Vassel og Jesper Sörensen voru bestu menn KR í leiknum, en í liðinu eru ungir og efnilegir leikmenn sem gerðu góða hluti. Teitur Örlygsson, Hermann Hauksson og Friðrik Stefánsson voru bestu menn Njarðvíkinga. Bandaríkjamaðurinn Keith Veney gerði margt laglegt en var alltof mistækur. Björn Blöndal skrifar
|
Raymond Domenech landsliðsþjálfari Frakka liggur undir mikilli gagnrýni þessa dagana en sjálfur segist hann ekkert óttast um framtíð sína í starfinu. Frakkar mæta Rúmeníu í undankeppni HM 2010 í dag og talið er að framtíð hans gæti ráðist á úrsiltum leiksins. ,, Það eina sem ég hef áhyggjur af er sú staðreynd að við verðum að komast á HM 2010, " sagði Domenech við fréttamenn í gær. ,, Ég hef sagt það áður, og ég held áfram að segja það, það veltur ekki á einum leik hvort við komumst áfram, og því verða fleiri leikir eftir þennan. " Domenech hélt starfi sínu eftri EM 2008 þar sem liðið féll út í riðlakeppninni. Hann veit að hann verður að skila úrslitum úr leiknum í dag enda tapaði liðið fyrsta leiknum í undankeppni HM 2010 fyrir Austurríki, 3 - 1, en hann vann sér smá frið með 2 - 1 sigri á Serbíu.
|
Þegar sérfræðingar fóru að rannsaka áhrif sinueldanna á Mýrum á smádýralíf og fugla áttu þeir frekar von á því að niðurstaðan yrði sú að hrossagauk og þúfutittlingi myndi fækka. Þar horfðu þeir m.a. til rannsókna á áhrifum sinubruna í Skotlandi. Fyrsta sumarið urðu áhrifin hins vegar þveröfug. Þessum tegundum fjölgaði mikið á brunnum svæðum. Fyrstu niðurstöðurnar benda hins vegar til að áhrifin hafi verið frekar neikvæð á jurtalíf. Eftir sinueldana var ákveðið að ráðast í viðamiklar rannsóknir á áhrifum þeirra á dýralíf, jurtir og vatnafar. Svo ítarleg rannsókn hefur aldrei verið gerð hér á landi og var talið að um einstakt tækifæri væri að ræða. Frumniðurstöður rannsóknanna voru kynntar á Fræðaþingi landbúnaðarins í gær, en rannsóknirnar eiga að standa í fimm ár. Járngerður Grétarsdóttir plöntuvistfræðingur kynnti rannsókn á skammtímaáhrifum sinubruna á Mýrum á gróðurfar og uppskeru. Hún sagði að bruninn hefði leitt til þess að jurtaflóran á brunnu svæðunum væri einsleitari. Runnategundir hefðu farið illa og krækiberjalyng hefði hreinlega horfið. Rannsóknin sl. sumar hefði leitt í ljós að það væri mikill endurvöxtur á brunnu svæðunum. Það yrði einnig að hafa í huga að gróðurinn hefði ekki alls staðar brunnið til ösku. Gróður í lægðum hefði víða sloppið og eins hefði mosi hlíft sumum plöntum. Áhrif brunans á gróður væru engu að síður veruleg. Járngerður sagði að rannsóknir á brunanum í sumar hefðu leitt í ljós að grasvöxtur á brunna svæðinu hefði ekki verið meiri en á þeim svæðum sem ekki hefðu brunnið. Óvæntar niðurstöður Guðmundur A. Guðmundsson líffræðingur gerði grein fyrir skammtímaáhrifum sinueldaanna á smádýr og fugla. Guðmundur sagði þekkt að áhrif sinubruna á fuglalíf gætu verið jákvæð, a.m.k. á sumar tegundir. T.d. mætti segja að Skotar hefðu ræktað upp fuglalíf með reglulegum sinubrunum. Þar hefði t.d. rjúpum fjölgað en hrossagauk og þúfutittlingum fækkað. Hrossagaukur og þúfutittlingur eru algengustu fuglategundir á Mýrum. Rannsóknir fyrsta sumarið á áhrifum sinubrunans hefðu hins vegar leitt í ljós að þessum tegundum hefði fjölgað mikið. Hrossagauk hefði fjölgað um helming og fjöldi þúfutittlinga hefði tvöfaldast. Heiðlóur hefðu hins vegar verið álíka margar á brunnum svæðum og óbrunnum. Guðmundur sagði að rannsókn á smádýralífi hefði leitt í ljós svipaða niðurstöðu. Mun fleiri smádýr hefðu fundist á brunnum svæðum en óbrunnum. Í einstökum tilvikum væri munurinn margfaldur. Á það var bent á þinginu að sinubruninn hefði þau áhrif að smádýr ættu auðveldara með að komast um og það gæti leitt til þess að fleiri dýr kæmu í gildrur sem vísindamennirnir settu út. Þetta gæti haft áhrif á niðurstöðurnar. Losaði mikið af næringarefnum Guðmundur sagði að ástæðan fyrir því að dýralíf væri meira á brunnu svæðunum væri m.a. sú að við brunann losnaði mikið af næringarefnum úr læðingi og fæðuframboð yrði því meira. Guðmundur sagði að þó að bruninn hefði haft þessi jákvæðu áhrif á fuglalíf gæti hann alls ekki mælt með sinubrunum til að efla fuglalíf. Hafa þyrfti í huga að bruninn hefði orðið meðan smádýr hefðu legið í dvala og farfuglar ekki verið komnir til landsins. Hilmar J. Malmquist líffræðingur gerði grein fyrir áhrifum Mýraelda á vötn og vatnalífríki. Fyrstu niðurstöður benda til að áhrifin hafi ekki verið mikil. Hafa ber í huga að mikið frost var þegar eldarnir kviknuðu og ís yfir öllum vötnum. Þó kom í ljós að hornsílum fjölgaði verulega í vötnum sem rannsökuð voru á brunasvæðunum. Mesti bruni á Íslandi Guðmundur Guðjónsson landfræðingur sagði að sinubruninn á Mýrum væri eftir því sem næst yrði komist mesti sinubruni á Íslandi. Hann sagði flest benda til að um fátíðan viðburð væri að ræða. Engu að síður væri ástæða til að vera á varðbergi. Hætta á sinubrunum ykist með hlýnandi loftslagi og minni beit. Nauðsynlegt væri að huga að brunavörnum við skipulagningu byggðar og eins þyrftu menn að vera meðvitaðir um að hætta á skógarbrunum ykist. Rannsókn vísindamannanna fer þannig fram að rannsakaðir eru afmarkaðir reitir á brunnum og óbrunnum svæðum. Alls eru þetta 36 reitir. Jurtir og smádýr eru talin á þessum svæðum. Fuglar eru taldir á fyrir fram ákveðnum leiðum. Þá eru sex vötn rannsökuð, þrjú innan brunasvæðisins og þrjú utan þess. Ætlunin er að rannsaka svæðin næstu fimm árin. Um er að ræða eina viðamestu náttúrufræðirannsókn sem gerð hefur verið hér á landi. Rannsóknin hefur ekki aðeins þýðingu vegna upplýsinga um áhrif sinubruna á lífríki heldur einnig vegna upplýsinga um náttúrufar á Mýrum sem þykir um margt mjög merkilegt. Mýraeldarnir eru taldir mestu sinueldar í Íslandssögunni, en alls brann um 68 ferkílómetra svæði. Þeir komu upp 30. mars við þjóðveginn vestur á Snæfellsnes og tók það eldinn aðeins um fjóra og hálfa klukkustund að komast niður að sjó. Hraði eldsins var því um 3,5 kílómetrar á klukkustund. Þrjá daga tók að slökkva eldana. Um tíma var talin mikil hætta á að eldarnir bærust í suður í átt að Álftaneshreppi, en með mikilli vinnu heimamanna og slökkviliðs tókst að koma í veg fyrir það. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá sígarettu sem hent hafi verið út úr bíl en um það er þó engin fullvissa. Eldurinn kom upp eftir að blásið hafði af norðaustri í 12 daga. Heimildir um aðra stóra elda benda til að þeir hafi líka kviknað í kjölfar sterkrar norðaustanáttar.
|
Hörður Jóhannsson fæddist á Syðra-Laugalandi í Öngulsstaðahreppi í Eyjafjarðarsveit 13. apríl 1929. Hann lést 22. janúar 2010. Hörður var elstur af sex börnum hjónanna Katrínar Jóhannsdóttur, f. 3.7. 1898, d. 28.7. 1982, frá Garðsá í Öngulsstaðahreppi og Jóhanns Frímannssonar, f. 31.10. 1894, d. 12.1. 1978, frá Gullbrekku í Saurbæjarhreppi. Þau Katrín og Jóhann bjuggu sér og börnum sínum gott heimili á Garðsá. Systur Harðar eru : Þóra, f. 24.7. 1930, búsett á Akureyri. Hrafnhildur, f. 18.12. 1931, búsett á Vöglum í Eyjafjarðarsveit. Kolbrún, f. 3.8. 1933, d. 16.4. 2007. Guðný, f. 15.1. 1937, búsett á Akureyri. Anna Margrét, f. 29.3. 1939, búsett á Húsavík. Árið 1965 kvæntist hann Sigríði Margréti Hreiðarsdóttur, f. 2.10. 1944, frá Laugabrekku í Hrafnagilshreppi, og eignuðust þau fjórar dætur. Óskírð stúlka, f. 27.10. 1965, d. 28.10. 1965. Ragnheiður María, f. 18.2. 1968, maður hennar er Hermann Stefánsson, f. 20.10. 1962, börn þeirra : Hörður, f. 9.6. 1990, Stefán, f. 2.11. 1995, og Elín Þóra, f. 12.7. 2004. Katrín, f. 18.5. 1972, maður hennar er Jóhann Sigurvinsson, f. 31.5. 1971, dætur þeirra : Þóra Kolbrún, f. 16.10. 2002, Karen Ylfa, f. 12.10. 2004, og Tinna Margrét, f. 12.10. 2004. Kolbrún, f. 18.5. 1972, sonur hennar : Gunnar Dofri, f. 11.4. 1999. Á Garðsá ólst Hörður upp og stundaði búskap með föður sínum til 35 ára aldurs, er foreldrar hans brugðu búi og fluttu til Akureyrar. Það átti ekki fyrir honum að liggja að verða bóndi þar sem hugur hans hneigðist til annarra hluta en bústarfa og áttu bækur hug hans allan. En sveitin mótaði drenginn og alla tíð var Hörður náttúruunnandi og hafði gaman af útiveru og hreyfingu. Hörður stundaði frjálsar íþróttir sem ungur maður og fór á Íþróttaskólann í Haukadal einn vetur og keppti á mörgum landsmótum og í landskeppnum. Einnig starfaði hann í Ferðafélagi Akureyrar og naut þess að fara í ferðir. Hörður var bókasafnari og hafði aðstöðu til bókbands á heimili sínu þar sem hann dundaði við þreyttar skruddur eða jafnvel litla pésa sem urðu síðar að fallega innbundnum kverum og bókum. Hörður vann í raflagnadeild KEA í 2 ár, áður en hann fékk draumastarfið á Amtsbókasafninu á Akureyri, þar sem hann vann í 28 ár. Hörður bjó á Akureyri frá árinu 1966 til dauðadags. Útför Harðar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, mánudaginn 1. febrúar 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30. Með óendanlegu þakklæti í huga minnumst við pabba og afa í dag. Hann var stórfenglegur maður en um leið hógvær. Sex ára gamall eignaðist hann sína fyrstu bók. Næstu daga sat hann og las. Hann var hugfanginn. Bækur urðu hans ástríða. Margar ferðir fórum við systur með pabba á Amtið og skottuðumst þar á meðan pabbi sinnti vinnunni. Honum leið vel á Amtsbókasafninu, innan um bækurnar. Pabbi var umhyggjusamur maður, breiddi endalaust ofan á okkur sængur á kvöldin og las fyrir okkur, en ekki endilega þær bækur sem við völdum. En sumt gleymist ekki eins og vísan um Sigga sem vildi ekki borða grautinn sinn en pabbi var mikill hafragrautarmaður. Eldaði hann graut á hverjum morgni eins og sannur fagmaður og bjó til besta graut í heimi. Til að missa ekki af morgungraut var pabba og mömmu ævinlega boðið með í bústaðaferðir á sumrin. Pabbi vildi fara austur á Hérað. Í ljós kom að á Egilsstöðum bjó bókaormur og nýtti gamli tækifærið að heimsækja vin sinn. En í sumarbústað fengum við systur að sofa út því afinn fór snemma á fætur og stússaðist við barnabörnin. Pabbi var mikill útivistar - og íþróttamaður og verður að viðurkennast að fram undir áttræðisaldur var hann í miklu betra formi en dætur hans því hann valdi hjólið fram yfir bílinn sem var kannski gott því yfirleitt var pabbi fjarstaddur þegar hann keyrði. Hugurinn reikaði oft inn í miðja bók eða jafnvel aftur á miðaldir. Það verður að segjast að elsku pabbi var svolítið sérlundaður og gat ómögulega borðað nema með sínum eigin hnífapörum, hann fór aldrei út að borða og fannst fáránlegt að bíða eftir matnum og borga svo fyrir það í þokkabót, þá var nú betra að borða heima enda mamma með matinn á slaginu tólf, og engin bið! Pabbi var félagslyndur í sínum hópi og mikill húmoristi. Hann vildi gefa öllum kaffi en lærði þó aldrei að kveikja á kaffivélinni enda hafði hann engan áhuga á að læra það. Jólaundirbúningur var ekki alveg pabba sérgrein. Hann þurfti að setja upp seríu utandyra og var haldinn miklum seríukvíða. Ævinlega voru einhverjar uppákomur, vantaði perur sem voru uppseldar í búðinni og hann greip túss og fór að lita. Orðaflaumurinn sem því fylgdi átti fátt skylt með jólasálmum. En alltaf komu jólin og syngjandi glaður fór pabbi með okkur systur í jólakortaútburð á Þorláksmessu. Þá var hann í essinu sínu, serían komin upp en dæturnar með skeifu á munni vildu gera eitthvað allt annað. Hann gaf bækur í jólagjafir og fannst ekki gjöfin almennileg nema hún væri bók. Þrátt fyrir stutta skólagöngu var pabbi mjög fróður og víðlesinn maður. Hann hafði ekki smekk fyrir skáldsögur en fræðibækur og bækur um þjóðhætti og ævi merkra manna voru að hans smekk. Langar stundir dvaldi hann í kjallaranum við bókband og þar fengu barnabörnin að leika með borvélina hans afa og bora í trjábol eða keyra bíl á skurðarhnífnum hans ( hljómar hættulegra en það er ). Um leið og við minnumst elsku pabba og afa þökkum við allar samverustundirnar, grínið, glensið og grautinn. Ragnheiður, Katrín, Kolbrún og börn. Hann var enginn hávaðamaður, hann Hörður frændi minn, og ekki margmáll um sjálfan sig. En þegar hann talaði um bækur varð rómurinn sterkari og liðkaðist heldur um málbeinið. Yfir Herði var sama heiðríkja og yfir þeim mönnum sem lesið hafa allar heimsins bækur, eða a.m.k. þær bækur sem vert er að lesa, og vita upp á hár hvað stendur í þeim. Drýgstan hluta starfsævi sinnar vann Hörður sem bókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri. Þar ávann hann sér virðingu þeirra sem leita þurftu til hans, bæði fyrir mikla þekkingu og ljúfmannlega framkomu. Mér þótti t.d. sérlega vænt um þau fögru ummæli sem ýmsir sérfræðingar á Stofnun Árna Magnússonar viðhöfðu um þennan frænda minn þegar ég tók að venja komur mínar á stofnunina. Þegar ég lít til baka sé ég að Hörður var fádæma gæfusamur maður. Hann eignaðist góða konu, mannvænleg börn og barnabörn, og svo átti hann gott bókasafn. Að leiðarlokum vil ég þakka forsjóninni fyrir þau forréttindi að hafa fengið að kynnast hinum hreinlynda og góða bókamanni, honum Herði frænda mínum. Kæra Sigga og fjölskylda, ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur og það sama gerir fjölskylda mín öll. Guðrún Ingólfsdóttir. Nú, þegar lokað hefur verið lífsbók Harðar Jóhannssonar, vinar okkar og sálufélaga til margra ára, langar okkur til að kveðja hann með nokkrum orðum og jafnframt að þakka honum samfylgd og leiðsögn á liðnum árum. Hörður ólst upp með foreldrum sínum og systrum á Garðsá í Öngulsstaðahreppi og var þar þátttakandi búrekstrinum eins og tíðkaðist með bændasyni á þeim árum Aðaláhugamál hans voru þó á öðru sviði. Hann hafði ungur mikinn áhuga á íþróttum og stundaði þær með góðum árangri. Og það varð til þess að nokkru eftir fermingu fór hann á Íþróttaskólann í Haukadal og stundaði þar nám. Annað áhugamál Harðar var allt sem lýtur að bókum og bókalestri, og varð hann með tímanum afar víðlesinn þótt hann stundaði ekki langskólanám á því sviði. Þegar foreldrar Harðar hættu búskap á Garðsá, flutti hann til Akureyrar og bjó þar til æviloka með konu sinni, sem reyndist honum ómetanleg stoð og stytta í lífinu, og dætrunum þremur, meðan þær voru ungar. Hörður starfaði um skeið hjá KEA en fljótlega var hann ráðinn til starfa sem bókavörður við Amtsbókasafnið á Akureyri og má segja að þá hafi hann komist á rétta hillu í lífinu, því trúlega hefur hann ekki getað hugsað sér eftirsóknarverðara starf, en daglega umgengni og umsýsla við bækur, útlán og ráðgjöf um lestur og notkun bóka. Í þessu starfi sínu og með þeim fróðleik sem hann áður hafði áunnið sér um allt er að bókfræði lýtur, má fullyrða að hann hafi með tímanum orðið meðal bókfróðustu manna landsins, svo ekki sé fastara að orði kveðið. Má segja að væri nefndur við hann titill íslenskrar bókar, kunni hann undantekningarlítið á henni nokkur skil. Varð þessi þekking hans til þess að mikið var til hans leitað af bókasöfnurum og starfsfólki bókasafna, þegar upp komu spurningar bókfræðilegs eðlis, sem erfitt var að svara. Bókasafn Harðar er svo kapítuli út af fyrir sig. Hann hafði safnað bókum frá barnsaldri að heita má og er nú bókasafn hans orðið mikið að vöxtum en þó enn meira að gæðum. Og mikið af bókum sínum hefur hann bundið sjálfur af einstakri vandvirkni. Við sem þetta ritum áttum því láni að fagna að njóta félagsskapar Harðar um árabil og ómetanlegrar leiðsagnar hans í bókasöfnunaráráttu okkar. Við höfum nú um allmörg ár hist á fárra vikna fresti, hver hjá öðrum, til að ræða um bækur og skoða bókaeign hinna í hópnum. Þá höfum við farið saman í skoðunarferðir í fornbókaverslanir og aðra áhugaverða staði fyrir bókasafnara. Í öllu þessu skemmtilega og áhugaverða samstarfi okkar var Hörður óumdeilanlega í hlutverki fræðarans. En fyrst og fremst var allt þetta samstarf okkur til mikillar ánægju. Þessum fátæklegu kveðjuorðum þykir okkur viðeigandi að ljúka með erindi úr Sálmi bókasafnarans, eftir Davíð Stefánsson. Frá barnæsku var ég bókaormur, og bækurnar þekkja sína. Það reynist mér bezt, sé regn og stormur, að rýna í doðranta mína. Og þegar ég frétti um fágætan pésa, þá fer um mig kitlandi ylur. Að eigin bækur sé bezt að lesa er boðorð, – sem hjartað skilur. Birgir, Karl og Kristján.
|
Mennirnir á bakvið YouTube-síðuna Dude Perfect birta reglulega myndbönd þar sem þeir sýna lygileg trix með allskyns aðskotahlutum. Í nýjasta myndbandinu má aftur á móti sjá þá sýna mjög óútreiknanleg trix frá hópnum sem öll eiga það sameiginlegt að vera lygileg. Hér að neðan má sjá myndbandið sem fimmtán milljónir hafa horft á þegar þessi grein er skrifuð.
|
„ Við erum að færa til Íslands það sem er helst á döfinni í heiminum í dag, og maður tekur eftir að það eru dimmir tónar sem eru að slá í gegn, “ segir Börkur Gunnarsson upplýsingafulltrúi kvikmyndahátíðarinnar RIFF sem hefst eftir viku. „ Það er smá hrollvekjudaður, enda erum við með sér hryllingsmyndaflokk, “ heldur Börkur áfram. „ Áður komust hryllingsmyndaleikstjórar ekkert að, þeir voru utangarðs eins og dópistar meðal heilbrigðs fólks. Ég held að Peter Jackson sé eina dæmið sem ég man að byrjaði sem hryllingsmyndaleikstjóri en endaði sem Hollywood-meginstraumshetja. “ Það virðist hins vegar vera orðin breyting á. Í ár koma á annað hundrað gestir að utan, blaðamenn, sérfræðingar og bransafólk. „ Við fáum auðvitað Claire Denise, frægasta núlifandi franska leikstjórann, hún er heiðursgestur. “ Sumir kvarta yfir því að dagskrá hátíðarinnar sé oft svo þétt að fólk nái ekki sjá allt það sem því langar. Börkur viðurkennir að þetta hafi verið vandamál á hátíðinni í gegnum tíðina. „ Þú munt alltaf missa af einhverju, við erum bara með þessar tæpu tvær vikur. Við erum með þvílíkt af perlum í boði að það nær enginn að grípa þær allar. En vonandi læturðu þér nægja það sem þú nærð að sjá, því það eru svakalega flott listaverk á dagskrá. “ Og það eru ekki bara hryllingsmyndir. „ Við bjóðum upp á allt frá framhjáhaldi, fantaskap og földum gröfum til póetískra mynda um bóndahjón sem bregða búi á Krossnesi, sem er íslensk mynd sem mér finnst alveg frábær. Svo erum við líka með hryllinginn, viðbjóðinn, fyndnina, rómantíkina og næsheitin. “ Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Börk Gunnarsson fjölmiðlafulltrúa RIFF í Síðdegisútvarpinu.
|
Real Madrid vann sjöunda da sigurinn í röð þegar liðið vann Racing Santander 1 - 0 í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Gonzalo Higuain skoraði markið en þetta var 13. mark hans í deildinni. Real Betis vann Sevilla 2 - 1 í borgarslagnum í Sevilla. B arcelona getur endurheimt 12 stiga forystu á Real Madrid með sigri á Sporting í dag en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 sport klukkan 18 í dag.
|
Haukar urðu í kvöld fyrsta íslenska kvennaliðið til að vinna Evrópuleik í körfuknattleik þegar liðið lagði portúgalska liðið Uniao Sportiva að velli 81 : 76 í fyrstu umferð Evrópubikarsins á Ásvöllum. Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Uniao á Asoreyjum eftir viku, eða næsta fimmtudag. Liðið sem vinnur samanlagt kemst í riðlakeppnpi Evrópubikarsins. Haukar byrjuðu frábærlega á upphafsmínútunum og gáfu tóninn. Bjarni Magnússon stillti upp tveimur 18 ára gömlum leikmönnum í byrjunarliðinu, Elísabeth Ýr Ægisdóttur og Tinnu Guðrúnu Alexandersdóttur. Þeir hófu leikinn eins og þær hefðu aldrei gert annað á stuttri ævi en að spila Evrópuleiki og sóttu grimmt á körfuna hjá Sportiva. Þegar uppi var staðið skoraði Tinna 14 stig í leiknum og Elísabeth 11 stig. Lið Sportiva náði fljótt að komast inn í leikinn en Haukar voru yfir 20:18 að loknum fyrsta leikhluta. Leikurinn var í járnum megnið af leiknum og Haukar voru yfir 40 : 39 að loknum fyrri hálfleik. Haukar þurftu að taka Haiden Palmer út af í fyrri hálfleik þar sem hún fékk þrjár villur strax í fyrsta leikhluta. Palmer spilaði geysilega vel úr þessum vandræðum og komst í gegnum síðari hálfleikinn án þess að fá villu. Hún var mjög mikilvæg í leiknum og skoraði 24 stig. Helena fékk sína fimmtu villu og þar með brottvísun þegar rúmar tvær mínútur voru eftir. Það sem eftir er stjórnaði Palmer leik liðsins. Lítill munur var á liðunum í síðari hálfleik en Haukar voru yfirleitt yfir. Sportiva náði að jafna en ekki komast yfir þegar leið á leikinn. Þegar Helena fór út af höfðu Haukar náð átta stiga forskoti. Sportiva minnkaði það niður í þrjú áður en Palmer skoraði síðustu körfuna. Þar sem samanlögð úrslit gilda þá gætu þessi stig portúgalska liðsins skipt miklu máli. Það skýrist í síðari leik liðanna á Asóreyjum. Þangað til geta Haukakonur glaðst yfir því að hafa skrifað nýjan kafla í körfuboltasöguna hérlendis. Lið Hauka : Haiden Palmer, Jana Falsdóttir, Lovísa Henningsdóttir, Tinna Guðrún Alexanderdóttir, Rósa Björk Pétursdóttir, Magdalena Gísladóttir, Kristín Ríkey Ólafsdóttir, Eva Margrét Kristjánsdóttir, Sólrún Inga Gísladóttir, Bríet Sif Hinriksdóttir, Elísabeth Ýr Ægisdóttir, Helena Sverrisdóttir fyrirliði.
|
Reglur um hagsmunaskráningu alþingismanna taka ekki til fjárfestinga um verðbréfa - og fjárfestingasjóði. Þingmenn geta átt háar fjárhæðir í slíkum sjóðum án þess að þurfa að tilgreina það á vef Alþingis. Reglunum er ætlað að veita almenningi upplýsingar um fjárhagaslega hagsmuni alþingismanna og trúnaðarstörf þeirra utan þings og þar með auka gagnsæi í störfum þingsins. Reglurnar eru nokkuð þröngar og taka til dæmis ekki til eigna maka. Þess vegna kemur ekki fram í hagsmunaskráningu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að eiginkona hans eigi félag í skattaskjólinu Bresku Jómfrúreyjum. Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um hversu langt á að ganga í slíkri reglusetningu. Meðal þess sem þingmenn eiga að gefa upp er launuð stjórnarseta í félögum og launað starf eða verkefni utan þingsins. Reglurnar taka til dæmis líka til gjafa, utanlandsferða, eftirgjafar skulda og fasteigna sem eru ekki húsnæði til eigin afnota fyrir þingmanninn og fjölskyldu hans. Þingmenn eiga enn fremur að gefa upp félög, sparisjóði eða sjálfseignastofnanir í atvinnurekstri sem þeir eiga hluti í að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Til dæmis ef markaðsvirði hlutarins er ein milljón króna eða meira. Aftur á móti er ekkert minnst á verðbréfasjóði eða fjárfestingasjóði í reglunum. Þingmenn geta því átt miklar eignir í gegnum slíka sjóði án þess að þurfa að gefa það upp. Slíkar eignir geta allt eins numið milljörðum króna.
|
„ Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur þar sem nú kemur smá pása hjá okkur í úrvalsdeildinni. Við höldum enn góðri stöðu og getum því einbeitt okkur að öðrum verkefnum með góðri samvisku, “ sagði okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen, sem var hetja Chelsea gegn Everton í dag. Eiður skoraði eina mark liðsins á 69. mínútu og tryggði Chelsea því tólf stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni. Man. Utd á reyndar leik inni gegn Man. City á morgun og geta minnkað bilið á toppnum í níu stig. Um algjöra einstefnu af hálfu Chelsea var að ræða á Goodison Park í gær en James Beattie lét reka sig út af strax á 8. mínútu fyrir að skalla William Gallas. Einum færri áttu Everton sér ekki viðreisnarvon gegn heitasta liði Evrópu. Liðið barðist þó hetjulega og það var ekki fyrr en á 69. mínútu sem vörnin lét undan þegar Eiður Smári náði að skora eftir að hafa fylgt eftir skoti Gallas sem hafnaði í þverslánni. „ Þetta var ekki brottvísun fyrir fimmaura, “ sagði David Moyes, stjóri Everton æfur eftir leikinn. „ Ég lék sem miðvörður á sínum tíma og ég hefði skammast mín fyrir að hafa látið mig falla eins og Gallas gerði þarna. John Terry hefði aldrei boðið upp á slíkan leikaraskap. Hvað varð um stóru og sterku miðverðina? Þeim hlýtur að vera að fækka fyrst að þeir þurfa ekki meiri snertingu en þetta, “ sagði Moyes greinilega allt annað en sáttur við framkomu Gallas. Enn einu sinni hélt Chelsea hreinu og hefur Petr Cech nú ekki fengið mark á sig heilar 961 mínútur í röð í úrvalsdeildinni. Af öðrum leikjum bar það hæst að Liverpool reið ekki feitum hesti frá heimsókn sinni til Birmingham og steinlá 2 – 0. Heimamenn áttu sigurinn fyllilega skilinn og lék enginn betur en Walter Pandiani, sem kom sem lánsmaður frá Deportivo fyrir skemmstu og hefur hleypt miklu lífi í sóknarleik Birmingham síðan þá. Allt Liverpool-liðið átti hræðilegan dag og virtust leikmenn liðsins áhugalausir með öllu.
|
Kvartett portúgalska gítarleikarans Filipes Duartes kemur fram á djasskvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30 en auk Duartes skipa hann Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa, Jóel Pálsson á tenórsaxófón og Scott McLemore á trommur. Kvartettinn mun að mestu flytja frumsamda tónlist eftir Duarte og Sigmar.
|
Þrjár af hverjum fjórum flugferðum Icelandair til og frá landinu voru á réttum tíma á seinni hluta janúarmánaðar. Hjá Iceland Express var hlutfallið 57 prósent. Í mínútum talið voru tafir lengri nú að meðaltali en undanfarin tímabil og munar þar mestu um að öllu morgunflugi frá Keflavíkurflugvelli var seinkað fram yfir hádegi þann 26. janúar vegna óveðurs. Þetta kemur fram á vefsíðunni túristi.is.
|
HÉRAÐSSTJÓRI Uruzgan í Afganistan, þar sem tugir óbreyttra borgara eru sagðir hafa beðið bana í árás bandarískra flugvéla, segir að njósnarar eigi sök á blóðsúthellingunum vegna þess að þeir hafi veitt Bandaríkjaher rangar upplýsingar. " Við krefjumst þess að bandarísk og afgönsk yfirvöld framselji njósnarana sem létu bandarísku hersveitunum í té rangar upplýsingar, " sagði héraðsstjórinn, Yar Mohammed. Hann bætti við að þetta væri ekki í fyrsta sinn sem rangar upplýsingar hefðu leitt til mannskæðra sprengjuárása í Uruzgan. Íslamabad. AFP.
|
NORSKA prinsessan, sem þau Hákon krónprins og Mette-Marit prinsessa eignuðust á miðvikudagsmorgun, fær nafnið Ingiríður Alexandra ( Ingrid Alexandra ). Hákon tilkynnti þetta á sérstökum ríkisráðsfundi sem haldinn var í Ósló í gærmorgun. Litla stúlkan fæddist á Ríkissjúkrahúsinu í Ósló á miðvikudagsmorgun. Hún er næst á eftir föður sínum til ríkiserfða í Noregi og gæti því dag einn orðið fyrsta drottningin í Noregi frá því Margrét I ríkti þar í lok 14. aldar og í byrjun þeirrar 15. Prinsessan verður skírð í höfuð langafa sínum og langömmu. Alexander prins fæddist í Bretlandi árið 1903 en hann varð Ólafur krónprins þegar faðir hans varð konungur árið 1905. Þá hét föðuramma Mette-Marit Ingrid en hún lést árið 1978. " Ingiríður er þekkt norskt stúlkunafn og jafnframt norrænt nafn og konunglegt nafn innan Bernadotteættarinnar. Ingiríður drottning, móðir Margrétar Danadrottningar, bar þetta nafn, " sagði Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra eftir ríkisráðsfundinn. Hann bætti við að nafnið Ingrid tengdist einnig fjölskyldu Mette-Marit og tengdi fjölskyldurnar tvær því saman. Blaðið Aftenposten var með skoðanakönnun meðal lesenda sinna um það hvaða nafn þeir vildu að prinsessan fengi og völdu 13% nafnið Ingrid. Norska sjónvarpsstöðin TV 2 hefur eftir Kjell Arne Totland, sem sér um fréttir af konungsfjölskyldunni fyrir tímaritið Se og Hør, að verið sé að sýna Margréti Danadrottningu mikinn heiður. " Móðir hennar hét Ingiríður. Ég veðja á, að Margrét verði guðmóðir nýju prinsessunnar, " segir hann. Litla prinsessan fór heim af sjúkrahúsinu með móður sinni um miðjan dag í fyrradag eða um 5 tímum eftir fæðinguna. Haraldur Noregskonungur og Sonja, foreldrar Hákonar, og Marit Tjessem, móðir Mette-Marit, hafa lýst þeirri skoðun við norska fjölmiðla að litla prinsessan líkist föður sínum þegar hann var barn.
|
Ekki náðust samningar í makríldeilu Íslendinga og Færeyinga við Noreg og ESB á samningafundi um skiptingu makrílsstofnsins sem lauk skömmu fyrir hádegi í dag. Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samninganefndar Íslands segir tilefni til bjartsýni og vonast til þess að ekki verði gripið til refsiaðgerða gagnvart Íslendingum og Færeyingum á meðan viðræður eru á þessu stigi. Á fundinum sátu fulltrúar Íslands, Færeyja, Noregs og Evrópusambandsins. Í samtali við mbl.is segir Sigurgeir að um óformlegan fund hafi verið að ræða en hann hafi verið uppbyggilegur, andrúmsloftið jákvætt og fundurinn gefi tilefni til frekari viðræðna í framhaldinu. Næsti reglubundni fundur nefndanna verður haldinn í október í London.
|
Grunur leikur á að fjórða hver fjölskylda í Noregi hafi keypt jólatré á svörtum markaði, oft án þess að vita það.
|
Hollt og gott hefur innkallað klettasalat sem er merkt best fyrir 16. og 17. janúar vegna óþekkts ofnæmis - og óþolsvalds í salatinu. Um er að ræða Hollt og gott klettasalat 75 g, strikamerki 5690350038577 og Bónus klettasalat 75 g, strikamerki 5690628007724. Varan er seld í verslunum um land allt, og þeir sem kynnu að hafa þessar vörur undir höndum eru beðnir að skila þeim í þeirri verslun sem varan var keypt í.
|
Viðræður um styttingu á leyfistíma nagladekkja við Umferðarstofu og athugun á kostum og göllum þess að taka upp einhvers konar takmarkanir eins og gjaldtöku á notkun nagladekkja í samvinnu við ríki og önnur sveitarfélög eru meðal aðgerða sem umhverfisráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag. Þetta kemur fram á vef umhverfissviðs. Tillaga um aðgerðir sem miða að því að draga úr svifryki í höfuðborginni, sem nú þegar hefur farið fimm sinnum yfir heilsuverndarmörk á árinu, var samþykkt einróma í ráðinu en hún gerir einnig ráð fyrir viðræðum við lögreglu um tímabundna lækkun hámarkshraða á stofnbrautum þegar veður og mælingar gefa til kynna að svifryk muni aukast í borginni. Þá var jafnframt samþykkt að halda áfram að rykbinda umferðaræðar borgarinnar þegar ástæða þykir en það gaf góða raun í síðustu viku þegar kalt og þurrt var í veðri. Umhverfisráð leggur fleira til, þar á meðal að sett verði skilyrði um lágmörkun rykmyndunnar í starfsleyfi um niðurrif húsa og að kannað verði með Strætó hvort unnt sé að vera með tilboð í strætisvögnum þegar mengunarútlit er slæmt. Bent er á að Reykjavíkuerborg geti þó ekki ein staðið í þessum aðgerðum heldur verði önnur sveitarfélög og ríki að koma að málinu ásamt íbúum höfuðborgarsvæðisins.
|
Lýst var eftir Karen Elísabetu Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa í Kópavogi, í Vídeó-markaðnum í Kópavogi fyrir helgi. Mynd af Karen, sem hafði verið tekin á öryggismyndavél staðarins þegar hún fór þangað til að kynna sér starfsemi og aðbúnað á staðnum, hékk þar uppi á vegg og undir myndinni var spurt : Veit einhver hver þessi kona er? Eigandi staðarins segir þetta vera viðhaft ef talið sé að fólk hafi gleymt einhverju inni á staðnum í stað þess að fara með óskilamuni til lögreglu. Myndin var að lokum tekin niður að beiðni bæjarfulltrúans. Samkvæmt persónuverndarlögum er óheimilt að afhenda myndir úr rafrænni vöktun nema með samþykki þess sem á myndinni er. Ný lög leystu af hólmi 18 ára gömul persónuverndarlög í gær. 10
|
Miðssumarsýningin á Gaddsstaðaflötum Bylgja Gauksdóttir sýndi Grýtu frá Garðabæ í dag á Hellu en Grýta hefur verið að gera það gott á keppnisvellinum síðustu ár, nú síðast á Íslandsmótinu í Borgarnesi þar sem þær voru í A úrslitum í tölti. Grýta fór í flottan dóm í dag en hún hlaut 9,5 fyrir tölt og er þetta fyrsta 9,5 sem gefin er í hæfileikaeinkunn á þessari kynbótasýningu. Grýta hlaut einnig 9,0 fyrir vilja og geðslag, fegurð í reið, hægt tölt og hægt stökk. Grýta kom út í 8,26 fyrir hæfileika en hún hlaut 7,78 fyrir sköpulag sem gerir 8,07 í aðaleinkunn. Viðar Ingólfsson sýndi Kringlu frá Jarðbrú í gær en hún hlaut fjórar 9,0 – fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Kringla hlaut í aðaleinkunn 8,25 – 8,26 fyrir hæfileika og 8,22 fyrir sköpulag Dómur Grýtu og Kringlu : IS2003225401 Grýta frá Garðabæ Örmerki : 352098100004430 Litur : 7600 Móálóttur, mósóttur / dökk - einlitt Ræktandi : Pálína Margrét Jónsdóttir Eigandi : Pálína Margrét Jónsdóttir F. : IS1994184553 Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Ff. : IS1986186055 Orri frá Þúfu í Landeyjum Fm. : IS1982284551 Rák frá Þúfu í Landeyjum M. : IS1982225011 Fluga frá Garðabæ Mf. : IS1974158602 Ófeigur frá Flugumýri Mm. : IS1970258371 Þokkadís frá Dalsmynni Mál ( cm ) : 137 – 136 – 62 – 142 – 27,0 – 17,0 Hófa mál : V.fr. : 8,2 – V.a. : 7,1 Sköpulag : 7,5 – 8,0 – 7,5 – 8,0 – 7,5 – 7,5 – 8,0 – 7,0 = 7,78 Hæfileikar : 9,5 – 8,5 – 5,0 – 8,5 – 9,0 – 9,0 – 7,5 = 8,26 Aðaleinkunn : 8,07 Hægt tölt : 9,0 Hægt stökk : 9,0 Sýnandi : Bylgja Gauksdóttir IS2006265649 Kringla frá Jarðbrú Örmerki : 352098100015079 Litur : 3700 Jarpur / dökk - einlitt Ræktandi : Guðni Hólm Stefánsson, Sigríður Halla Stefánsdóttir Eigandi : Guðni Hólm Stefánsson, Sigríður Halla Stefánsdóttir F. : IS2000175485 Taktur frá Tjarnarlandi Ff. : IS1986186055 Orri frá Þúfu í Landeyjum Fm. : IS1988275485 Kórína frá Tjarnarlandi M. : IS1991265801 Katla frá Þverá, Skíðadal Mf. : IS1985157020 Safír frá Viðvík Mm. : IS1976258251 Dimmalimm frá Sleitustöðum Mál ( cm ) : 142 – 140 – 65 – 145 – 27,0 – 17,5 Hófa mál : V.fr. : 9,0 – V.a. : 8,9 Sköpulag : 8,0 – 8,5 – 7,5 – 8,0 – 8,5 – 8,0 – 8,5 – 7,5 = 8,22 Hæfileikar : 9,0 – 9,0 – 5,0 – 8,5 – 9,0 – 9,0 – 8,5 = 8,26 Aðaleinkunn : 8,25 Hægt tölt : 8,5 Hægt stökk : 8,5 Sýnandi : Viðar Ingólfsson
|
Ég vil þakka Sigrúnu Lövdal, dagforeldri í Reykjavík, fyrir opið bréf til okkar Sóleyjar Tómasdóttur. Nokkrum athugasemdum vil ég koma á framfæri vegna orða Sigrúnar sem er gott að fá tækifæri til að leiðrétta. Það er ekki rétt sem kemur fram hjá Sigrúnu að borgarsjóður eigi í handraðanum 1,2 milljarða króna til nýrra verkefna. Borgin er þó í sífellu að greina fjárhagsleg áhrif breytinga á þjónustu borgarinnar, fyrir t.d. langtímaáætlanagerð. Það þýðir ekki sjálfkrafa að borgin hafi yfir þeim fjármunum að ráða. Samþykkt var snemma árs 2012 að ráðast í greiningu á margvíslegum áhrifum þess að börn hefji leikskólagöngu eins árs gömul, í stað þess að miða við árið sem þau verða tveggja ára. Niðurstöðurnar leiddu margt forvitnilegt í ljós ; kostnað upp á 1,2 milljarða án framkvæmdakostnaðar við nýbyggingar, þörf á fjölgun starfsfólks um rúmlega 200 manns, áhrif á dagforeldrakerfið sem myndi óhjákvæmilega minnka, húsnæðisþörf og margt fleira. Verkefnið var unnið með aðferðafræði kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar. En verkefnið var ekki síst áríðandi til að borgarstjórn gæti svarað með raunsæjum hætti spurningunni sem allir foreldrar hafa skoðun á : Hvenær eiga börn að byrja í leikskóla? Helmingur foreldra velur leikskóla fyrr Í opnu bréfi Sigrúnar má lesa að hún telji að það sé eingöngu fjárhagslegt sjónarmið sem ráði því að foreldrar kjósa heldur leikskóla en dagforeldra. Það er rangt. Í viðhorfskönnunum skólayfirvalda í Reykjavík kemur ítrekað fram að um helmingur foreldra kýs heldur leikskóla en dagforeldra. Foreldrar tiltaka ýmsar ástæður fyrir því, kostnaður er þar á meðal. En foreldrar tilgreina einnig aðstöðu, örvun, öryggi, frí - og veikindadaga dagforeldra, stærri barnahóp og margt, margt fleira. Þegar foreldrar eru spurðir hvort þeir kysu frekar leikskóla en dagforeldri þrátt fyrir að þeir greiddu svipað gjald og hjá dagforeldri myndu samt sem áður 37% foreldra kjósa leikskóla. Þeir sem svara kannski eru 36% foreldra en fjórðungi fannst það ekki koma til greina. Ánægja með dagforeldra Þessar niðurstöður eru enginn áfellisdómur yfir þjónustu dagforeldra, foreldrar eru ánægðir með þeirra góða starf, umönnun og þjónustu. Ekki má líta framhjá því að um 50% foreldra kjósa heldur þeirra umönnun en að börn þeirra byrji ung á leikskóla. Fyrir því liggja margar ástæður, heimilislegri aðstæður, ein manneskja sér um barnið, samskipti við dagforeldrið skora hátt og færri börn í barnahópi eru meðal annarra ástæðna sem foreldrar tilgreina. Þetta dregur fram í dagsljósið að foreldrar hafa mismunandi skoðanir á því hvenær börn eiga að byrja í leikskóla. Það er okkar að taka mark á því þegar við þróum grunnþjónustu okkar á bilinu sem þarf að brúa milli fæðingarorlofs og leikskóla. Til framtíðar litið Síðastliðin ár hafa stórir árgangar fæðst í Reykjavík og því hefur borgin aukið umtalsvert fjármagn til leikskóla og dagforeldra. Við höfum forgangsraðað í knappri stöðu borgarsjóðs til að tryggja grunnþjónustu sem reykvískir foreldrar treysta á. Dagforeldrar vilja að borgin hækki niðurgreiðslur til þeirra svo að foreldrar greiði svipað verð og væru börnin á leikskóla. Það tekur í pyngjuna að eiga barn hjá dagforeldri, því er hugmyndin góðra gjalda verð. Borgin hefur hingað til ekki haft það svigrúm sem þarf, því miður. Það er erfitt að mæta kröfum um verulega hækkun niðurgreiðslna til dagforeldra á sama tíma og risastórir árgangar barna þarfnast leikskóla og dagforeldra. Hins vegar skapast mikilvægt svigrúm til þess að gera betur þegar fæðingarorlofssjóður verður styrktur og orlofið lengt. Fæðingarorlofið þarf að lengja Borgarstjórn samþykkti nýverið einróma tillögu þess efnis að borgin ræði formlega við ríkisvaldið nauðsyn þess að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fæðingarorlof á Íslandi er mun styttra en hjá öðrum norrænum ríkjum, það er staðreynd. Samþykktin í borgarstjórn er ekki yfirlýsing um að borgin telji dagforeldra minna mikilvæga. Dagforeldrar verða áfram órjúfanlegur hluti af tilveru reykvískra fjölskyldna með ung börn. Hins vegar er mikilvægt að tryggja að samvera ungra barna með foreldrum sínum geti verið sem mest – og einnig að borgin þrói áfram leikskólastarf fyrir yngstu börnin þannig að komið sé til móts við þann hóp foreldra sem sannarlega velur leikskólana umfram allt annað.
|
Norski knattspyrnumaðurinn Erling Braut Haaland vill fá um 30 milljónir punda í árslaun hjá næsta félagsliði sínu en það samsvarar rúmlega 5,2 milljörðum íslenskra króna. Það er Goal sem greinir frá þessu en Haaland er einn eftirsóttasti bitinn á leikmannamarkaðnum í dag. Framherjinn er samningsbundinn Borussia Dortmund í Þýskalandi en hann er samningsbundinn þýska félaginu til sumarsins 2024. Haaland hefur skorað 35 mörk í 35 leikjum með Dortmund á tímabilinu en hann er með klásúlu í samningi sínum sem gerir honum kleift að yfirgefa þýska félagið sumarið 2022 fyrir 67 milljónir punda. Þrátt fyrir það gæti hann yfirgefið Dortmund í sumar en þýska félagið vill fá að minnsta kosti 130 milljónir punda fyrir Norðmanninn. Hann hefur verið orðaður við öll stærstu félög Evrópu en Goal greinir frá því að alla vega eitt enskt félag hafi dregið sig úr kapphlaupinu um leikmanninn vegna launakrafna hans.
|
Jack Osbourne, sonur söngvarans Ozzy Osbourne, segist hafa flúið heimili sitt eftir að foreldrar hans tilkynntu honum að þau hyggðust senda hann í meðferð vegna áfengis - og fíkniefnavanda hans. Jack segist hafa verið að heiman í fjóra daga þar sem hann sletti ærlega úr klaufunum á ,, hótelherbergjum í slæmum félagsskap ". Hann snéri svo aftur heim þegar þrek hans var þrotið og fór í meðferðina sjálfviljugur. Jack Osborne er tvítugur en hann fór fyrst í meðferð vegna fíkniefnavanda sautján ára gamall. Hann varð þekktur á unglingsárum fyrir þátt sinn í raunveruleikasjónvarpsþættinum um Osbourne fjölskylduna sem sjónvarpsstöðin MTV framleiddi.
|
Martin Hermannsson átti mjög góðan leik, venju samkvæmt, fyrir lið sitt, Charleville, í frönsku B-deildinni í kvöld. Hann skoraði 23 stig og tók 5 fráköst í 63 - 88 tapi gegn Le Havre. Þetta var slæmt tap því Le Havre komst upp fyrir Charleville með sigrinum. Le Havre í fimmta sæti og Charleville þar á eftir. Haukur Helgi Pálsson og félagar í Rouen unnu lífsnauðsynlegan sigur, 74 - 63, á Aix-Maurienne. Haukur Helgi skilaði 6 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum í leiknum. Haukur Helgi og félagar hafa verið í mikilli botnbaráttu í vetur en eru nú í þrettánda sæti af átján liðum.
|
Í Rússlandi er sótt að þeim, sem gagnrýna stjórnvöld. Nýjasta dæmið er Minningar, sem settar voru á fót til að halda minningu fórnarlamba Stalíns til haga og berjast fyrir mannréttindum. Framtíð stofnunarinnar Minningar í Rússlandi er í hættu. Á fimmtudag greindi stofnunin frá því að saksóknarar hefðu gert kröfu um að stofnunin yrði leyst upp vegna kerfisbundinna brota á lögum landsins um " erlenda útsendara ". Á föstudag var síðan tilkynnt að saksóknaraembættið í Moskvu hefði krafist þess að Mannréttindamiðstöð Minninga yrði lokað vegna " endurtekinna " stjórnarskrárbrota og meintrar réttlætingar á " hryðjuverkum og öfgum ". Í Rússlandi er nú gengið hart fram gegn óháðum fjölmiðlum og þeim, sem leyfa sér að gagnrýna stjórnvöld. Með Sakarov í fararbroddi Baráttumenn fyrir mannréttindum stofnuðu Minningar árið 1987. Meðal þeirra var Andrei Sakarov, sem var virtur eðlisfræðingur og þekktur fyrir andóf sitt á Sovéttímanum. Vegna andófs síns var hann í innri útlegð í Sovétríkjunum eins og það var kallað og var ekki látinn laus úr henni fyrr en 1986 eftir að Míkhaíl Gorbatsjov komst til valda. Markmiðið með stofnun samtakanna var að varðveita hið sögulega minni um glæpi gegn almenningi í Rússlandi og standa vaktina gegn mannréttindabrotum. Þegar þau voru stofnuð var lögð áhersla á að skrásetja sögu fórnarlamba ofsókna á Sovéttímanum, einkum á valdatíma Jósefs Stalíns. Sú saga er viðkvæm fyrir rússneska valdhafa og hafa þeir verið tregir til að horfast í augu við hana. Samtökin hafa einnig rannsakað aftökur og mannrán í styrjöldunum tveimur sem háðar voru til að kveða tétenska aðskilnaðarsinna niður. Á þessu ári birtu Minningar í samvinnu við fleiri samtök og hópa skýrslu um þátt Moskvu í hernaðinum í Sýrlandi og skoruðu á Rússa að taka ábyrgð á mannréttindabrotum í því stríðshrjáða landi. Samtökin hafa iðulega verið orðuð við friðarverðlaun Nóbels, en aldrei hlotið þau. Minningar hafa lengi verið í sigti rússneskra stjórnvalda. Fréttir síðustu daga hafa vakið hörð mótmæli. Meira að segja rússneska forsetaréttarráðið, sem allajafna fylgir línunni frá Kreml, lýsti yfir því að krafan um að loka Minningu væri óréttlát og " samræmdist " ekki brotunum. Rússnesk stjórnvöld settu Mannréttindamiðstöð Minninga á skrá fyrir " erlenda útsendara " árið 2015. Ári síðar var alþjóðadeild mannréttindasamtakanna bætt við. Hugtakið " erlendir útsendarar " er hlaðið tengingum við svik og njósnir á tímum Sovétríkjanna. Með þessum merkimiða eru einstaklingar og samtök neydd til að gefa upp hvar sjóðir þeirra eru upprunnir og merkja alla útgáfu, þar á meðal tilkynningar á félagsmiðlum. Varðar sektum að gera það ekki. 420 pólitískir fangar Merkingin skal vera rituð með hástöfum og svohljóðandi : " Þessi skilaboð ( efni ) eru búin til og / eða dreift af erlendum fjömiðli sem gegnir hlutverki erlends útsendara og ( eða ) lögformlegum rússneskum aðila sem gegnir hlutverki erlends útsendara. " Minningar hafa hafnað ásökunum um að þau brjóti gegn lögunum og séu fullyrðingar um að þau réttlæti hryðjuverk og öfgar út í hött. Í október birtu Minningar lista yfir 420 pólitíska fanga í Rússlandi og gætu þeir verið fleiri. Við endalok Sovétríkjanna voru þeir 200. Birting slíkra upplýsinga á ugglaust sinn þátt í að nú er látið til skarar skríða gegn samtökunum. Einn pólitísku fanganna er Alexei Navalní, sem reynt var að myrða með taugaeitrinu novitsjok í fyrra. Hann fékk lækningu í Þýskalandi, en þegar hann var sneri aftur var hann handtekinn. Hann er nú í haldi í Fanganýlendu númer tvö, einu alræmdasta fangelsi landsins. Samtök hans hafa verið gerð útlæg fyrir öfgahyggju og samstarfsmenn hans flestir flæmdir úr landi. Í nýjasta tölublaði breska vikuritsins The Economist er Vladimír Pútín til umfjöllunar. Blaðið segir að nýtt kúgunarskeið sé runnið upp í Rússlandi. Í leiðara blaðsins er vitnað í Sakarov, sem sagði að kúgun heima fyrir leiddi óhjákvæmilega til óstöðugleika erlendis. Líf hans hafi borið því vitni. Gorbatsjov hafi verið síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, hann hafi opnað landið, leyst pólitíska fanga úr haldi og umborið málfrelsi. Það sé ekki tilviljun að Gorbatsjov hafi hafnað kúgun á sama tíma og kalda stríðið leið undir lok. Nú reyni hins vegar á kenningu Sakarovs á nýjan leik, en með öfugum formerkjum. Pólitískir fangar í Rússlandi séu nú helmingi fleiri en við lok Sovétríkjanna og dimmir tímar séu fram undan í samskiptum Rússlands við Vesturlönd. Fleiri í lögreglu og öryggissveitum en í hernum Þriðjungur af fjárlögum Rússlands rennur til öryggis - og varnarmála. Í The Economist kemur fram að drjúgur hluti þess fari inn á við til að kveða niður fólk, sem fengið hafi nóg af stjórnarháttum Pútíns og spillingu. Eftir því sem tekjur hafi fallið og óánægja vaxið hafi lögregla og hinar ýmsu öryggissveitir bólgnað út og hafi nú fleiri á sínum snærum en gegni virkri herþjónustu í rússneska hernum. Eins og segir í leiðara The Economist byggist málflutningur rússneska stjórnvalda á því að þau séu að reyna að verja fjölskyldugildi, menningu og sögu fyrir spilltu hugarfari og stjórnarháttum í vestrinu og enginn annar sé fær um það. Í þessu áróðursstríði stimplar Kreml síðan alla þá, sem leyfa sér að gagnrýna rússneska valdahafa, sem " erlenda útsendara " og spyrðir við hin úrkynjuðu Vesturlönd.
|
Lögin Mér við hlið, Til mín og Nótt voru kosin áfram í úrslit Söngvakeppninnar sem verða haldin 11. mars í Laugardalshöll. Fyrri undankeppnin fór fram í Háskólabíói í beinni útsendingu á Rúv í kvöld. Rúnar Eff Rúnarsson söng lagið Mér við hlið en hann samdi sjálfur lag og texta. Rakel Pálsdóttir og Arnar Jónsson fluttu lagið Til mín. Laga - og textahöfundur þess er Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Aron Hannes Emilsson söng lagið Nótt eftir Svein Rúnar Sigurðsson. Ágúst Ibsen samdi textann. Lögin þrjú komust áfram eftir símakosningu. Frétt mbl.is : Tístin um Söngvakeppnina hrúgast inn Emmjé Gauti í fótspor Páls Óskars Undankeppnin í kvöld heppnaðist vel og vakti meðal annars athygli flutningur rapparans Emmsjé Gauta á Eurovision-lagi Páls Óskars, Minn hinsti dans. Hér má lesa umfjöllun blaðamannsins Arnars Eggerts Thoroddsen um lögin sex sem kepptu í kvöld. Síðari undankeppnin verður haldin að viku liðinni og þá verður ljóst hvaða sex lög keppa til úrslita í Söngavakeppninni 11. mars.
|
Myndbandsupptaka sem ku sýna leikkonuna og ofurbombuna Angelinu Jolie að reykja og taka heróín í nefið hefur verið boðið til sölu. Á myndbandið að hafa verið tekið áður en Jolie varð fræg. Leikkonan hefur áður viðurkennt fíkniefnanotkun sína opinberlega. „ Ég hef notað kókaín, heróín, alsælu, LSD og eiginlega bara allt. Ég hata heróín því ég hef verið með það á heilanum. Ég er ekki ónæm fyrir því, en ég nota það alls ekki núna. “ var eitt sinn haft eftir Angelinu. Myndbandið, ef satt reynist, gæti skaðað feril hennar sem og hlutverk hennar sem sérstakan friðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna. Hafa ber í huga að fréttin er lögð fram af National Enquirer sem alræmt er fyrir að búa til sögur um fræga fólkið, og mottóið virðist oftast vera, því fáránlegra því betra. Heimildarmaður blaðsins heldur því semsagt fram að eigandi upptökunnar vilji fá rúmlega 5,1 milljón króna fyrir það.
|
Ólafur Ragnar Grímsson forseti var um helgina gestur Benedikts XVI. páfa í Páfagarði. Á þessum fundi afhenti Ólafur Ragnar styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur, sem mun hafa afrekað það að koma bæði til Vesturheims og Róms á tímum, sem ekki voru jafn auðveldir til ferðalaga og okkar dagar. Engum sögum segir af því hvernig Guðríður og Ólafur Ragnar fóru að því að ná áheyrn páfa, en heimsókn forsetans varð Víkverja tilefni til að athuga hvort hann gæti skroppið í heimsókn til hins aldurhnigna Þjóðverja, sem nú veitir katólsku kirkjunni forustu og leitaði upplýsinga á netinu. Víkverji átti reyndar ekki von á öðru en því að finna einhverjar klausur um að á Péturstorginu mætti stundum sjá páfann álengdar eða þá á ferðalögum þar sem hann vinkaði úr páfabílnum ( enska popemobile ). Návígið væri ekki ætlað hverjum sem er. Víkverji rak því upp stór augu þegar hann sá að félögum samtakanna " Forustuklúbbur forustuhótela heimsins " stæðu þau forréttindi til boða að hljóta áheyrn páfans. Víkverji hefur aldrei heyrt um þessi samtök og hefur hann þó þrælað sér í gegnum samsærissögur Dans Browns af stakri samviskusemi. Þetta hljóta því að vera mikil leynisamtök fyrst Brown hefur ekki heyrt af þeim. Félögum þessara dularfullu leynisamtaka er sem sagt boðið upp á tveggja daga ferð til Róms. Samkvæmt lýsingu er boðið upp á óviðjafnanlegar lystisemdir í ferðinni. Síðan segir : " Hápunktur þessarar heillandi ferðar í hina fornu og nútímalegu " eilífu borg " er fágæt einkaáheyrn, sem koma má á hjá Benedikt páfa XVI. á stað, sem ekki er opinn almenningi. " Ferðin öll kostar 7.950 evrur ( eða tæpar 1,3 milljónir króna ) fyrir tvo. Ekki fylgir hvað páfinn fær mikið í sinn hlut, né hvort aflátsbréf fylgir í kaupunum.
|
Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hvetja rússnesk stjórnvöld til þess að vinna með nýjum forseta Úkraínu en úkraínsk yfirvöld hafa náð yfirráðum á flugvellinum í Donetsk í Austur-Úkraínu á ný. Innanríkisráðherra Úkraínu, Arsen Avakov, segir að flugvöllurinn sé undir úkraínskum yfirráðum nú en að fjölmargir þeirra sem hertóku flugvöllinn hafi látist í bardögum. Aftur á móti hafi enginn hermaður látist. Borgarstjórinn í Donetsk segir að tveir óbreyttir borgarar hafi látist og 38 árásarmenn hafi látist þegar barist var um yfirráð yfir flugvellinum. Rúmlega 30 hafi særst í bardögunum.
|
WikiLeaks-samtökin hafa farið fram á að rannsókn verði gerð á því hvort dönsk yfirvöld hafi brotið lög þegar fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar ( FBI ) áttu fundi með Sigga hakkara á þremur stöðum í Danmörku. Fjallað er um málið á vef Politiken í gærkvöldi. Samkvæmt fréttinni voru fundirnir hluti af rannsókn FBI á starfsemi WikiLeaks og birtingu samtakanna á leynilegum gögnum bandarískra yfirvalda frá Afganistan og Írak. Politiken hefur eftir Sigurði Inga Þórðarsyni ( Sigga hakkara ) að hann hafi gefið fulltrúum FBI upplýsingar um WikiLeaks og að þeir hafi viljað fá upplýsingar um stofnanda WikiLeaks Julian Assange. Politiken ræðir við Kristin Hrafnsson, talsmann WikiLeaks, um málið og segir hann að fundir FBI og Sigurðar hafi verið ólöglegir. FBI hafi rætt við Sigurð á Íslandi en fulltrúum FBI hafi verið gert að yfirgefa landið af íslenskum stjórnvöldum. Fundunum hafi þá verið fram haldið í Danmörku. Líkt og fram hefur komið á mbl.is hefur lögmaður Sigurðar farið fram á að Assange beri vitni í héraðsdómi í máli gegn Sigurði en hann er ákærður fyrir fjársvik, þjófnað, eignaspjöll og skjalafals.
|
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur undanfarna sólarhringa borist nokkrar tilkynningar um hafís, en ísjakar hafa sést við Vestfirði nánar tiltekið frá norð-austanverðu Horni allt að minni Önundarfjarðar. Fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar að í morgun hafi verið haft samband við togara á svæðinu og áréttað að skipin létu stjórnstöð strax vita ef hafís sést á svæðinu. Þeir ísjakar sem skip hafa séð undanfarna daga undan Vestfjörðum hafa ekki komið fram á gervitungamyndum. Engu að síður geta þeir verið hættulegir skipum því einungis hluti af þeim er ofansjávar. Olíuskip sigldi í gegn um svæðið Á vef Landhelgisgæslunnar segir að það hafi vakið áhyggjur þegar fregnir bárust af siglingu olíuskipa um íslensku efnahagslögsöguna á leið sinni frá Rússlandi til Bandaríkjanna. Annað skipanna valdi að sigla vestur fyrir land í afleitu veðri en þar var hætta á hafís. Bæði skipin voru með óvenju stóran farm af hráolíu eða um 106.000 tonn hvort. Algengara er að um svæðið sigli skip með 50 til 60 þúsund tonn af hráolíu. Bæði skipin töldu sig ekki þurfa að tilkynna siglingu til vaktstöðvar en eftir að haft var samband við skipin sendu þau nauðsynlegar upplýsingar, að fram kemur á vef Landhelgisgæslunnar.
|
Skúli Magnússon, sitjandi héraðsdómari, er kominn í keppni við Svan Kristjánsson um óvenjulegar lögskýringar : Völd forseta felast meðal annars í því, segir Skúli, að hann getur sjálfur knúið fram þingrof, ef hann telur að sitjandi forsætisráðherra njóti ekki trausts eða valdi ekki starfi sínu af einhverjum ástæðum. Það gæti hann gert með því að skipa nýjan forsætisráðherra, sem myndi undirrita skipunarbréf sitt ásamt forseta. Nýr forsætisráðherra undirritar ávallt eigið skipunarbréf en ekki fráfarandi forsætisráðherra. Hinn nýi ráðherra gæti síðan rofið þing með tilstyrk forseta. En þótt stjórnskipunin heimili atburðarás af þessu tagi verður hún að mati Skúla heldur ólíkleg. Þing situr áfram eftir þingrof eftir stjórnarskrárbreytingarnar árið 1991 ólíkt því sem var fram að því. Þingið hefði því í hendi sér að samþykkja vantraust á þann forsætisráðherra sem forseti hefði kosið. Möguleikinn er hins vegar fyrir hendi samkvæmt stjórnskipuninni ef forsetinn telur sig þurfa að grípa inn í alvarlega stjórnmálakreppu. " H vað gengur mönnum til með að ýta undir ruglanda í þjóðfélag inu?
|
Mosfellsbær - Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar er nú með í sölu einbýlishús að Björtuhlíð 18 í Mosfellsbæ. Þetta er timburhús, byggt 1995 og á einni hæð. Innbyggður bílskúr er 31 ferm. en húsið sjálft er 144,2 ferm. , íbúðarhlutinn. " Þetta glæsilega hús er heilmikið fyrir augað, ef svo má segja, " sagði Björgvin Guðjónsson hjá Fasteignasölu Brynjólfs Jónssonar. " Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi, hita og fataskáp. Inn af forstofu er gestasnyrting með flísum á gólfi. Hol / alrými er með gegnheilu parketi á gólfi og sömuleiðis björt stofa. Parketið er lagt í " fiskabein " og í stofunni er arinn og gluggar sem snúa í þrjár áttir. Gengið er út frá stofu út á verönd og þaðan út í glæsilegan garð. Hátt er til lofts og loftið klætt með loftklæðningu og svo er einnig í eldhúsi, sem er með dúk á gólfi, fallegri innréttingu, stórum gluggum og borðkrók. Svefnherbergisgangur er með gegnheilu parketi á gólfi, en þar eru þrjú herbergi með dúkflísum á gólfi og skápum. Hjónaherbergið er og með dúkflísum og góðum skápum. Glæsilegt baðherbergið er með flísum á gólfi og hita þar í, flísadúk á veggjum, baðkari, sturtuklefa og innréttingu. Þvottahús er með dúk á gólfi, vinnuborði og hillum. Frá þvottahúsi er innangengt í góðan bílskúr með millilofti, rafmagni, hita og vatni. Þetta er eign í sérflokki. Ásett verð er 22,5 millj. kr. "
|
Ríkisendurskoðandi, Sveinn Arason, telur hörð viðbrögð Ríkislögreglustjóra ósanngjörn. Í kjölfar úttekta Ríkisendurskoðunar á innkaupum Ríkislögreglustjóra hafa samskipti stofnananna orðið opinber og hefur embætti Ríkislögreglustjóra gagnrýnt ríkisendurskoðanda harkalega. „ Yfirleitt á Ríkisendurskoðun í ágætum samskiptum við þá aðila sem hún endurskoðar og þeir bregðast vel við gagnrýni okkar. Það getur þó kastast í kekki eins og nýleg dæmi sýna. Samskipti Ríkisendurskoðunar og ríkislögreglustjóra hafa verið stirð í kjölfar athugasemda Ríkisendurskoðunar við framkvæmd innkaupa hjá embættinu. Við teljum að hörð viðbrögð embættisins hafi verið ósanngjörn en afgreiðsla þessa máls nú er í eðlilegum farvegi. “ Viðtal við Svein Arason, ríkisendurskoðanda, má lesa í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.
|
Farvegir jökuláa á Skeiðarársandi breyttust talsvert í stífri austanátt í síðasta mánuði. Þekkt er að rennsli í jökulám sveiflast með hitastigi og úrkomu. Loftmyndir teknar 23. og 26. september sl. sýna að við ákveðnar vindáttir geta ár borist á nýjar brautir. Hinn 23. september var hægur breytilegur vindur sunnanundir Vatnajökli. Síðdegis 25. september var komin stíf austanátt sem hélst fram á næsta dag. Þegar myndin hér til hægri að ofan er tekin, skömmu eftir hádegið þann dag, 26. september, er vindhraðinn 15 - 16 m / sek. og áin komin í annan farveg. Myndirnar með fréttinni sýna hvernig neðsti hluti Virkis - og Skaftafellsáa sveigist til vesturs, sem og Skeiðarár aðeins vestar, en hún er reyndar varla sýnileg á myndinni til vinstri. Vestan til á Skeiðarársandi er Gígjukvísl og enn vestar Djúpá og Hverfisfljót. Gígjukvísl er, segja starfsmenn Landmælinga Íslands, væntanlega svo vatnsmikil að vindur hefur ekki áhrif. Hins vegar hafi mikið fokið úr Djúpá í Hverfisfljót.
|
Samkvæmt heimildum Sky Sports ætlar Manchester City sér að fylgja kaupunum á Raheem Sterling eftir með 40 milljón punda tilboð í Belgann Kevin De Bruyne sem leikur fyrir Wolfsburg í Þýskalandi. De Bruyne gekk til liðs við Wolfsburg eftir að hafa fengið fá tækifæri hjá Chelsea. Hann hefur blómstrað í Þýskalandi, skoraði 10 mörk og var með 21 stoðsendingu fyrir Wolfsburg á síðasta tímabili og var valinn leikmaður ársins í þýsku 1. deildinni í ár.
|
Cardrona-skíðasvæðið er það vinsælasta á Nýja-Sjálandi og trekkir að skíðafólk á öllum stigum íþróttarinnar. Svæðið er rétt hjá Queenstown og Wanaka og því stutt á vetrarleikvöll Nýsjálendinga þaðan. Þar er hægt að skíða frá júní og fram í október en þá er vetur á Nýja-Sjálandi og besta skíðatímabilið. Cardrona býður upp á eitthvað við allra hæfi ; alls kyns brekkur og brettagarða, auk ótroðinna leiða. Á haustin og veturna er hægt að njóta dásamlegrar náttúrufegurðar en við bæinn Wanaka má finna fallegt stöðuvatn. Þarna er líka tilvalið að stunda annars konar útivist á öðrum tímum ársins en svæðið býður upp á margar fallegar gönguleiðir.
|
FRAMHALDSMYNDIR eru jafn órjúfanlegur hluti kvikmyndamenningarinnar og popp og kók. Vel heppnuð eða vinsæl mynd kallar á framhald og svo jafnvel meira framhald ef vel gengur. Sitt sýnist hverjum um þessa þróun mála en það er engu að síður staðreynd að framhaldsmyndir skjóta fyrirrennurum sínum oftar en ekki ref fyrir rass hvað gæði varðar, þótt það sé alls ekki reglan. Hvort gamanmyndin Taxi 4 reynist betri en fyrirrennararnir kemur í ljós í kvikmyndahúsum hér á landi í dag þegar myndin verður frumsýnd í Háskólabíói og Regnboganum. Taxi 4 er fjórða myndin um félagana leigubílstjórann Daniel og lögreglumanninn Émilien. Að þessu sinni tekst Émilien að koma sér í klandur með því að láta hættulegan glæpamann, sem honum var falið að fylgjast með, sleppa. Hefst þá eltingaleikur þar sem Émilien fær hjálp hjá leigubílstjóranum Daniel við að bruna um götur bæjarins. Leikstjóri myndarinnar er Gérard Krawczyk en handritshöfundinn þekkja trúlega fleiri. Hann nefnist Luc Besson og á einnig heiðurinn af handritum fyrri Taxa-myndanna þriggja.
|
Kanadísk unglingsstúlka lenti heldur betur í lukkupottinum er hún keypti fyrsta skafmiðann sinn til að fagna 18 ára afmæli sínu. Stúlkan Charlie Lagarde, sem er frá Quebec, keypti skafmiðann með kampavínsflösku til að fagna afmæli sínu. Charlie fékk vinningsmiða í afmælisgjöf og vinningurinn var ekki af verri endanum, að sögn BBC. Bauðst Charlie að velja á milli þess að fá greidda eingreiðslu upp á eina milljón Kanadadollara, sem er að andvirði um 77 milljónir íslenskra króna, eða fá 1.000 dollara greidda út vikulega ævina á enda. Eftir að hafa rætt málið við fjármálaráðgjafa ákvað Charlie að velja frekar vikulegar greiðslur þar sem sú upphæð er ekki skattskyld. „ Það þarf ekki að greiða af henni skatt og þannig jafngildir þetta árslaunum upp á rúmlega 100.000 Kanadadollara ( um 7,6 milljónir kr. ) sem er gott veganesti út í lífið fyrir þessa ungu konu, “ sagði Patrice Lavoie, talsmaður kanadísku happadrættis samsteypunnar í viðtali við kanadíska fjölmiðla. „ Þetta var fyrsti happadrættismiðinn sem hún keypt og hún lenti á vinningsmiða. “ Charlie sjálf kveðst ætla að nota verðlaunaféð til að ferðast um heiminn og mennta sig. „ Mig langar að læra ljósmyndun. Einn af draumum mínum er að starfa fyrir National Geographic, “ sagði hún í samtali við Loto Quebec.
|
Milljónir kvenna og barna sem flýja stríðsátök enda í flóttamannabúðum þar sem kynferðisleg misnotkun er útbreidd og stundum af hendi hjálparstarfsmanna, að því er segir í skýrslu sem unnin var fyrir Bandaríkjaþing. Rannsóknararmur þingsins gaf út skýrsluna og í henni segir að Sameinuðu þjóðirnar hafi ekki gert nægilega mikið til að fylla í stöður og þjálfa hjálparstarfsmenn. Konur og börn eru um 80% af flóttamönnum um heim allan er talið er að þeir séu alls 12 milljónir manna. Í skýrslunni segir að kynferðisleg misnotkun á konum og telpum viðgangist í nánast öllum flóttamannabúðum. Demókratinn og öldungadeildarþingmaðurinn Joseph Biden sem fór fram á að skýrslan yrði unninn, hefur farið fram á að 90 milljónum dala, eða 6,4 milljörðum króna, verði varið á næstu tveimur árum til að auka öryggi í flóttamannabúðum og þjálfa hjálparstarfsmenn. " Konur og börn um heim allan þjást vegna stríðs og náttúruhamfara, " sagði Biden þegar hann greindi frá skýrslunni í dag. " Þau neyðast til að flýja heimili sín vegna þess að lífi þeirra og barna þeirra er ógnað, og koma loks til flóttamannabúða þar sem í stað þess að njóta verndar, er þeim misþyrmt og stundum nauðgað, " sagði Biden.
|
Sjö verktakar buðu í byggingu nýs Kársnesskóla en lægsta tilboðið hljóðar upp á 3,2 milljarða króna. Ríkiskaup hafa birt lista yfir þá sjö verktaka sem buðu í byggingu nýs Kárnesskóla við Skólagerði í Kópavogi. Ítalski verktakinn Rizzani de Eccher bauð lægst í verkefnið eða um rúma 3,2 milljarða króna. Kostnaðaráætlun Kópavogsbæjar er 3.657 milljónir króna en útboðið er það stærsta sem sveitarfélagið hefur ráðist í. Í útboðsauglýsingu Kársnesskóla segir að verkinu skuli skilað fullbúnu fyrir 15. mái 2023. Byggja eigi sambyggðan leik - og grunnskóla fyrir um 400 leik - og grunnskólanemendur á einni til þremur hæðum, samtals 5750 fermetra. Meira en tvö ár eru liðin síðan gamla bygging Kárnesskóla var rifin vegna raka og myglu. Ástandið var metið svo slæmt að hagkvæmara þótti að byggja nýjan skóla en að ráðast í endurbætur, að því er segir í frétt mbl.is. Gámahúsum var komið fyrir á lóð skólans við Vallagerði til að hýsa nemendur þar til nýja skólabyggingin rís. Eftirfarandi er listi yfir bjóðendur og tilboð þeirra ( með vsk. ) : 3.200.153.376 kr. - Rizzani de Eccher S.p.A. 3.238.854.220 kr. - Ístak hf. 3.519.014.085 kr. - ÞG verktakar 3.583.163.276 kr. - Íslenskir aðalverktakar hf. 3.632.187.536 kr. - Framkvæmdafélagið Arnarhvoll 3.795.362.779 kr. – Flotgólf ehf. 5.598.330.621 kr. – Eykt Mat tilboða er enn í gangi en fram kemur að endanlegt val getur ráðist af fleiri valforsendum en heildartilboðsfjárhæð.
|
Atvinnuleysi er fór upp í 8,3% í júlí samkvæmt nýjum tölum frá atvinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna, en störfum hefur eftir sem áður fjölgað um 163 þúsund milli mánaða. Eru þetta umskipti eftir að störfum fækkaði þrjá mánuði í röð, en engu að síður ekki nægjanlega mikil aukning til að vinna gegn atvinnuleysinu sem fór upp um 0,1%. Þeir geirar þar sem störfum hefur fjölgað mest eru þjónustugeirinn, framleiðsluiðnaður og matar - og drykkjariðnaður. Hagfræðingar sem féttaveita Dow Jones hafði rætt við spáðu um 100 þúsund nýjum störfum, svo tölurnar eru nokkuð yfir væntingum. Engu að síður er ekki ólíklegt að þetta komi illa niður á Barack Obama Bandaríkjaforseta, sem hefur unnið hörðum höndum að því að fjölga störfum og ná niður atvinnuleysi fyrir komandi kosningar. Líklegt er að repúblikanar muni túlka þessa niðurstöðu sem aukinn vanda, meðan demókratar segi að þetta séu umskipti til betri vegar og upphaf þess sem koma skal.
|
Það var var í lok febrúar árið 2005 sem lögreglumenn knúðu dyra heima hjá Kerri Rawson. Þetta voru menn frá bandarísku alríkislögreglunni FBI. Þeir voru komnir til að ræða við Kerri og tilkynna henni að faðir hennar hefði verið handtekinn, grunaður um að vera einn þekktasti raðmorðingi síðari tíma. Kerri hefur ekki rætt þetta mikið fram að þessu en í nýju viðtali við ABC News skýrir hún frá þessu. Faðir hennar, Dennis Rader, var handtekinn skömmu áður en lögreglumennirnir komu heim til Kerri. Hann er þekktur sem BTK-raðmorðinginn og var ákærður fyrir 10 morð en hugsanlega myrti hann fleiri. Skammstöfunin BTK stendur fyrir „ Bind, torture, kill “ ( binda, pynta, drepa ) og lýsir örlögum fórnarlamba hans. Það tók lögregluna 31 ár og rúmlega 100.000 klukkustunda rannsóknarvinnu að hafa hendur í hári Rader. Málið vakti mikla athygli í Bandaríkjunum vegna þess hversu langan tíma það tók lögregluna að leysa það og þeirrar miklu vinnu sem var lögð í rannsókn þess. „ Þetta var venjulegur dagur. Ég svaf frameftir. Maðurinn frá FBI spurði mig hvort ég vissi hver BTK væri. Ég spurði : „ Ertu að tala um manninn sem er eftirlýstur fyrir mörg morð í Kansas? “ “ Svona lýsir Kerri fyrsta fundi hennar með FBI. Það sem lögreglumaðurinn sagði næst sló hana algjörlega út af laginu. „ Faðir þinn hefur verið handtekinn, grunaður um morðin. “ Lifði í lygi Kerri lýsir því í viðtalinu hvernig hún taldi föður sinn vera venjulegan fjölskyldumann fyrstu 26 ár ævi sinnar. Hann gat verið viðskotaillur á stundum en elskaði hana. Hann var í forystusveit kirkju, var skátaleiðtogi og uppgjafarhermaður. Fjölskyldan lifði rólegu lífi, átti hund og börnin höfðu trjákofa í garðinum. „ Ég varð að styðja mig við vegginn. Herbergið snerist fyrir augum mínum. Ég var við að líða út af. Lögreglumaðurinn spurði um föður minn og ég reyndi næstum að finna fjarvistarsönnun fyrir hann. Pabbi minn er bara góður maður. “ Segir hún og bætir við : „ Það var eins og ég hefði lifað í lygi. “ Hún átti erfitt með að sætta sig við faðir hennar, sem hún var svo ánægð með, væri einnig raðmorðingi. Hann myrti eitt fórnarlamba sína þegar móðir Kerri var gengin þrjá mánuði með hana. Hún man sjálf eftir fjölmiðlaumfjöllun um nokkur málanna. Rader, sem er nú 73 ára, var dæmdur í tífalt lífstíðarfangelsi. Hann getur sótt um reynslulausn árið 2180 en væntanlega endist honum ekki aldur til þess. Hann játaði morðin við réttarhöldin sem fóru fram 2005. Fyrsta morðið framdi hann 1974 þegar hann myrti Joseph og Julie Otero og tvö af fimm börnum þeirra. Síðar þetta sama ár myrti hann konu og tvær 1977. Síðasta morðið framdi hann 1991. Fyrir dómi sagði Rader að hann hefði myrt fólkið til að fullnægja kynferðislegum draumum sínum. Morðin og morðvettvangarnir voru yfirleitt um margt sérstakir. Rander skar símasnúrurnar heima hjá fórnarlömbunum yfirleitt í sundur áður en hann myrti þau. Hann setti sig oft í samband við lögregluna og fjölmiðla með því að senda þeim bréf. Þrátt fyrir að síðasta morðið hafi hann framið 1991 sendi hann lögreglunni bréf 2004. Það var einmitt það sem varð honum að falli og leiddi til handtöku hans. „ Þú verður að vera við stjórnvölinn, hann færðu með því að binda fólkið. Það var stór hluti af þessu fyrir mig. Kynferðislegir draumar mínir eru að ef ég ætla að drepa eða gera fórnarlömbunum eitthvað verða þau að vera bundin. Í draumum mínum var ég með svona pyntingarklefa. Til að láta kynferðislega drauma rætast verður þú að drepa. “ Sagði Rander í Dateline á NBC. Þar sagði hann einnig að hann hafi undirritað bréfin til lögreglunnar og fjölmiðla með ýmsum hætti, þar á meðal Poetic Strangler, the Wichita Strangler og BTK Strangler. Hann sagðist einnig telja að hann væri andsetinn. „ Ég finn ekki aðrar skýringar. Ég get ekki stoppað þetta. Þeir stjórna mér. “ bandaríkinBTKDennis RaderKansasKerri Rawsonraðmorðingi
|
Fjölnir 2 - 0 Víkingur Ó. 1 - 0 Illugi Þór Gunnarsson ( ' 58 ) 2 - 0 Guðmundur Karl Guðmundsson ( ' 86 ) Fjölnir lagði Víking Ólafsvík 2 - 0 í síðari leik kvöldsins í fyrstu deild karla. Illugi Þór Gunnarsson skoraði fyrra mark leiksins með laglegu skoti á lofti eftir hornspyrnu á 58. mínútu áður en Guðmundur Karl Guðmundsson bætti öðru marki við í lokin. Fjölnismenn eru eftir leikinn með fullt hús stiga eftir tvær umferðir en Ólafsvíkingar eru ennþá án stiga. Nánar verður fjallað um leikinn á Fótbolta.net síðar í kvöld.
|
80 ÁRA afmæli. Í dag, 11. febrúar, er áttræð Bryndís Bjarnason, Lautasmára 5, Kópavogi. Af því tilefni bjóða hún og börn hennar vinum og vandamönnum upp á kaffi og kleinur í Sjálfsbjargarsalnum, Hátúni 12, í Reykjavík á afmælisdaginn á milli kl. 15 og 17.
|
Afkoma Seltjarnarnesbæjar var jákvæð um 229 milljónir á síðastliðnu ári. Þetta kemur fram í ársreikningi Seltjarnarness fyrir árið 2012, sem var samþykktur á fundi bæjarstjórnar 8. maí. Seltjarnarnesbær lækkaði útsvar 1. janúar 2013 og er nú álagningarprósentan 13,66%. Í ársreikningum kemur m.a. fram að langtímaskuldir bæjarins eru 263 milljónir króna, samkvæmt fréttatilkynningu sem sveitarfélagið hefur sent á fjölmiðla.
|
Sniglarnir, Bifhjólasamtök lýðveldisins, ætla að afhenda Torfa Lárusi Karlssyni, sjö ára dreng sem liggur á Barnaspítala Hringsins, peningagjöf nú klukkan fimm. Torfi Lárus er með sogæða - og bláæðasjúkdóm og er á leið til Bandaríkjanna til læknismeðferðar. Peningagjöfin er afrakstur jólaballs Sniglanna en þeir styrkja árlega heimilið að Geldingalæk, þar sem eru börn sem minna mega sín, en tæpur helmingur fjárhæðarinnar sem safnaðist nú rennur til Torfa Lárusar Karlssonar. Auk peninganna fær hann leikfangagjöf frá Sniglunum.
|
Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í vörn CSKA Moskvu þegar liðið tapaði 0 : 1 á heimavelli gegn Wolfsberger frá Austurríki í Evrópudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður á 76. mínútu. Tapið þýðir að CSKA Moskva á ekki lengur möguleika á að komast upp úr K-riðli keppninnar. Liðið vermir botnsæti riðilsins með aðeins 3 stig í fimm leikjum.
|
Patrick Vieira sagði í dag að Thierry Henry sé betri en Ronaldo í kjölfar þess að Ronaldo gaf í skyn að hann vildi ganga til liðs við Arsenal. Ronaldo sagði í morgun að hann myndi íhuga að ganga til liðs við Arsenal eftir að hafa lent undir ámæli frá stjóra Real. En Vieira sagði þetta nú seinnipartinn : ,, Við erum með Thierry Henry og eins og stendur er hann betri en Ronaldo. Thierry er frábær fyrir okkur svo við þurfum engan annan. ' '
|
Guðjón Þórðarson getur verið ánægður með lánsmanninn Daniel Nardiello sem hann fékk frá Manchester United í dag því það tók leikmanninn aðeins 12 mínútur að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið í 3 - 0 sigri á Blackpool í kvöld. Sigurinn var fyrsti deildarsigur félagsins á heimavelli síðan um miðjan nóvember og því má alveg búast við að nammipokinn hafi verið á lofti hjá Gauja. Mark Stallard bætti öðru við á 53. mínútu og Nardiello var svo aftur á ferðinni á 61. mínútu og skoraði þriðja mark leiksins, hans annað. Á 69. mínútu var maður dagsins, Nardiello svo tekinn af leikvelli, strax orðinn goðsögn á meðal stuðningsmanna félagsins og nammipokinn beið eftir honum á hliðarlínunni en að vísu má leiða líkum að því að eitthvað hafi verið lítið í honum enda þrjú mörk búin að koma í leiknum. '
|
Víða í Evrópu, meira að segja á Norðurlöndum, hafa þröngsýnir og öfgafullir stjórnmálaflokkar sem ala á útlendingaótta náð fótfestu undanfarið. Í þeim löndum þar sem öfl af þessum toga hafa náð völdum hafa einræðistilburðir í stjórnarháttum fylgt í kjölfarið. Lýðræðið, víðsýnin, manneskjulegt samfélag byggt á mannréttindum og samhygð á undir högg að sækja. Baráttan um opið, frjálst samfélag á sér stað í Evrópu og víðar og hún mun eiga sér stað í sívaxandi mæli á Íslandi. Við í þingflokki Bjartrar framtíðar teljum mikilvægt að vekja athygli á þessu. Við spáum því að í alþingiskosningum að ári muni öfgafull öfl af þessu tagi gera sig gildandi hér á landi, í nýjum og gömlum flokkum. Grunngildi eins og þau, að heilbrigt samfélag eigi að rétta fólki í neyð - eins og flóttafólki - hjálparhönd, að ákvarðanir skulu teknar lýðræðislega á grunni upplýsinga, að hleypidómar og hræðsluáróður ráði ekki ferðinni, að við eigum að bera ábyrgð í samfélagi þjóðanna, í sameiginlegri viðureign þeirra við stríðsógnir og umhverfisvá, - öll þessi gildi eru í hættu. Þau eru ekki sjálfsögð. Að þeim er vegið af óbilgirni, bæði austan og vestan Atlantsála. Gegn þessu þarf að berjast af staðfestu. Hin góðu gildi þarf að verja, annars grefst undan þeim. Höfum þess vegna eitt alveg á kristaltæru : Björt framtíð mun ætíð berjast af staðfestu gegn fordómum, hræðsluáróðri, útlendingaótta, mannvonsku, forheimsku, einræðistilburðum og óábyrgri þjóðernispopúlistapólitík. Til þess vorum við stofnuð. Við vildum að þið vissuð þetta. Annars erum við góð.
|
Óvissa hefur verið um hríð varðandi áform Óla Björns Kárasonar alþingismanns um framboð í haust. Óli Björn er sagður þreyttur á áhrifaleysi sínu innan Sjálfstæðisflokksins en hann er einn þeirra miðaldra karla sem ekki hafa fengið ráðherrastól þrátt fyrir einlægan vilja til þess. Hermt var að Óli Björn vildi jafnvel færa sig frá Reykjaneskjördæmi, þar sem hann dinglar fjarri forystusæti, og gefa kost á sér í oddvitaskarð Kristjáns Þórs Júlíussonar í Norðausturkjördæmi þar sem kona hans á rætur. Óli Björn þykir vera djúphugsandi hægripólitíkus en á að baki afar sársaukafulla sögu í viðskiptum. Nú hefur hann tekið af skarið og óskar eftir 2. sæti í Kraganum þar sem hin vinsæla Bryndís Haraldsdóttir er við fótskör Bjarna Benediktssonar formanns og leiðtoga kjördæmisins. Óljóst er hvaða fylgi Óli Björn hefur til áframhaldandi þingmennsku …
|
' ½ Leikstjóri : Frank Oz. Handrit : Steve Martin. Aðalhlutverk : Steve Martin, Eddie Murphy og Heather Graham. Bandaríkin 1999. Sam-myndbönd. Öllum leyfð. ' ÞEGAR tveir af bestu grínleikurum hvíta tjaldsins leiða saman hesta sína gerir maður kröfur. Kannski fullmiklar og óraunhæfar. Það er nefnilega ekki hægt að búast við tvöfalt meira gríni þótt leiði saman hesta sína tveir góðir grínarar. Það er eins og að halda að tvöfaldur hamborgari sé eitthvað betri á bragðið en einfaldur. Maður bjóst nú samt ekki við að þessir óvæntu bólfélagar myndu leika saman. Báðir eru þeir vanir að vera aðalnúmerið og fá alla bestu brandarana en nú verða þeir að skipta þeim bróðurlega á milli sín sem gerir þeim alls engan greiða. Það hallar þó heldur á Martin karlinn sem virðist þreyttari með hverri myndinni, sem er synd og skömm. Murphy á hinsvegar fína spretti og heldur í manni trúnni um að nú þurfi hann bara almennilega fyndið handrit í hendurnar til þess að verða á ný sú risastjarna sem hann var. Aðalhúmor myndarinnar liggur þó í nokkrum ansi fyndnum skotum á Hollywood-iðnaðinn og á Martin greyið skilið litla rós í hnappagatið fyrir það. Skarphéðinn Guðmundsson
|
Zlatan Ibrahimovic sýndi enn og aftur hversu magnaður knattspyrnumaður hann er þegar hann skaut Svíþjóð á EM 2016 í kvöld. Zlatan skoraði bæði mörk Svía í 2 - 2 jafntefli gegn Danmörku og vann Svíþjóð því samanlagðan 4 - 3 sigur. Framherjinn öflugi skoraði einnig í 2 - 1 sigri Svía í Stokkhólmi. Zlatan er ekki einungis góður knattspyrnumaður heldur er hann einstaklega orðheppinn. Hann hafði áður gefið í skyn að hann myndi leggja landsliðsskóna á hilluna eftir leikina gegn Danmörku ef Svíþjóð færi ekki á EM. Danir voru fljótir að gera sér mat úr þeim ummælum og sögðu að leikirnir gegn sér yrðu þeir síðustu sem Zlatan klæddist í sænsku landsliðstreyjunni. Nú er ljóst að svo er ekki og framherjinn stráði salti í sárin. „ Danir sögðust ætla að leggja skóna mína á hilluna. Ég lagði skó allrar þjóðar þeirra á hilluna, " sagði kokhraustur Zlatan í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. Hér að neðan má sjá Zlatan láta þessi ummæli frá sér í beinni útsendingu, á sænsku vitanlega. Zlatan säger om det är efter att vi krossat danskjävlarna : pic.twitter.com / bWYcJybry 5 - Lajkat ( @lajkatse ) November 17, 2015
|
Fjarskiptarisinn Ericsson hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Oz fyrir 13,1 milljón dollara, eða tæplega 1 milljarð íslenskra króna, og var samningur þar að lútandi undirritaður á Kjarvalsstöðum í morgun. Fjárfestingin, sem er stærsta fjárfesting erlends aðila í íslensku hugbúnaðarfyrirtæki til þessa, er gerð í framhaldi af vel heppnuðu samstarfi fyrirtækjanna. Um er að ræða hlutafjáraukningu en Oz er eftir sem áður í meirihlutaeigu íslenskra aðila. Í fréttatilkynningu frá Oz kemur fram að síðastliðið sumar hafi tekist samningar með Oz og Ericsson um að þróa í sameiningu næstu kynslóð af samskiptahugbúnaði sem brúar bilið á milli hefðbundinna símkerfa, farsímakerfa og Netsins. Fyrsta afurð samstarfsins, iPulse-samskiptahugbúnaðurinn, var kynntur í síðasta mánuði og hefur þegar vakið mikla athygli meðal símafyrirtækja. Ljóst er að fjárfestingin mun stórefla alla starfsemi Oz og tryggja fjárhagsstöðu félagsins næstu árin. Bæði Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Herman af Trolle, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, voru viðstaddir undirritun samstarfssamnings Oz og Ericsson á Kjarvalsstöðum í morgun.
|
Marcelo Lippi knattspyrnustjóri Juvenus fer frá liðinu eftir leiktímabilið. Ítalíumeistararnir skýrðu frá þessu í dag en Lippi á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Reyndar hafði Lippi þegar sagt að hann ætlaði að hætta og nú hefur Juventus semsagt staðfest það. Talsmaður félagsins sagði að þeir hefðu ekki enn ráðið eftirmann Lippi sem stjórnaði liðinu til ' Scudetti ' Ítalíumeistara, tvö ár í röð eftir að hann kom frá Inter árið 2001. ' Þetta hefur verið frábært, en ég held að það sé kominn tími á að ég víki úr starfi' sagði Lippi. Að lokum viljum við vitna í skemmtilegt gullkorn frá Hemma Gunn sem hann sagði um þennan litríka þjálfara : ' Og Marcelo Lippi kveikir sér í vindli og ber greinilega ENGA virðingu fyrir reyklausa deginum hér á Íslandi! '
|
Paul McGinley fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum í golfi hefur beðið Sir Alex Ferguson fyrrverandi knattspyrnustjóra Manchester United að flytja hvatningarræðu fyrir sína menn fyrir viðureignina gegn Bandaríkjamönnum sem fram fer um næstu helgi. " Við höfum hist nokkrum sinnum á síðustu mánuðum en ég hitti hann fyrst fyrir 15 árum, " sagði McGinley við fréttamenn en hann heldur með liði West Ham í enska fótboltanum. " Ég veit að Ferguson er spenntur fyrir þessu. Hann er mikill aðdáandi golfs eins og við vitum. Hann þekkir Rory McIlroy mjög vel auðvitað þar sem Rory er mikill stuðningsmaður Manchester United, " sagði McGinley.
|
Verkalýðsfélögin fara mikinn og tala um auðvaldið á Íslandi sem einhvers konar neikvætt afl. Verkalýðsforustan þarf að gera sér grein fyrir því að auðvald er hjá þeim, það er þeim sem hafa auðinn, og hverjir eru það? Jú, það eru hið opinbera, bankar, lífeyrissjóðir og verkalýðsfélögin, ekki satt? Þarna eru völdin yfir auðnum í þjóðfélaginu og því sannkallað auðvald. Því er það hjákátlegt að heyra forustumenn verkalýðsins tala niður til auðvaldsins, því þeir eru þá að tala sjálfa sig niður. Meira um verkalýðsfélögin, sem sitja á stórum sjóðum og stýra sínum málum og skoðunum í ljósi auðvaldsins og þurfa nú að fara að hugsa sinn gang. Þessir aðilar eru alltaf að tala um jöfnuð og sanngirni og að deila jafnt. Ekki ganga verkalýðsfélögin fram með góðu fordæmi því þau mismuna félögum sínum allverulega í innheimtu á svokölluðum félagsgjöldum. Þau innheimta ákveðið hlutfall af heildarlaunum félagsmanna og finnst það sanngjarnt. Ef málið er betur skoðað þá er þetta í raun innheimt eins og tekjuskattur en ekki félagsgjald. Þess vegna eykst hagur félaganna við hverja launahækkun í landinu. Ekki mikill jöfnuður í þessu. Þá er lýðræðið og jöfnuðurinn í stéttarfélögum ekki upp á marga fiska, því að það að það skuli vera hægt að kjósa formann með örfáum félagsmönnum er engan veginn sanngjarnt. Það ætti að vera í lögum að það þurfi meirihluta skráðra félagsmanna til að kjósa formann stéttarfélags. Enn meira lýðræði væri að það þyrfti meirihluta skráðra félagsmanna í viðkomandi stéttarfélagi til að samþykkja verkfall og þá líka nýja kjarasamninga. Þeir félagsmenn í verkalýðsfélögum sem ekki nota rétt sinn til að kjósa t.d. formann, eða kjósa í kosningum um verkföll eða nýja kjarasamninga, ættu að segja sig úr sínu stéttarfélagi og vera utan félags, það er nú einu sinni félagafrelsi á Íslandi. Og að vera ekki í stéttarfélagi myndi auka ráðstöfunartekjur viðkomandi. Allir geta gert sjálfstæða ráðningarsamninga í dag, sérstaklega þegar jafnlaunakerfi er komið í öll fyrirtæki. Gangi ykkur vel með að hugleiða þetta. Höfundur er viðskiptafræðingur.
|
Þægindi, geymslurými, sniðugar lausnir, gæðaefni, gott pláss og útsýni einkenna Volvo YCC sem níu konur hönnuðu. Steingerður Ólafsdóttir prófaði að setjast undir stýri. Volvo YCC hefur nú verið á sýningarferð um heiminn í á annað ár. Kvennahópurinn sem hannaði bílinn hlýtur hönnunarverðlaun Torsten og Wanja Söderberg í ár, en um er að ræða virtustu hönnunarverðlaun Svíþjóðar. Íslendingurinn Sigurður Gústafsson arkitekt hlaut þessi verðlaun árið 2003 og Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur var einn af þeim sem hlutu þau árið 1999. " Neytendur hafa vald til að breyta, " segir Eva-Lisa Andersson, verkefnisstjóri Volvo YCC ( Your Concept Car ) en bíllinn er hannaður með þarfir neytenda í huga og gengu hönnuðirnir eins langt og þær vildu því allt er leyfilegt í hugmyndahönnun. Bíllinn kemur reyndar aldrei á markað en hönnuðirnir vonast til þess að ýmsir eiginleikar hans rati í bíla í framtíðinni, en til þess þurfa neytendur að láta vita hvað þeir vilja. Vá, hugsar maður með sér þegar sest er inn í bílinn og vonar svo sannarlega að eiginleikarnir eigi eftir að rata í aðra bíla sem hæfa kaupgetu almennings. Viður, leður, ull, ál og plast eru meðal efna sem notuð eru í innréttingu, gólf, mottur, sæti og áklæði og ekkert er hefðbundið. " Við höfðum þrennt í huga þegar efni voru valin í innra rýmið : Skandinavískt, stofuna heima hjá manni og að auðvelt væri að skipta út efnum, segir Maria Uggla sem hafði umsjón með efnisvali. Bíllinn hefur verið á sýningarferð um heiminn í á annað ár. Hann er nú til sýnis í Röhsska hönnunarsafninu í Gautaborg, stendur þar gljáandi á miðju gólfi og allt í kring eru teikningar og brot úr hönnunarsögu þessa bíls sem ekki stendur til að setja í almenna framleiðslu, heldur er bara ein frumgerð sem bílaframleiðendur geta vissulega tekið sér til fyrirmyndar. Það var nú ekki alveg á hreinu hvort blaðamennirnir fengju að prófa að sitja í þessum sérhannaða bíl þar sem hugsað er fyrir öllum smáatriðum. Bíllinn verður til sýnis fyrir almenning fram í janúar og þarf að þola það hnjask eins og textílhönnuðurinn Maria Uggla benti á. Henni er auðvitað annt um áklæðin. Eðlisfræðingurinn Elna Holmberg bauð mér þó áhyggjulaus að setjast undir stýri. Hún er þriggja barna móðir sem hefur mikla reynslu af hasar á morgnana þegar allir eru að drífa sig út á síðustu stundu með allt sitt hafurtask. " Þá getur þetta verið þægilegt, " segir hún og ýtir á hnapp á hvítu tæki sem hún hefur í bandi um hálsinn og líkist mest pínulitlum farsíma og upp ljúkast bíldyrnar eins og vængir. Bíllinn er opinn þegar út er komið og aðgengi að geymslurými og sætum eins og best verður á kosið. Þótt óskalistar kvenna hafi verið hönnuðunum innblástur er bíllinn ekki bara konubíll heldur hannaður fyrir nútímafólk af báðum kynjum. " Karlar og konur hafa sömu óskir en konur hafa bara lengri óskalista, " segir Tatiana Butovitsch Temm, ein úr níu kvenna hópnum. Fjallað hefur verið um bílinn í ótal fjölmiðlum um allan heim, m.a. Tímariti Morgunblaðsins. Sérstakur skynjari sem hjálpar ökumanni að leggja í stæði hefur víðast hvar vakið athygli. Þröng stæði eru ekki sérstök vandamál kvenna en staðreyndin er sú eins og verkefnisstjórinn Eva-Lisa bendir á, að konur leggja að jafnaði oftar í stæði á hverjum degi en karlar. Þær eru að keyra í og úr vinnu, skreppa úr vinnunni í hádeginu, versla á mismunandi stöðum, keyra börnin og reka ýmis erindi sem oftar virðast á þeirra herðum en karlanna. Bíllinn er fyrst og fremst hugsaður fyrir ökumann og farangur hans, þ.e. farþegasæti aftur í eru innfelld að öllu jöfnu og því meira pláss fyrir farangur. Sætin leggjast svo auðveldlega niður ef farþegar eru með í för, þ.e. í hugmyndaveröldinni þar sem bíllinn er í hvers manns eigu. steingerdur@mbl.is
|
Fjórða kvöldið í Spurningakeppni Snæfellsbæjar fór fram í Röstinni síðasta laugardagskvöld. Var það síðasta undanúrslitakvöldið og kepptu fjögur lið, GSNB Ólafsvík – stelpur kepptu á móti Leikskólanum Kríubóli og Hraðfrystihús Hellissands keppti á móti Sjávariðjunni. Það var mikið fjör og keppnin skemmtileg eins og fyrr. Það voru lið Hraðfrystihúss Hellissands og GSNB Ólafsvík – stelpur sem unnu og eru því komin í undanúrslit ásamt liðum frá Átthagastofu, Valafelli, Saumaklúbbnum Preggý og GSNB Hellissandi. Undanúrslitin hefjast svo eftir páska og munu fara þannig fram að þau lið sem komin eru áfram munu keppa tvö og tvö í einu. Að því loknu standa uppi þrjú lið í úrslitum. Það lið sem er með lægsta stigaskorið af þeim þremur lendir sjálfkrafa í 3. sæti en hin tvö munu svo keppa um titilinn “ Gáfaðasta fólk Snæfellsbæjar. “ Áætlað er að fyrri keppnin fari fram 16. apríl og sú seinni 7. maí. Spennan verður svo í hámarki á seinna kvöldinu þar sem ekki ræðst fyrr en í hléi hvaða lið keppa um titilinn. Þessi kvöld hafa verið frábær skemmtun og þeir sem hafa komið verið ánægðir með framtakið. Vildu Lionskonur í Lionsklúbbnum Þernunni koma á framfæri þakklæti fyrir góðar móttökur. Það er nefnilega með svona viðburði eins og annað að það er ekki nóg að halda þá, það þurfa einhverjir að mæta og njóta og ekki er nú verra að styrkja gótt málefni í leiðinni.
|
Köld slóð er íslensk kvikmynd, sem Björn Brynjúlfur Björnsson leikstýrði.
|
,, Þetta hljómar allt í lagi, ” sagði Ásmundur Arnarsson þjálfari Fylkis við 433.is í gær um spá okkar í Pepsi deild karla. Spámenn 433.is setja Fylki í áttunda sæti deildarinnar sem er sæti neðar en liðið endaði í á síðustu leiktíð. ,, Við gerum okkur grein fyrir því að við erum að leggja af stað í þetta mót með þéttan en þunnskipaðan hóp, ” ,, Það er hugur í mönnum að gera betur en undanfarin ár og við verðum að sjá hvernig það gengur. ” ,, Við þurfum að reyna að taka einhvern lærdóm frá síðasta ári og byrja mótið betur, ” ,, Það vill oft vera erfitt að týna inn fyrstu stigin og fyrstu sigranna ef það gengur ekki í byrjun þannig við gerum okkur grein fyrir því að það er mikilvægt að byrja vel. ” Ásmundur er ánægður með hvernig veturinn hefur verið og hópinn sem hann hefur. ,, Það hefur verið nokkuð góður gangur í þessu í vetur, ” ,, Ég er ánægður með þann hóp sem við höfum haft. Hann mætti vera stærri en þeir sem eru til staðar, ég er ánægður með þá, það eru strákar sem vinna vel og ætla sér langt. ” ,, Það kemur enginn nýr Ásgeir Börkur eða nýr Viðar, við þurfum að bregðast við því og stilla upp þeim hóp sem við höfum og vonandi verður liðið nógu gott. ” ,, Veturinn hjá okkur hefur verið þannig að markaskorun hefur ekkert verið neitt sérstakt vandamál, ” ,, Við höfum yfirleitt skorað í þessum leikjum í vetur og það hefur kannski verið meira hitt, við höfum kannski fengið óþarflega mörg mörk á okkur, ” ,, Við þurfum kannski að leggja meiri áherslu á það heldur en kannski markaskorun í augnablikinu. ” Liðið hefur styrkt í sig vetur en þar má nefna Andrés Már Jóhannesson sem var á láni hjá liðinu í fyrra. ,, Ég er ánægður með þá menn sem hafa komið inn. Kannski enginn svona hreinn “ center ” sem hefur dottið inn en ekkert alveg útséð með það hvort það gengur eða ekki en þeir sem hafa komið er ég ánægður með, ” ,, Við erum aðeins að líta í kringum okkur hvað hægt er að gera meira. ” Ásmundur telur að KR-ingar verði á toppnum í lok móts en hann á von á spennandi sumri. ,, Þetta leggst ljómandi vel í mig. Það er gaman að þetta sé að fara byrja og ég á von á svona þokkalega jöfnu móti, ” ,, Mér sýnist KR-ingarnir vera með sterkasta hópinn og FH-ingarnir fylgja þar þétt á eftir, ” ,, Síðan erum við með Stjörnuna og Breiðablik sem geta klárlega gert atlögu að þessu líka, ” ,, Og annað held ég að sé dálítið jafnt og óráðið hvernig kemur til með að þróast, ” ,, Við höfum verið um miðja deild undanfarin ár og auðvitað hungrar okkur í að gera aðeins meira en það. ”
|
Dómstóll í Frakklandi dæmdi í dag tvo menn í lífstíðarfangelsi fyrir fjöldamorð í Rúanda árið 1994. Mennirnir, Octavien Ngenzi og Tito Barahira, eru báðir fyrrverandi bæjarstjórar í Kabarondo. Þar voru um 2.000 manns sem leitað höfðu skjóls í kirkju í bænum myrt. Ngenzi og Barahira voru bæði dæmdir fyrir að skipuleggja fjöldamorð og taka beinan þátt í þeim. Fréttastofan AFP segir að þetta sé þyngsti dómurinn sem kveðinn hafi verið upp í Frakklandi vegna fjöldamorðanna í Rúanda árið 1994 þegar Hútumenn myrtu um 800.000 manns, aðallega Tútsa. Fyrir tveimur árum hafi fyrrverandi foringi í Rúandaher verið dæmdur í 25 ára einangrunarvist í Frakklandi fyrir þátttöku í fjöldamorðunum.
|
Frsm. ( Páll Zóphóníasson ) : Herra forseti! þetta frv. er komið hingað aftur frá Nd. Þar var gerð sú breyting á frv., að nokkur hluti, síðasti. hluti 36. gr., var felldur niður. Ákvæðið, sem þar stóð, hefur staðið í búfjárræktarlögunum frá því fyrsta og var um heimild til handa hrossaræktarráðunautum að kaupa stóðhesta, sem eigendur eiga erfitt með að hafa ógelta. Hv. Nd. leit svo á, að óþarft væri að halda þessu, ákv. í l. , ef upp yrði sett hrossaræktarstöð sú, sem áformað er að stofna eftir frumvarpinu. Sú uppeldisstöð fyrir stóðhesta mundi þá kaupa slíka hesta. Og getur því n. hér í þessari d. fallizt á skilning hv. Nd. um þetta atriði og sér ekkert athugavert við það, að frv. sé samþ. í því formi, sem það nú hefur hlotið. Herra forseti! Þetta mál er flutt af 2 þm. í Nd. og naut stuðnings allra þriggja aðalflokkanna þar. Fjhn. þessarar d. hefur athugað frv., eins og sjá má af nál. á þskj. 535, og fallizt á að mæla með frv. óbreyttu. Frv., eins og það er nú, er á þskj. 474 og fer fram á, að greidd verði verðlagsuppbót á styrki, sem ríkið greiðir til héraðs - og gagnfræðaskóla samkv. l. og nánari tilvitnun í viðeigandi gr. 2. gr. frv. gerir ráð fyrir, að bæjarsjóðir greiði uppbót á sama hátt og ríki og eftir sömu reglum og gilda um greiðslu verðlagsuppbótar á laun til starfsmanna ríkisins. M. ö. o. er farið fram á, að skólarnir fái greiddan sama hundraðshluta af vaxandi dýrtíð á þá styrki sem bæir og ríki greiða. Nú er búið að ákveða, að allir starfsmenn skólanna fái uppbót sem dýrtíðaraukningunni nemur. Vitað er, að allur annar kostnaður skólanna vex í hlutfalli við aukningu dýrtíðarinnar. Fjhn. hefur fallizt á nauðsyn þessa frv. og mælir með því, að það verði samþ. óbreytt. Frsm. ( Sigurjón Á. Ólafsson ) : Þetta frv. hefur verið afgr. í Nd. , og hafa þar verið gerðar á því ýmsar breytingar. Aðalbreytingin er í því fólgin, að ríkissjóður leggi árlega í sjóðinn 150 þús. kr., en jafnframt falli niður tillag til sjóðsins samkv. 14. gr. l. nr. 58 8. sept. 1931, um einkasölu ríkisins á tóbaki. Eins og kunnugt er, hefur orðið frestun á þessum ákvæðum, en Nd. taldi rétt að breyta þessu eins og segir í frv., og mun það hafa verið í samráði við fjmrh. Að öðru leyti er frv. ekki breytt, en við athugun á frv. kom í ljós, að nauðsynlegt var að gera breyt. á tilvísun til laga, sem Nd. hefur gert í frv., og á þskj. 540 er gerð ein breyt. á þessu við 1. gr. frv., að fyrir „ sömu lagagrein “ kemur : 3. gr. fyrrnefndra laga, nr. 3 1935. N. flytur einnig brtt, við 1. og 2. gr. frv. á þskj. 523, að fyrir „ laganna “ komi : laga nr. 3 9. jan. 1935. Þessar leiðréttingar hafa nákvæmlega verið athugaðar í samráði við skrifstofu Alþingis. Svo er ein brtt. enn þá, en hún er á þskj. 541, frá hv. 1. þm. N. - M. og hv. 5. landsk. , og í brtt. er allmikil efnisbreyting, því þar er ætlazt til í fyrsta lagi, að 2. og 3. málsgr. 1. gr. falli niður. M. ö o. , að uppbót á styrki, sem um er talað í frv., falli niður. Sem afleiðing af l. brtt. er önnur brtt. , um að 2. gr. frv. falli niður, og þriðja brtt. um að 3. gr. falli niður. Ef þessar brtt. verða samþ., þá er frv. þar með að engu gert. Ég hef ekki enn þá séð rökin fyrir þessum brtt. , en mér koma þær dálítið einkennilega fyrir sjónir, að þegar hv. d. hefur sýnt vilja sinn í að auka styrki m. a. í byggingar - og landnámssjóð, þá skuli þessir hv. þm. koma með brtt. , sem fara í þá átt að gera frv. að engu, þ. e. a. s. þessar 150 þús. kr. eiga að fá að standa. Ég mun svo ekki segja fleiri orð um þetta, a. m. k, ekki fyrr en ég hef heyrt rökin fyrir þessum brtt. Herra forseti! Þetta frv., sem hér er verið að ræða um, og frv., sem liggur fyrir næst á dagskrá, eru hliðstæð. Hér er í báðum tilfellum um að ræða sjóði, sem báðir eru myndaðir til að greiða fyrir lánum til bygginga til sjávar og sveita. Þeim, sem er við sjó, var ákveðið 200 þús. kr. framlag á ári, 2 kr. frá hverjum íbúa kaupstaðanna, en helmingurinn er lagður á móti af viðkomandi bæjarfélagi. Byggingar - og landnámssjóði voru ætlaðar 200 þús. kr. líka, sömuleiðis var sjóðunum ætlaðar sinn helmingur hvorum af ágóða, sem verður af tóbakseinkasölu ríkisins. - Þegar þetta mál kom frá Nd. , var búið að fella niður tóbakságóðaframlagið og ákveðið, að 150 þús. skyldi fara til verkamannabústaða, en 100 þús. til byggingar - og landnámssjóðs sem viðbót við 200 þús. kr. stofnféð, og átti þetta að koma í stað ágóðans af tóbaksverzluninni. Hefur þá verkamannabústaðasjóðurinn orðið 350 þús. til útlána, en byggingar - og landnámssjóður bara 300 þús. En auk þess sem verkamannabústöðunum er þarna ætlað 50 þús. kr. meira fé til útlána, þá er lagt til, að á 200 þús. króna stofngjald þeirra sé greidd uppbót eftir vísitölu, en einskis slíks er getið í byggingar - og landnámssjóðsfrumvarpinu. Þó er viðurkennt, að þó leitað sé með logandi ljósi í kaupstöðunum, þá finnst þar ekki hús, sem búið er í, sem er annað eins greni og víða í sveitum landsins. Þess vegna bárum við fram þessar brtt. , til að gera samræmi á sjóðunum, og samræmið skapast með samþykkt 1. brtt. á þskj. 541, að fella niður dýrtíðaruppbótina til verkamannabústaða. Það er þess vegna til þess að gera samræmi á milli þeirra tveggja sjóða, eins og átti að vera, þegar þeir voru stofnaðir. Brtt. á þskj. 541,2 tek ég aftur. Það er rangt hjá hv. 2. landsk. , að hún standi á nokkurn hátt í sambandi við 1. brtt. á þessu þskj. Hún heyrir henni ekki til á neinn hátt. Það er ákvæði, sem segir um það, hve miklar tekjur hver einstakur maður megi hafa á ári til þess að geta orðið Þess aðnjótandi að koma til greina til að fá heppileg og ódýr lán til verkamannabústaða. Og ég hélt, að það hefði verið meiningin fyrir verkamönnum að sefja það lágmark þannig, að þeir, sem hefðu mesta þörf fyrir verkamanna bústaði, mættu koma þar fyrst til greina. En af að líta yfir framtal manna, þá sé ég, að allir verkamenn eru svo hátt uppi í tekjum 1940, að þótt bætt sé við dýrtíðaruppbótinni ofan á tekjurnar, eru þeir samt flestir útilokaðir frá því að koma þarna til greina, því að þeir hafa ekki aðeins 4 þús. kr. tekjur, sem verða með dýrtíðaruppbót 6 þús. kr., heldur sumir 10 þús. eða 12 þús. og allt upp í 14 þús. kr. tekjur. Svo við verðum að finna nýja menn til þess að geta farið inn í þessar íbúðir. Annað ósamræmi í afgreiðslu þessara l. , eins og frv. kom fram, er, að ætlazt er til, að framlagið til verkamannabústaða í kaupstöðum sé látið gilda fyrir árið 1941. Það datt engum í hug hér í hv. Ed. að sýna þá frekju að fara fram á svipað ákvæði fyrir landbúnaðinn. Ég hef þess vegna lagt til, að þetta verði fellt niður úr þessu frv. En verði það ekki samþ., mun ég koma með brtt. um, að hliðstæðu ákvæði verði hnýtt aftan við frv. um byggingar - og landnámssjóð. Ég vil láta báða þessa sjóði, sem ætlað er sama hlutverkið, að veita ódýr lán, öðrum til byggingar í kaupstöðum, en hinum í sveitum, sæta sömu meðferð á Alþ. Ég skal svo láta laust og óbundið, hvor leiðin verður farin. Ég vildi heldur, að sú leið væri farin að fella niður dýrtíðaruppbótina og samþ. brtt. mína við málið, sem nú er á dagskrá. En sýnist meiri hl. n. að fara hina leiðina, þá liggur till. fyrir um það, að láta hitt frv., um byggingar - og landnámssjóð, fá sömu afgreiðslu sem þetta frv. kemur til með að fá, ef brtt. okkar verða felldar. * Atvmrh. ( Ólafur Thors ) : Þegar þetta frv. var fyrst til umr. hér í d., gat ég ekki verið viðstaddur og þess vegna ekki gert grein fyrir málinu. Nú hefur hv. frsm. allshn. orðað við mig, að honum þætti eðlilegt, að ég við þessa umr., þó að það sé 2. umr., gerði með örfáum orðum grein fyrir höfuðatriðum frv., og þó að þetta sé að sönnu nokkuð óvanaleg málsmeðferð, þykir mér rétt að gera þetta, þar sem frv. er flutt að minni tilhlutan og hér er um mjög veigamikið málefni að ræða. En þar sem ég geri ráð fyrir, að hv. dm. hafi athugað málið, síðan það var til 1. umr., og með því að allshn. hefur athugað það gaumgæfilega, mun ég að sjálfsögðu ekki víkja að nema höfuðatriðum málsins. Eins og 1. gr. ber með sér, er það tilgangur l. að stofna hér ófriðartryggingu, þ. e. stj. taldi, að ófriðarástandið í umheiminum gæfi tilefni til að óttast, að einhverjar þær athafnir kynnu að verða hér á landi, sem mundu valda skemmdum eða tjóni á eignum manna, hvort heldur væru fasteignir, vélar eða vörur. Og eftir að hafa rannsakað málið, taldi stj. ekki aðra leið eðlilegri til að draga úr þeim örðugleikum, sem einstaklingar kynnu að verða fyrir af þessum ástæðum, en að bera fram þær till. um samtryggingu á þessari áhættu, sem felast í því frv., sem nú er hér til umr. Eins og segir í grg. frv., var það Ásgeir Þorsteinsson, forstjóri Samtryggingar Íslenzkra botnvörpuskipaeigenda, sem leiddi fyrst athygli stj. að þeirri nauðsyn, sem hér kynni að vera fyrir hendi. Og eftir að stj. hafði athugað hans uppástungu, fól hún honum ásamt Brynjólfi Stefánssyni, forstjóra Sjóvátryggingarfél. Íslands, forgöngu í málinu, en vegna veikindaforfalla gat Brynjólfur Stefánsson ekki haft mikil afskipti af málinu, en aðrir sérfræðingar komu í hans stað, svo að aðalmaðurinn við undirbúning málsins var fyrsti hvatamaður þess, Ásgeir Þorsteinsson. Stj. hefur gert till. um efnið, en sérfræðingar hafa hins vegar séð að sumu leyti um formið og að sumu leyti um það, sem sérfræðilega kunnáttu þurfti til. Höfuðefni frv. er það, að setja skal á fót stofnun til þess að standa straum af tjóni af völdum hernaðaraðgerða í landinu á fasteignum og lausafé landsmanna. Skal þessi stofnun starfa í þrem deildum. Skal ein vera fyrir fasteignir, önnur fyrir vélar og tæki og sú þriðja fyrir vörubirgðir. Það er skylt að tryggja hjá Ófriðartryggingunni allar húseignir í landinu og önnur mannvirki, og verða sett ákvæði um það af atv. - og samgmrh. , hvað telja skuli tryggingarskyld mannvirki. Í öðru lagi er skylt að tryggja allar vélar og verkfæri undir nánar tilteknum kringumstæðum, eins og getið er um í 3. kafla l. Hvort tveggja þetta, sem 2. og 3. kafli fjallar um, er öllum skylt að tryggja og greiða visst árgjald fyrir, ef til þess kemur, að stofnunin, tekur til starfa, en það gerir hún ekki, nema hér verði tjón svo að verulegu nemi, en ef um smátjón verður að ræða, þá er gert ráð fyrir, að bætur fyrir það verði heldur greiddar úr ríkissjóði en farið verði að setja slíkt bákn af stað, því að það verður vandkvæðum bundið og ýmis fyrirhöfn í kringum það. Gert er ráð fyrir, að þeir, sem eru eigendur fasteigna og véla, standi straum af þeim kostnaði, sem yrði samfara skaðabótagreiðslum samkv. þessum 1. Þetta er þó vissum takmörkunum háð, nefnilega þeim, að hámark iðgjalda má aldrei verða meira en 10% af heildarverði þess vátryggða. Af iðgjöldum fasteigna má aldrei innheimta meira en 1% á ári af vátryggingarupphæðinni, en af vélum og tækjum má innheimta allt að 2% á ári. Þessi munur, sem þarna er gerður, stafar af því, að fasteignir hafa varanlegra gildi heldur en vélar og tæki og því eðlilegt, að það árlega gjald af vélum og tækjum sé meira en af mannvirkjum. Ef þessar iðgjaldagreiðslur nægja ekki til að bæta það tjón, sem verða kann, þá er gert ráð fyrir, að greiddar verði bætur úr ríkissjóði, þó eftir því, sem fé er veitt til þess á fjárl. Hugsanlegt er, að hér gæti arðið svo mikið tjón, að iðgjöld hrykkju ekki til að bæta það, og það gæti líka orðið svo stórvægilegt, að ríkissjóður væri ekki heldur fær um að bæta það. Án þess að ég fari lengra út í þá sálma eða fari að láta í ljós neina sérstaka bölsýni, þá vil ég aðeins geta um þessa hugmynd, að það gæti komið til kasta ríkissjóðs, sem þá kæmi sem nokkurs konar baktrygging, eftir að tæmdir væru þeir möguleikar, sem 7. gr. 2. kafla og 15. gr. 3. kafla gera ráð fyrir. Svo eru ákvæði um það, eftir hvaða reglum bætur eiga að fara fram. Það er almenn regla, að það er ekki bætt nema að nokkru leyti eftir að tjón hefur verið sannað. Það er tekið tillit til veðhafa, og eins er reynt að sjá fyrir, að hvorki falli niður greiðsla á vöxtum eða tilskildum afborgunum þeirra eigna, sem fyrir skaða verða, eða skuldum, sem hvíla á þeim eignum, sem fyrir skaða verða, allt eftir nánari reglum, sem ég sé ekki ástæðu til að fara út í. 3. kaflinn fjallar um vörutryggingar. Hann lýtur öðrum lagafyrirmælum, því að þeim, sem vörur eiga, er ekki ætlað, eins og eigendum húsa og véla, að standa undir iðgjaldagreiðslum, heldur er það hugsað á þá leið, að ef til ófriðartjóns kemur, sé lagt innflutningsgjald á allar vörur, sem fluttar eru til landsins, og einnig útflutningsgjald á allar vörur, sem fluttar verða frá landinu. Það er kallað í frv. að leggja aukaverðtoll á allar innfluttar vörur og sérstakt útflutningsgjald á allar útfluttar vörur. Gjaldi þessu, sem ekki má nema meira en 2 af hundraði af verði varanna, sbr. 19. gr., skal verja til þess að bæta tjón á vörubirgðum og öðru lausafé landsmanna innan lands, sem hlýzt af hernaði í landinu, sbr. 29. gr., að því leyti, sem þessir fjármunir eru ekki tryggðir á annan hátt fyrir slíku tjóni. Stj. gat ekki fundið aðra leið heppilegri til þess að bæta slíkt vörutjón, því að ef nú þegar hefði verið byrjað á að leggja skatt á - við skulum segja innflutningsgjald - og safna í sjóð, þá hefði það í raun og veru orðið skattur á neytendur, og engin leið, ef ekkert tjón hefði orðið, að úthluta honum rétt, svo að sá fengi, sem greitt hefði. Í 20. gr. er ákvæði um það, að frá matsupphæð tjónsins dragist ¼ hluti, þó svo, að frádrátturinn nemi eigi hærri upphæð en 5000 kr. hjá sama manni eða fyrirtæki. Ég sé, að n. hefur ekki viljað fella sig við þetta, en leggur til, að mér skilst, að ekki megi draga frá nema 1/20 hluta, og get ég vel sætt mig við þá till. Það hafði að vísu verið eitthvað minnzt á það, áður eri gengið var frá frv., að það gæti verið nokkuð hart að gengið gagnvart þeim, sem vörurnar ættu, en n. hefur þá einnig tekið að sér með sinni till. að sjá fyrir umbótum á því, og er ég því samþykkur. Þá hefur n. gert veigamiklar brtt. við þennan kafla um, að það skuli vera meginregla varðandi skaðabætur, ef til tjóns kemur, að ekki séu greiddar nema hálfar bætur, nema því aðeins, að sá aðili, sem fyrir skaða varð, færi sönnur í, að það baki honum fjárhagslega veruleg óþægindi, eða eins og n. orðar það, að hann færi sönnur á, að hann muni bíða stórfelldan fjárhagslegan hnekki, ef hann fær ekki útborgaðar frekari bætur en að framan greinir, og sé þá heimilt að greiða meiri bætur og jafnvel bæta tjónið að fullu, sérstaklega ef ætla má, að ekki sé unnt með öðru móti að afla nýrra birgða nógu fljótt. Ég er þessari brtt. eindregið mótfallinn. Það verður að vera almenn regla, þegar um er að ræða tjón á vörubirgðum,. að aðili fái það bætt þegar eftir að tjónið hefur verið sannað, eins og sala hefði farið fram. Ég hygg, að menn verði að viðurkenna, að kaupsýslumenn hafi yfirleitt ekki það ríflegt rekstrarfé, að þeir megi við því, ef slíkt tjón ber að höndum, að fastsetja kannske árum saman helming þess fjár, sem þeir eiga í vörubirgðum. Það var eftir gaumgæfilega athugun, að stj. ákvað að bera þetta ákvæði fram eins og það er í frv., að bætur skyldu greiðast þegar eftir að tjón væri sannað, hvað þennan flokk áhrærir. Um þennan kafla gilda sömu ákvæði og 2. og 3. kafla, að ef tjón yrði svo stórkostlegt, að ekki þætti fært að bæta það með þeim tekjustofnum, sem gert er ráð fyrir í frv., þá er ætlazt til, að ríkissjóður standi þar á bak við, eftir því sem fé er veitt til þess á fjárl. á hverjum tíma. Ég held, að ég sjái þá ekki ástæðu til að hafa þessi orð fleiri. Ég man ekki til, að í kaflanum um almenn ákvæði sé neitt, sem ástæða er til að ræða um eða skýra, en það kemur kannske fram við umr., og ef eitthvað er, sem hv. þm. eða n. þætti ástæða til að fá nánari skýringu á, mun ég reyna að uppfylla það. Ég held, að ég þurfi ekki að taka fleira fram um till. n. Ég geri mig ánægðan með þær allar nema þá, sem varðar bætur fyrir tjón á vörum. Frsm. ( Magnús Gíslason ) : Hæstv. atvrmh. hefur í ræðu sinni gert ýtarlega grein fyrir efni og innihaldi frv., undirbúningi málsins og hvað fyrir n. vakti, er hún ákvað að bera slíkt frv. fram hér á þingi. Ég sé ekki ástæðu til að fara frekari orðum um þá hlið málsins, en skal eingöngu ræðu um afstöðu allshn. , sem um málið hefur fjallað, til frv. í heild og eins þeirra breyt. , sem n. leggur til, að gerðar verði á frv. Það var ekki lítið vandamál fyrir n. að mynda sér skoðun um þetta frv., vegna þess að hér er um algert nýmæli að ræða og ekkert hliðstætt dæmi til í okkar löggjöf. Það munu hafa verið sett slík ákvæði í löggjöf annarra þjóða nú í seinni tíð, m. a. í Svíþjóð og Finnlandi, en n. hafði ekki tök á að afla sér neinna gagna, sem upplýst gætu, hvernig slíkum tryggingum er þar fyrir komið. Hins vegar hafði n. tal af sérfróðum mönnum í tryggingarmálum, sem stj. hafði kvatt sér til aðstoðar til þess að undirbúa málið, og hefur fengið ýmsar skýringar hjá þeim mönnum um ákvæði, sem hún taldi mest orka tvímælis, og hefur þetta að vissu leyti létt störf n. Það fyrsta, sem n. reyndi að gera sér grein fyrir, var það, hvort nauðsyn væri á að setja 1. eins og þessi. Komst hún brátt að þeirri niðurstöðu, að eins og horfir nú með stríðið, einkum í seinni tíð, og með því að annar stríðsaðilinn hefur talið sér nauðsynlegt að hertaka landið og fá hér aðstöðu til sóknar og varnar og hinn aðilinn hefur lýst hafið í kringum land okkar hernaðarsvæði, þá mætti búast við, að til átaka kynni að koma hér, þó að við vonum í lengstu lög, að slíkt komi ekki fyrir, en af því gæti leitt stórkostlegt tjón á eignum manna hér á landi. En þegar þetta er athugað, þá er um tvennt að velja, annaðhvort að láta þá, sem fyrir tjóninu verða, bíða það bótalaust eða setja löggjöf, sem gerði mönnum mögulegt að tryggja eignir sínar gegn tjóni vegna hernaðar, því að eins og kunnugt er, geta menn ekki fengið eignir sínar tryggðar gegn slíku tjóni nema að því er snertir skip. Þá var það, að stj. komst að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að dreifa þessari áhættu yfir á alla landsmenn, þannig að tjónið yrði ekki eins tilfinnanlegt fyrir hvern einstakling eins og annars mundi verða. N. hefur fallizt á, að þessi skilningur væri réttur. Það er útlit fyrir, að ef til slíks kæmi, gætu margir orðið öreigar af þeim ástæðum, og þá er líklegt, að veðskuldir, sem hvíldu á eignum manna, sem þannig glötuðust, yrðu lítils virði, og gæti af því leitt stórfellt tjón fyrir banka og aðrar lánsstofnanir í landinu, sem kæmi svo óbeint niður á landsmönnum aftur, og það mundi hafa í för með sér, ef um mikið tjón væri að ræða, svo mikla truflun á fjárhagslegu lífi landsmanna, að til stórkostlegra óþæginda og til stórkostlegs almenns tjóns gæti leitt. Fyrir því hefur n. fallizt á, að þessi meginhugsun sé rétt. Vill hún því láta frv. ganga fram með þeim breyt. , sem hún leggur til, að gerðar verði við það. Þó eru fleiri atriði í frv., sem henni virtist orka tvímælis, hvort rétt væri að láta standa óbreytt í frv., svo sem 4. gr., sem n. hefur ekki borið fram brtt. við, en hún er um það, að landið skuli vera allt eitt tryggingarsvæði ; en ráðuneytið ákveða með reglugerð eða auglýsingu skiptingu fasteignanna í áhættuflokka með mismunandi iðgjöldum. Sú hugsun gæti líka verið rökrétt og afleiðing af þeirri stefnu, að allir landsmenn skuli taka þátt í að bæta tjónið, að iðgjöldin skuli vera þau sömu um allt land. Það má segja, að áhættan sé mismunandi á landinu, og því verður ekki neitað, að hún virðist vera mest þar, sem sá styrjaldaraðili, sem hefur fótfestu í landinu, hefur viðbúnað, en ef um innrás í landið yrði að ræða, er ómögulegt að vita, hvar tjónið yrði mest. N. hefur samt ekki hróflað við þessu ákvæði, en telur sjálfsagt, að ríkisstj. hafi athugað þetta vel og talið sanngjarnt, að áhættan væri ekki alls staðar jöfn, hvar sem er á landinu. Þá vil ég minnast á 23. gr. frv., sem n. hefur ekki heldur gert brtt. við, en var allrækilega rætt um í n. Þessi gr. er um það, að ef svo stórkostlegt tjón verður, að ekki er hægt eða eigi þykir fært að bæta það að fullu samkv. fyrirmælum 20. gr., þá skuli það bætt að því, sem á vantar, úr ríkissjóði, eftir því sem fé verður veitt til þess í fjárlögum. Það, sem n. þótti einna varhugaverðast við þessa gr. frv., var það, að hér er tekin á ríkissjóð ótiltekin ábyrgð á að greiða allt það tjón, sem ekki verður bætt á þann hátt, er ég gat um áðan, og að það kunni að verða um svo mikið tjón að ræða, að þetta yrði e. t. v. ókleift eða a. m. k. örðugt fyrir ríkissjóð að inna af hendi. N. hefur ekki enn borið fram brtt. á þessari gr., en hefur haft til athugunar að bera fram brtt. við 3. umr., og mun þá fara í þá átt, að þetta stæði opið eða óafgert í þessum 1., en síðar kveðið á með 1., hvort eða hvenær slíkt yrði bætt og að hve miklu leyti. Þær till., sem hér eru skráðar á þskj. 537, eru í raun og veru allar, nema tvær, þ. e. till. undir 8. og 10. lið, orðabreyt. eða breyt. , sem raska ekki neitt verulega efni frv., og skal ég ekki rekja það nánar. Fyrsta brtt. er við 6. gr., að 1. málsgr. verði felld niður. Stafar það af því, að sams konar ákvæði er í kaflanum um almenn ákvæði, 6. kafla, og einnig í 24. gr., í kaflanum um lausafjártrygging, sem er óþarft að standi víðar en á einum stað. Þess vegna hefur n. lagt til, að þetta verði fellt niður úr 6. gr. og 2. málsgr. 20. gr. verði einnig felld niður. Næsta brtt. er við 7. gr. og er aðeins orðabreyt. Upphaf gr. hljóðar svo í frv. : „ Bætur, vextir og afborganir samkv. 6. gr. “ o. s. frv., en n. leggur til, að á eftir orðinu „ bætur “ komi : þar með taldir vextir og afborganir, - því að það er auðvitað hluti af bótunum. 3. brtt. er við 9. gr., að á eftir orðunum „ Ráðuneytið ákveður “ í 5. lið 2. málsgr. komi : að fengnum till. tryggingarsjóðs. - Þ. e. a. s., að ráðuneytið ákveður, hverjar bætur skuli greiddar, en þó ekki upp á sitt eindæmi. Þótti n. þetta réttara, með því að það getur haft verulega fjárhagslega þýðingu fyrir þá, sem verða fyrir tjóni, hvort eitthvað eða ekkert verður dregið af bótum, þegar mannvirki verða ekki endurreist. Á 10. gr. vill n. gera þá breyt. , að í staðinn fyrir orðin „ eða fullnægjandi tryggingar “ komi : enda sé réttur veðhafa að fullu tryggður. - Frv. gerir ráð fyrir, að ef einhverjar upplýstar kröfur hvíla á fasteign, sem orðið hefur fyrir tjóni, skuli eigandanum greiða bætur, og enda þótt þinglýstar veðskuldir séu, ef eignin er endurreist eða fullnægjandi tryggingar hafa verið settar fyrir kröfum. Þessu vill n. breyta. Ég hygg, að fyrir þeim, sem sömdu frv., og n. vaki sama hugsun, að þótt heimilað sé að greiða ekki út bætur, sé ekki meiningin, að veðhafi eigi ekki samt sem áður að vera tryggður að fá sínar veðkröfur greiddar. En það verður skýrara og ákveðnara að taka upp orðalag n. í þessari brtt. 5. brtt. fer í þá átt, að 12. gr., um tilkynningu á ófriðartjóni, falli niður. Sams konar ákvæði er einnig sett í 21. gr. frv. að því er snertir lausafjártryggingu. Þessi ákvæði, sem eru almenns eðlis, er réttara að hafa í almennum kafla heldur en á tveimur stöðum hér inni í sjálfu frv. Leggur n. til, að þessi ákvæði 12. og 21. gr. verði tekin upp í önnur ákvæði. Þá hefur n. lagt til, að fyrirsögn IV. kafla. „ Vörubirgðatryggingin “, verði : Lausafjártryggingin, - af því að vörubirgðir eru auðvitað lausafé og kaflanum er ætlað að ná til tryggingar á öllu lausafé í landinu, bæði vörubirgðum og öðru. Við 18. gr. hefur n. viljað gera 2 brtt. Gr. heimilar ríkisstj. að leggja aukaverðtoll á allar íslenzkar vörur, til þess að bæta ófriðartjón, sem verða kann á vörubirgðum eða öðru lausafé í landinu, sem ekki telst til véla og tækja samkv. III. kafla, eins og stendur í frv. En í III. kafla er gert ráð fyrir, að vélar og tæki, sem ekki eru 2 þús. kr. virði, verði ekki tryggt sem þar segir. En þá verður að ganga út frá, að meiningin sé, að slíkar vélar og tæki, eins og hvert annað lausafé, verði tryggt eins og samkv. IV. kafla frv. Og til þess að taka af öll tvímæli um þetta, vill n. breyta orðalaginu þannig : sem ekki er tryggt samkv. III. kafla þessara 1. Í sömu gr. er brtt. um það, að í staðinn fyrir orðið „ aukaverðtollur “ skuli koma : aukagjald. - Segja mætti, að það væri sama, hvað gjaldið er kallað. En það er alveg víst eftir grg. frv. ; að ætlazt er til, að þetta 2% gjald sé lagt á allar þessar vörur, sem til landsins flytjast. En nú eru allmargar vörutegundir, sem enginn verðtollur er greiddur af, og gæti því orðið „ aukaverðtollur “ misskilizt. Þá kemur breyt. við 24. gr., sem er veruleg efnisbreyt. Frv. gerir ráð fyrir, að frá matsupphæð tjónsins á vörubirgðum og lausafé skuli ávallt dreginn einn fjórði hluti, þó svo, að frádrátturinn nemi eigi hærri upphæð en 5 þús. kr. hjá sama manni eða fyrirtæki, þannig að af öllu lausafé upp í 20 þús. kr. virði skuli dregið frá allt að 5 þús. kr., en af því, sem þar er fyrir ofan, skuli ekkert dregið frá. N, þótti ekki rétt að láta þetta ákvæði haldast, m. a. fyrir þá sök, að oft mundi erfitt að fá úr því skorið, hvert hið raunverulega tjón væri, sem maður hefði orðið fyrir við það, að slík eign hefði skemmzt eða eyðilagzt. En n. þótti fullviðurhlutamikið gagnvart smærri verzlunarfyrirtækjum í landinu, ef þessi regla gilti um vörubirgðir, með því að tjón gæti orðið mjög tilfinnanlegt fyrir mann, sem ætti aðeins 20 þús. kr. í vörubirgðum eða minna og fengi ekki bætt nema að þrem fjórðu hlutum. Auk þess, sem það er vitanlega fullkomið misrétti í því, að vörubirgðir, sem eru miklu verðmætari, t. d. 140 þús. eða ein milljón, skuli samt vera bættar að fullu. Þá er eftir að minnast á brtt. við 22. gr., sem mér skildist á hæstv. ráðh., að hann gæti engan veginn fellt sig við. Till. er allvíðtæk. Í frv. er gert ráð fyrir, að tjón á „ öðrum lausafjármunum en vörubirgðum “ skyldi að jafnaði ekki bætt nema að hálfu ; m. ö. o. , tjón á vörubirgðum skyldi bætt að fullu strax eftir að uppgerð hefur farið fram. N. fannst þetta í of mikið ráðizt um almenna skyldu ófriðartrygginga. Í frv. er gert ráð fyrir því, að það gjald, sem á að notast til að bæta þetta tjón, verði ekki innheimt fyrr en tjónið er orðið. Það hlýtur því að fara svo, þegar Ófriðartryggingin tekur til starfa, að hún hefur sáralítið fé fyrir hendi að greiða nokkurt tjón. Ef ætti þá að fara eftir þessum fyrirmælum frv., yrði að taka lán til þess. Það gæti orðið þegar í byrjun svo stórfellt tjón, að erfitt yrði að fá lán, sem nægði. Gæti því þetta ákvæði, að dómi n., orðið óframkvæmanlegt í fyrstu, eða þangað til liðinn væri svo langur tími, að nokkurt verulegt fé hefði safnazt af inn - og útflutningsgjöldum. Auk þess sýnist það ekki vera í öllum tilfellum nauðsynlegt að bæta tjón að fullu þegar í stað. Í fyrsta lagi má gera ráð fyrir því, að banki, sem hefur lánað út á þessar vörubirgðir, þurfi ekki að fá þetta greitt þá þegar. Það er gert ráð fyrir því í frv., sem við hofum tekið óbreytt upp í till., að veittur sé gjaldfrestur með þær skuldir, sem hvíla á vörubirgðum. Og það sýnist ekki ástæða fyrir Ófriðartrygginguna að bæta það þegar, a. m. k. er gert ráð fyrir því í frv., að bankanum verði veittur slíkur gjaldfrestur. Í öðru lagi má ganga út frá því, að til séu svo efnum búnir menn, að þeir þurfi ekki að bíða verulega stórfellt tjón fjárhagslega við það að geta ekki fengið tjón sitt bætt þegar í stað. Það, sem ég hygg, að vakað hafi fyrir þeim, sem frv. sömdu, og kom fram í viðtali við þá menn, sem n. ræddi þetta. við, var það, að það, gæti orðið svo erfitt að fá vörubirgðir í skarðið frá útlöndum, og væri því nauðsyn að greiða bætur þegar í stað. Og það eru vissulega mikil rök í þessu fólgin. En við gerum líka ráð fyrir því, að þetta tjón megi bæta fyllilega, sérstaklega þegar svo stendur á, að ekki er hægt að fá vörur í skarðið nema tjónbætur séu allar greiddar þegar í stað. Ég held nú, að mismunur á frv. og till. sé ekki eins ýkjamikill eins og í fljótu bragði kann að virðast, vegna þess að heimildin er alltaf fyrir hendi, ef tryggingin er á annað borð fær um það. En viðvíkjandi innlendu vörubirgðunum vil ég taka fram, að þetta ákvæði á einnig að ná til þeirra. Það er ekki víst, að nauðsynlegt sé að bæta þessar birgðir í krónutali þá þegar. En það þarf að vera alveg tryggt, að framleiðendur fái svo mikið greitt, að þeir geti haldið atvinnurekstri sínum áfram óhindrað. Loks er hér 11. brtt. , sem ég hef minnzt á, ákvæðið, sem á að koma í almennum kafla, en var á tveimur stöðum í frv. Ég vil svo ekki fjölyrða um málið, en vænti þess, að frv. nái fram að ganga á þessu þingi, því að það er álit n., að það sé nauðsynlegt mál og eigi að vera í sem líkustu formi og n. hefur lagt til. Við 2. umr. þessa máls minntist ég á, að iðgjöldin mundu koma til með að liggja mjög misjafnt á húseigendum, vegna þess að brunabótamat okkar er mismunandi. Bað ég n. að athuga, hvort hún sæi ekki leið til að láta meta til brunabóta á ný ýmsar fasteignir, til að fá meiri jöfnuð á. Við vitum, að Brunabótafélag Íslands setur mönnum í sjálfsvald, hvort hækkað sé matið um 60% eða ekki, og við vitum, að um þúsund menn hafa gert það. Hitt vitum við og, að allmargir hafa látið fara fram nýtt mat á húsum sínum hér í Reykjavík. Þess vegna er óskaplega misjafnt brunabótagjald á fasteignum eftir verðmæti. Ég vil biðja hv. n. enn á ný að athuga, hvort ekki séu möguleikar á að samræma þetta, jafnvel, ef með þarf, með því að láta fara fram nýtt mat á þeim húsum, sem ekki hefur alveg ný virðing farið fram á nýlega. Ég skil vel bæði sjónarmiðin, sem hv. frsm. minntist á, þegar hann talaði um 4. gr., og er mjög ánægður við ríkisstj. fyrir að taka þetta sjónarmið. En af því að hæstv. atvmrh. er í d., langar mig til að vita, hvort ríkisstj. hefur hugsað sér, hve mikill munur ætti að vera á iðgjöldum. Ég geri ráð fyrir, að hún sé ekki búin að hugsa það, hvernig áhættusvæðin verða, en ég get búizt við, að stj. hafi eitthvað talað um sín á milli, hve mikinn mun hún hugsar sér á því svæði, sem borgar hæst, og því, sem borgar lægst. Þá er það ein brtt. n., sem ég tel varhugaverða, sú 11., og leyfi mér að koma með brtt. við hana. Þessi 11, brtt. segir : „ Tjón skal tilkynna Ófriðartryggingunni áður en vika er liðin frá því er það varð. “ Ég álít þennan vikufrest allt of stuttan. Að vísu eru ekki margir menn en þeir eru þó til - úti um landið, sem eiga hús í Reykjavík og kynnu að vera fjarri öllum símasamböndum og fá kannske póst einu sinni í mánuði. Að vísu mun mega segja, að þessir menn eigi að hafa umboðsmenn, sem geti tilkynnt, - því að hér er hættan mest. En mér er persónulega kunnugt, að sumir hafa engan umboðsmann. Þess vegna hef ég viljað gera þá brtt. : Tjón skal „ að jafnaði “ tilkynnt. - Þá getur tryggingin gengið eftir því, að ákvæðinu sé fullnægt hjá fjöldanum ; en þegar óviðráðanleg atvik hamla, megi fresturinn vera lengri laganna vegna. Atvmrh. ( Ólafur Thors ) : Út af framsöguræðu hv. frsm. allshn. þykir mér ekki ástæða að gera neina aths. aðra en þá einu, er varðar 10. brtt. Hv. frsm. telur, að n. að athuguðu máli hafi komizt að þeirri niðurstöðu, að með hliðsjón af því, að till, sú, sem orðuð er frá n. hendi, heimilar, að fullar bætur séu greiddar tafarlaust, þá beri ekki svo mikið á milli þess, sem n. leggur til, og hins, sem stj. leggur til, að það þurfi í sjálfu sér að valda ágreiningi. Ég get lýst yfir, að ég er honum sammála um það, að þetta sé hvergi nærri svo mikið höfuðatriði, að nokkuð þurfi að velta á því um ágæti frv. eftir að það er lögfest. En ég vík ekki frá hinu, að ég hef þá skoðun, að sú till., sem ríkisstj. hefur gert, sé eðlilegri. Hv. frsm. benti á það alveg réttilega, að það er náttúrlega full ástæða til að halda, að banki, sem lánar út á svona vörubirgðir, muni líka lána út á kröfur, sem aðili eignast við tjón ; og mér þykir mjög sennilegt, að það þætti góð baktrygging gegn lánveitingu. Og þar sem nú aðili á að fá 5% vexti af þessum kröfum sínum, þar til þær eru greiddar, eru þær í sjálfu sér góð eign. Af þessu leiðir, að tafarlaus greiðsla er ekki höfuðatriði fyrir aðila. En ástæðan til þess, að stj. lagði til þessa leið, er sú, að þar sem Ófriðartryggingin á hvort sem er að gjalda vexti af þessu, ef kröfur eru ekki greiddar, og þar sem ætla má, að almenna reglan verði sú, að aðilar þurfi að fá peningana til þess að kaupa nýjar vörubirgðir fyrir þær, sem farizt hafa, þá þótti okkur réttara að láta þetta vera skýlausan kröfurétt fyrir alla upphæðina, heldur en að fara þá leið, sem n. hefur farið og er í samræmi við till. ríkisstj. um skaðabótagreiðslur varðandi II. og III. kafla. Ekki sízt þegar maður athugar þá mildi, ef svo má segja, sem n. hefur sýnt gagnvart kröfuhafa, með því að opna honum heimild til þess að fá bætur greiddar þegar í meira mæli en annars er gert ráð fyrir, ef hann getur fært sönnur á, að hann annars bíði mikið tjón. Og ef maður athugar þau vandkvæði fyrir Ófriðartrygginguna að leggja rannsókn á það, um hversu óyggjandi nauðsyn sé að ræða, þá sé eðlilegra að fara þá leið, sem ríkisstj. lagði til. En ég legg ekki kapp á þetta, og það er að vísu ekki aðalatriði um ágæti þessa máls. Út af fyrirspurn hv. 1. þm. N. - M. um, hvernig stjórnin ætli sér að skipta landinu í áhættusvæði, eða hve há iðgjöld verði heimtuð á einstökum áhættusvæðum, þá er ég ekki við því búinn að gefa upplýsingar um það, þar sem ríkisstj. hefur ekki enn gert sér fulla grein fyrir því, enda orkar tvímælis, hvaða reglum beri að fylgja. Eins og hv. frsm. vék að, þá er eitt sjónarmiðið það, að þrátt fyrir það, þótt áhættan sé mismunandi á landinu, geti verið ástæða til þess að hafa aðeins eitt iðgjald, þar sem telja megi, að það tjón, sem kynni að verða í Reykjavík, sé alþjóðartjón og því réttlátt, að það sé bætt af öllum landsmönnum jafnt. En hitt sjónarmiðið hefur orðið ofan á, að af því telja megi, að áhættan sé misjöfn, beri að hafa iðgjöldin mismunandi. Að svo komnu máli get ég ekki upplýst, hvernig sú skipting kann að verða. Aðeins nokkur orð, því að ég hef ekki kynnt mér þetta umfangsmikla mál svo vel, að ég geti komið fram með ákveðnar aths. En frá formlegu sjónarmiði séð virðist mér, að í stað þess, sem stendur í upphafsorðum 1. gr., „ sem ekki er vátryggt á annan hátt eða fæst bætt á öðrum vettvangi “, væri skýrara að segja : „ að svo miklu leyti, sem það fæst ekki bætt á öðrum vettvangi “. - Það mætti annars hártoga þetta. Viðvíkjandi brtt. n. við 20. gr. frv. vil ég skjóta því að, hvort ekki sé rétt að láta bætur fylgja ákveðnum hundraðshluta, einnig þegar um lausafé er að ræða. Við skulum t. d. taka innbú manna. Það virðist ekki réttlátt, að sá, sem lítið innbú á, verði að bera ¼ hluta tjónsins, en sá, sem á innbú og annað lausafé í óhófi, við skulum segja t. d. tvo lúxusbíla og annað lausafé eftir því, eða sem næmi allt að 100 þús. kr., gæti fengið greiddar 95 þús. kr. Aftur á móti er ég frekar sammála hæstv. atvmrh. um ágreining um 22. gr. Mér finnst, að þar sem n. segir, að eigandi glataðra eða skemmdra vörubirgða skuli færa „ sönnur á, að hann muni bíða stórfelldan fjárhagslegan hnekki “ o. s. frv., að það verði erfitt að sækja mál undir þessu orðalagi, og það verður naumast hægt fyrir stjórn Ófriðartryggingarinnar að fella úr skurð um, að viðkomandi hafi beðið stórfelldan fjárhagslegan hnekki. Álít ég betra, að farið væri eftir því, sem frv. sjálft kveður á um. Viðvíkjandi brtt. hv. 1. þm. N. - M. um, að vikufrestur sé nokkuð knappur, þá virðist mér hans orðalag allt of víðtækt. Með því móti er öllum drætti beinlínis gefið undir fótinn. Helzt væri hægt að gefa einhverja heimild til undanþágu, en mjög þrönga. Ég get því ekki fallizt á brtt. hv. þm. eins og hún er. Frsm. ( Magnús Gíslason ) : Út af ummælum hv. 1. þm. N. - M. vil ég geta þess, að n. hafði til athugunar, hvort setja ætti nánari fyrirmæli um brunabótavirðingu, en komst að þeirri niðurstöðu, að það væri ekki gerlegt. Hvað snertir brunabótavirðingu á húsum og fasteignum er mönnum í sjálfsvald sett, hvort þeir vilja hækka brunabótamatið eða ekki. Það, sem tryggt er í Brunabótafélagi Íslands, er hægt að fá hækkað um 60% eftir heimild, sem félagið hefur gefið, en hinir, sem ekki hafa tryggt þar, verða að fá framkvæmt sérstakt mat á fasteignum sínum, ef þeir vilja fá brunabótavirðinguna hækkaða. Virðist því réttara, þar sem iðgjald til Ófriðartryggingarinnar er allhátt, að mönnum sé í sjálfsvald sett, hvort þeir vilja láta meta fasteignirnar upp eða ekki. Brtt. hv. 1. þm. N. - M. held ég, að sé ekki til bóta. Það er mjög þýðingarmikið fyrir Ófriðartrygginguna, að tjón sé tilkynnt sem fyrst, svo að hún gefi gert, sér grein fyrir þeim kröfum, sem á henni hvíla á hverjum tíma. Þó svo fari, að eigandi tilkynni tjón ekki fyrr en eftir að frestur er útrunninn, missir hann ekki rétt til bóta fyrr en eftir 3 mánuði. Það væri aðeins hægt að sekta hann fyrir dráttinn. Þá vil ég víkja fáum orðum að því, sem hæstv. atvmrh. sagði, en vísa að öðru leyti til þeirra raka, er ég bar fram við framsögu, að það gæti orðið mjög erfitt fyrir Ófriðartrygginguna að bæta mikið tjón á þeim tíma, þegar hún hefur ekkert handbært fé til þess að greiða með. Og ég vil leggja áherzlu á, að ekki sé nauðsynlegt að bæta innlendar vörubirgðir undireins. Við skulum taka sem dæmi, að mjög mikið af saltfiski eyðileggist, þá er ekki ástæða til annars en að láta þau lán, sem á þeim birgðum hvíla, standa áfram í bönkunum, því að skv. 22. gr. er bankinn skyldur til að veita lánin áfram. Það er engin ástæða til að bæta innlendar vörubirgðir að fullu undireins, aðeins verður að bæta atvinnurekandanum þær að svo miklu leyti, að hann geti haldið atvinnurekstrinum áfram. Hv. 1. þm. Reykv. ( MJ ) minntist á, að orðalagi 1. gr. þyrfti að breyta. N. fannst ekki ástæða til að gera neina brtt. þar að lútandi, enda sé ég ekki í fljótu bragði, að það geti valdið misskilningi. Það er ekki hægt að fá tryggt hér á landi annað en skip gegn ófriðartjóni. Allt annað fæst ekki tryggt. Það, sem átt er við í 1. gr. með þessum orðum : „ sem ekki er vátryggt á annan hátt eða fæst bætt á öðrum vettvangi “, er, að ef annar hvor styrjaldaraðilinn yrði að ófriðnum loknum skyldaður til þess að endurgreiða tjón af völdum ófriðarins, er það annar vettvangur, og eignast þá Ófriðartryggingin þær kröfur til bóta. N. vildi ekki fallast á, að rétt væri að hafa sama frádrátt fyrir lausafé og vörubirgðir, og er ástæðan sú, sem talin er í nál. , að það getur verið mjög erfitt fyrir Ófriðartrygginguna að mynda sér skoðun um það, hvers virði það er í raun og veru, sem ferst af húsmunum manna og öðru sambærilegu lausafé. Það væri því ekki nema eðlilegt, að Ófriðartryggingin yrði fyrir skakkaföllum af þeirri ástæðu. Til þess að synda fyrir það er þetta ákvæði sett í frv. - Hvað það snertir, að menn eigi lausafé svo tugum eða jafnvel hundrað þús. kr. skiptir, þá eru ekki mörg dæmi slíks hér á landi. Og af því að hv. 1. þm. Reykv. nefndi lúxusbíla í því sambandi, vil ég benda á, að þeir koma undir ákvæðið um vélar og tæki, en eru ekki taldir sem lausafé. - Það gæti auðvitað komið það tilfelli, að maður ætti mjög verðmætt bókasafn, og væri þá ef til vill ástæða til að bæta það tjón á sama hátt og ýmsar vörur. Viðvíkjandi þeirri breyt. , sem n. leggur til, að gerð verði á 22. gr., minntist hv., 1. þm. Reykv. á, að erfitt yrði að færa sönnur á, að eigandi hefði orðið fyrir stórfelldu fjárhagslegu tjóni. Það verður að vera undir mati Ófriðartryggingarinnar komið í hverju tilfelli, hvað hún gerir strangar kröfur til sannana í því efni. Það var aðeins viðvíkjandi orðalagi 1. gr. Væri þá ekki betra að orða það þannig : „ sem ekki er vátryggt á annan hátt gegn hernaðartjóni “? Um tryggingu lausafjárins er það að segja, að ég viðurkenni rök n. fyrir mun á lausafé, t. d. innbúi manna, og vörubirgðum, en ég get ekki séð neina sanngirni í því að bæta meiri hluta af dýru innbúi en ódýru. Ég veit um innbú í Reykjavík, sem eru mjög dýr. Það eru dýr bókasöfn, málverk, gólfdúkar o. s. frv., og allt þetta kostar mikið fé. En ég vil segja, að þó það sé mikill skaði að missa slíkt innbú, þá er það að jafnaði ekki tilfinnanlegra tjón fyrir eigandann en fyrir þann, sem lítið á, að missa allt sitt, og mér finnst ekki réttlátt, að þeir, sem eiga lítil innbú, verði að bera meir í hluta af tjóninu en þeir, sem meira eiga. Forseti ( EÁrna ) : Áður en gengið er til atkv., vil ég benda á, að mál þetta er mjög mikilvægt, og er svo til ætlazt, að það fái afgreiðslu á þessu þingi. En þar sem nú er mjög liðið á þing og málið á eftir að fara til Nd. , þá hefur mér komið til hugar, hvort hv. allshn. muni geta fallizt á, að 3. umr. verði strax að lokinni 2. umr., svo að Nd. geti fengið málið til afgreiðslu, og að allshn. þessarar deildar hefði þá samvinnu við allshn. Nd. um málið. Frsm. ( Magnús Gíslason ) : Það hefur komið í ljós við þessa umr., að n. þarf að athuga ýmis atriði nánar, og vildi ég því gjarnan geta fengið nægan tíma til þess, t. d. til morguns.
|
Þeir veitingastaðir sem hafa verið til skoðunar í tengslum kórónuveirusmit undanfarinna daga hafa mjög óljósa tengingu við tilfelli og þykir ekki ástæða til að rekja frekar útsetta einstaklinga í tengslum við þá. Tveir veitinga - og skemmtistaðir hafa greint frá því að smit komu upp á þeirra stöðum. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að eigendur veitinga - og skemmtistaða hafi unnið náið með smitrakningaeyminu en meta þurfi í hvert skipti hvort það þjóni almannahagsmunum að kalla stóran hóp viðskiptavina í sýnatöku. Eftirleiðis verði greint frá nöfnum staða ef það þykir aðstoða við að ná utan um smit. „ Í hvert og eitt skipti, þar sem mörg smit koma upp í tengslum við einn stað, þarf að meta hvort það þjóni hagsmunum í baráttunni við veiruna að kalla stóran hóp viðskiptavina í sýnatöku, þá sérstaklega þegar álagið í smitrakningu er jafn mikið og það er þessa stundina. Á fimmtudag greindu sóttvarnayfirvöld frá því að margir hefðu smitast á barnum Irishman við Klapparstíg föstudaginn 11. september. Voru allir sem sótt höfðu barinn frá 16 til 23 þann dag beðnir um að fara í skimun. Í dag greindi veitingastaðurinn Brewdog frá því að starfsmaður hefði greinst með veiruna og sá hefði líklega smitast af viðskiptavini.
|
Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson hjá Bolton á ekki von á því að ganga í raðir QPR eins og til stóð. Í gær var greint frá því að Heiðar væri á leið til QPR sem lánsmaður og myndi svo skrifa undir samning við félagið í janúarglugganum. Heiðar fór í læknisskoðun hjá QPR í gær, en segir nú líklegt að ekkert verði úr félagaskiptunum. " Þetta er nú ekki alveg komið á hreint ennþá, en ég hef lítið heyrt frá þeim og þetta er allt voðalega dularfullt. Ég ætla ekki að blása þetta af, en ég á ekki von á því að verði neitt úr þessu. Ég ætla að minnsta kosti ekki að halda niðri í mér andanum, " sagði Heiðar í samtali við Vísi. Hann segir að sér hafi litist ágætlega á að fara til QPR, en að tæplega verði af því. " Ég get lítið sagt um þetta í rauninni annað en að ég á ekki von á að verði af þessu, " sagði Heiðar. Hann sagði að læknisskoðunin hefði gengið vel en sagðist ekki átta sig á tilætlunum QPR manna og vildi sem minnst segja um málið fyrr en það kæmist á hreint - ekki væri loku fyrir það skotið að þeir settu sig frekar í samband.
|
Þetta er kómedía úr samtímanum og sennilega myndi hún vera skilgeind sem frekar svört, " segir Hávar Sigurjónsson um nýja leikritið sitt, Jónsmessunótt, sem nú er verið að frumsýna í Þjóðleikhúsinu, fyrst íslenskra verka í stóru leikhúsunum í vetur. Jónsmessunótt Hávars segir af þrem kynslóðum sem koma saman í sumarbústað til að fagna gullbrúðkaupi foreldranna. Þetta er verk sprottið úr íslenskum veruleika, „ fjölskyldusaga - bara dúndrandi Dallas, eins og Þorstinn Bachmann komst að orði á æfingu um daginn, " segir Harpa Arnardóttir sem leikstýrir verkinu. Hún segir að í verkinu kynnumst við þessu fólki og því samskiptamunstri sem það hefur komið sér upp. „ Við kynnumst þeirra fjölskyldumynstri sem kynslóðirnar endurtaka hver af annarri. Svoldið eins og lokuð hringrás sem endurtekur sig, aftur og aftur, " segir Harpa. Verk Hávars hafa verið sviðsett í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada en hann hefur áður skrifað verkin Pabbastrákur og Grjótharðir fyrir Þjóðleikhúsið og Englabörn og Höllu og Kára fyrir Hafnarfjarðarleikhúsið. „ Ferlið hefur verið skemmtilegt, " segir Hávar sem hefur unnið náið með bæði leikstjóranum og leikhópnum að sýningunni. „ Það hefur gert mikið og hjálpað mér sem höfundi að sitja æfingar og takast á við að þróa og breyta og reyna að fara lengra með verkið. " Harpa Arnardóttir hefur síðustu 20 ár verið starfandi leikkona en hún er heldur enginn nýgræðingur þegar kemur að leikstjórn. Hún segir að það sé gaman fyrir sig sem leikkonu að setjast í leikstjórastól. „ Ég skemmti mér vel því hér fæ ég tækifæri til að vinna með frábærum leikurum, eins og Kristbjörgu Kjeld, Arnari Jónssyni, Atla Rafni Sigurðarsyni og fieiri frábærum leikurum. Reyndar hefur öll áhöfnin hérna verið stórkostleg. Það hefur verið æðislegt að vinna með öllu þessu fólki, " segir Harpa dreymin því að hennar mati eru til dæmis þessir leikarar mikil sviðsskáld ( „ skáldskapur leikarans er töfrandi og það er svo gaman á þessari tölvuöld okkar að sjá hlutina gerast fyrir framan sig " ). Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Hávar Sigurjónsson hefur skrifað nýtt leikrit, svarta kómedíu. Tvær frumsýningar í Þjóðleikhúsinu. Hér að ofan segjum við frá leikritinu Tveggja þjónn sem er farsi en að neðan er fjallað um nýtt íslenskt leikrit eftir Hávar Sigurjónsson. í vetur verða þrjú ný verk frumsýnd eftir hann. Jónsmessunótt, í gömlu húsi og Segðu mér satt. Meinfyndið nýtt íslenskt leikverk Harpa Arnardóttir leikstýrir Jónsmessunótt sem er nýtt íslenskt verk, frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Ljósmynd / Hari ¦ _ > FRUMSÝNING ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ FRUMSÝNIR NÝTT ÍSLENSKT LEIKRIT
|
Á morgun taka tvö ný ráðuneyti til starfa innan stjórnarráðsins, innanríkis - og velferðarráðuneyti, en eftir breytingarnar verða ráðuneytin tíu talsins. Frekari hagræðing er á döfinni að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, sem segir " stefnt að því að þau verði níu þegar yfir lýkur með stofnun atvinnuvegaráðuneytis ". Í aðsendri grein Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs - og landbúnaðarráðherra í blaðinu í dag kveður hins vegar við annan tón. Hann segir engar ákvarðanir liggja fyrir um frekari sameiningar eða niðurlagningu annarra ráðuneyta en þeirra sem renni inn í innanríkisráðuneyti og velferðarráðuneyti.
|
Fram endurheimti toppsætið í Olís-deild kvenna með sex marka sigri, 35 - 29, á KA / Þór í Safamýrinni í dag. Stórskyttan unga, Ragnheiður Júlíusdóttir var markahæst í liði Fram með átta mörk en Elísabet Gunnarsdóttir kom næst með sjö mörk. Martha Hermannsdóttir skoraði tíu mörk fyrir KA / Þór sem er í 11. og næst neðsta sæti deildarinnar með fimm stig. Markaskorar Fram : Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Elísabet Gunnarsdóttir 7, Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Hekla Rún Ámundadóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, Elva Þóra Arnardóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Hulda Dagsdóttir 2, Marthe Sördal 1. Markaskorarar KA / Þ órs : Martha Hermannsdóttir 10, Birta Fönn Sveinsdóttir 6, Paula Chirila 4, Erla Hleiður Tryggvadóttir 3, Arna Kristín Einarsdóttir 2, Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 2, Arna Valgerður Erlingsdóttir 1, Katrín Vilhjálmsdóttir 1. Þá unnu Haukar fimm marka sigur á Fylki á heimavelli, 27 - 22, eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik, 12 - 15. Viktoria Valdimarsdóttir skoraði mest fyrir Hauka, eða sjö mörk. Karen Helga Díönudóttir kom næst með fimm mörk. Patricia Szölösi var með tíu mörk hjá Fylki eða nær helming marka liðsins. Haukar eru með 16 stig í 5. sæti en Fylkir eru í 8. sæti með tíu stig. Markaskorarar Hauka : Viktoria Valdimarsdóttir 7, Karein Helga Díönudóttir 5, Ragnheiður Ragnarsdóttir 4, Agnes Ósk Egilsdóttir 4, Gunnhildur Pétursdóttir 4, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Ásta Björk Agnarsdóttir 1, Marija Gedroit 1. Markaskorarar Fylkis : Patricia Szölösi 10, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 3, Kristjana Björk Steinarsdóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 3, Thea Imani Sturludóttir 3. Fyrr í dag bar Valur sigurorð af ÍBV og Grótta vann stórsigur á Stjörnunni.
|
segir greiningardeild Glitnis. Óhætt er að segja að skuldabréfamarkaður hafi farið af stað með látum á fyrsta viðskiptadegi ársins en öfugt við hlutabréf lækkaði verð skuldabréfa í gær, segir greiningardeild Glitnis. Viðskipti með markflokka ríkisskuldabréfa námu rúmum átta milljörðum króna. " Hækkaði ávöxtunarkrafa yfir línuna, hvort sem um var að ræða verðtryggð eða óverðtryggð bréf. Hækkun kröfu íbúðabréfa var nokkuð snörp en hún var á bilinu 9 - 23 punktar. Síðustu daga fyrir áramót hafði krafa íbúðabréfa lækkað nokkuð og var sú lækkun aðeins meiri en við höfðum gert ráð fyrir í spá okkar. Að okkar mati mátti alveg eins búast við að eitthvað af þeirri lækkun gengi til baka en hversu mikil hækkun kröfunnar varð í gær kom okkur þó í opna skjöldu, " segir greiningardeildin. Ávöxtunarkrafa ríkisbréfa hækkaði um 3 - 11 punkta. " Athyglisvert er að sjá lögun vaxtaferils ríkisbréfa um þessar mundir, " segir greiningardeildin. " Ávöxtunarkrafa stysta flokksins RIKB 08 0613 er lægri en þess næst stysta og því kemur hlykkur á ferilinn. Í ljósi þess gæti verið tækifæri í því að selja þann stysta, RIKB 08 0613 og kaupa þann næst stysta, RIKB 08 1212 í staðinn. "
|
Brotist var inn í skipið Hörpu VE þar sem það lá við Nausthamarsbryggju í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Farið var inn með því að brjóta rúðu í stýrishúsi en síðan hafði verið farið í lyfjakistu skipsins og þaðan stolið um 10 ambúlum af morfíni. Talið er að innbrotið hafi átt sér stað aðfaranótt 17. eða 18. október síðastliðinn. Ekki er vitað hver var þarna að verki en þeir sem einhverjar upplýsingar hafa eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu.
|
Nick Jonas og Priyanka Chopra Jonas giftu sig fyrir áramót. Þau höfðu aðeins verið saman í nokkra mánuði áður en þau giftu sig og eru því bara enn að kynnast segir leikkonan í viðtali við Us Weekly. Indverska leikkonan segir þau ekki hafa breyst við að giftast og því séu þau að reyna að kynnast betur. „ Það er bara ótrúlegt þar sem hver dagur er eins og ný tilfinning og nýr dagur og þú ert að læra eitthvað nýtt. “ Leikkonan segir þau vera meðvituð um að þau ætli að eignast börn en það sé ekki eitthvað sem hún hugsar of mikið um akkúrat núna. Þau séu bæði að vinna mikið og séu í raun gift vinnunni sinni. Hún er þó viss um að sá tími muni koma.
|
Stúlkan sem kastaðist út úr bíl eftir bílveltu í Eldhrauni vestur af Kirkjubæjarklaustri í gær slasaðist alvarlega en er ekki í lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Fjögurra manna fjölskylda var í bílnum og voru þau öll flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi. Stúlka fædd árið 2003 kastaðist út úr bílnum og slasaðist alvarlega en aðrir slösuðust minna. Lögreglan á Suðurlandi rannsakar málið og mun taka skýrslu af ökumanninum á næstu dögum.
|
„ Davíð er í vinnunni í dag og það er bara kominn fundur á hér, “ segir ritari Davíðs Oddsonar Seðlabankastjóra. Aðspurð um hvenær Davíð hafi mætt segir hún að hann hafi verið kominn fyrir hádegi. Eins og DV greindi frá í morgun fór Davíð frá heimili sínu á jeppanum sínum heim til móður sinnar og var þar í dágóða stund. Eftir dágóðan rúnt um götur bæjarains endaði hann á Landspítalanum við Hringbraut, þar sem hann sagðist vera fara í læknisskoðun. Nokkrum mínútum eftir að Davíð gekk inn á spítalann, fór blaðamaður DV Eiríksgötumegin við spítalann, þar sem einkabílstjóri Davíðs beið eftir honum. Þegar Davíð fór gegnum snúningshurðina á leið út af spítalanum kom hann auga á blaðamann. Við svo búið snérist honum hugur. Í stað þess að fara út hélt hann áfram hringinn og fór aftur inn á spítalann. Einkabílstjórinn beið dágóða stund fyrir utan spítalann enn hélt síðan för sinni um götur bæjarins. Ekki er ljóst hvernig Davíð fór af spítalanum niður í Seðlabanka þar sem hann er nú, að sögn ritara hans.
|
Paul Scholes sem nýverið lagði skóna á hilluna eftir farsælan feril með Manchester United segist vonast til þess að Samir Nasri gangi til liðs við félagið frá Arsenal. Hann segir lítinn tilgang í að spila fallegan fótbolta ef það skilar engum árangri. Franski landsliðsmaðurinn Samir Nasri er orðaður við brotthvarf frá Arsenal. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum og útlit fyrir að Arsenal vilji selja hann á meðan þeir geta fengið eitthvað fyrir hann. Manchester United er eitt þeirra liða sem Nasri er orðaður við. Paul Scholes segist vona að Nasri gangi til liðs við United. Hann gerir um leið lítið úr spilamennsku Arsenal sem hann segir ekki skila árangri. „ Kannski spila þeir fallegasta fótboltann en það skilar sér ekki alltaf í úrslitunum sem liðið þarf á að halda. Það fer ekki í taugarnar á mér þegar fólk segir þá besta fótboltaliðið því á sama tíma erum við að vinna leiki, “ segir Scholes. „ Stundum spila þeir skemmtilegasta boltann en hver er tilgangurinn ef það skilar engum árangri? Ekki nóg með það heldur eru líkur á því að þeir missi sína bestu leikmenn, þá Fabregas, Nasri og Clichy, “ bætti Scholes við. Hann bætir því við að Manchester United undir stjórn Alex Ferguson myndi aldrei fara í gegnum sex ára tímabil án þess að vinna titil.
|
Politiken í Kaupmannahöfn í dag með stóra grein um fyrirhugaða lokun byggingar háskólans við Njalsgade þar sem er íslensk og dönsk handrit eru varðveitt og rannsökuð. Blaðið talar enga tæpitungu – segir að heimsmenningararfi á Amager sé ógnað. Þarna er til húsa Den Arnamagnæanske Samling sem heitir í höfuðið á Árna Magnússyni handritasafnara – á íslensku hefur þetta löngum verið kallað Árnasafn.
|
Portsmouth eru nálægt því að ganga frá samningum við nígeríska landsliðsmanninn Nwanko Kanu en þessu greindi útvarpsstöð BBC frá í dag. Þessi 30 ára gamli sóknarmaður, sem var látinn fara frá West Brom í sumar, hefur verið að æfinga með Harry Redknapp og félögum. Kanu kom til Arsenal frá Inter Milan árið 1999 fyrir 4,5 milljónir punda og skoraði 30 deildarmörk í aðeins 63 byrjunarliðssleikjum fyrir Fallbyssurnar en skoraði aðeins níu mörk fyrir WBA á tveimur tímabilum.
|
Kenn mér að gera vilja þinn því að þú ert Guð minn, þinn góði andi leiði mig um slétta braut. ( Sálmarnir 143 : 10 )
|
Og í öllu þessu veðri þá bila samgöngurnar náttúrulega og nú er lokað fyrir umferð frá Höfn í Hornafirði að Fáskrúðsfirði og frá Reyðarfirði þjóðleiðina allt norður í Mývatnssveit. Það er lokað frá Reyðarfirði í Neskaupstað, það er lokað um Fjarðarheiði, Vatnsskarð eystra og Vopnafjarðarheiði og nú er óveður undir Eyjafjöllum og við Höfn, í Kvískerjum og við Vík í Mýrdal. Þetta er allt á sunnaverðu landinu. Og eins og kom fram í spjalli við veðurfræðinginn Elínu Björk áðan þá eru horfurnar hábölvaðar fyrir norðan. Nú er ófært og stórhríð á Öxnadalsheiði og fjarri því að vera ferðaveður og fer ekki batnandi þar nyrðra.
|
Grunur leikur á að kveikt hafi verið í íbúð í þriggja hæða fjölbýlishúsi á Egilsstöðum skömmu eftir hádegi á nýársdag. Ungur karlmaður er grunaður um að hafa kveikt eldinn í einu herbergi íbúðarinnar. Hann var einn heima þegar eldurinn kom upp, hljóp út og lét íbúa í næstu íbúð vita, segir Jónas Vilhelmsson yfirlögregluþjónn. Eldurinn hafi ekki verið mikill en skemmdir séu miklar. Jónas segir að málið sé enn í rannsókn en að því verði skilað til ákæruvaldsins innan skamms.
|
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur verið valinn þjálfari ársins af samtökum þjálfara á Englandi eftir að hafa stýrt liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni. City vann deildina með miklum yfirburðum, liðið endaði með 86 stig, tólf stigum á undan nágrönnunum í Manchester United og 17 stigum á undan fráfarandi meistaraliði Liverpool. Spánverjinn hefur gert City að enskum meisturum þrisvar á síðustu fjórum tímabilum og þá hefur liðið unnið enska deildabikarinn fjórum sinnum í röð. Næsta laugardag mætir City svo Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.
|
Önnur umferð Guðmundar Arasonar mótsins í skák, sem að þessu sinni er landskeppni ungmenna frá Íslandi og Sviss, var tefld í dag. Svisslendingar unnu umferðina með 5½ vinningi gegn 4½ og leiða með 11 vinningum gegn 9. Úrslit í dag urðu sem hér segir : Jón Viktor Gunnarsson - M. Rufener 0 - 1 Stefán Kristjánsson - R. Roelli 1 - 0 Bergsteinn Einarsson - R. Zenklusen 0 - 1 Sigurður Páll Steindórsson - F. Hindermann 1 - 0 Halldór Halldórsson - S. Widmer 1 - 0 Guðjón Valgarðsson - O. Kurmann 0 - 1 Dagur Arngrímsson - S. Papa ½ - ½ Guðmundur Kjartansson - N. Ferrari ½ - ½ Harpa Ingólfsdóttir - M. Seps 0 - 1 Aldís Rún Lárusdóttir - C. Roelli ½ - ½ 3. umferð verður tefld í dag og hefst kl. 17.
|
Afnám gjaldeyrishafta hér á landi á sér stað með hraðari hætti en búist var við. Þetta er mat sérfræðinga sænska bankans SEB en þeir telja að gengi krónunnar muni styrkjast þegar fram í sækir og þeir ráðleggja fjárfestum að selja krónur á aflandsmörkuðum miðað við núverandi gengi sem er í kringum 210 krónur gagnvart evru. Ennfremur sjá sérfræðingar SEB kauptækifæri í eignum hér á landi miðað við núverandi gengi og endurspeglar sú skoðun væntingar um styrkingu gengi krónunnar þegar fram í sækir. Sagt er frá greiningu SEB á vef Dow Jones-fréttaveitunnar. Í henni kemur frá sú skoðun að þar sem að samstarfsáætlun stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sé aftur komin á rétta braut geti Seðlabanki Íslands tekist á við mögulegan söluþrýsting á krónuna vegna fjármagnsflótta erlendra fjárfesta. Þeir hafa sem kunnugt ekki getað selt eignir sínar í íslenskum krónum frá því að gjaldeyrishöftin voru sett á í fyrra.
|
Krónan hefur styrkst um 1,7% í morgun. Gengisvísitalan er nú tæp 220 stig, hefur lækkað um 3,5 stig frá því að markaðir opnuðu, en krónan hefur veikst um rúm 10% á 30 dögum.
|
ÍRSKA stjórnin lagði á ráðin um það 1970 að ráðast inn í Norður-Írland í því skyni að vernda kaþólskt fólk þar og búa það vopnum til að það gæti varist sjálft. Kemur þetta fram í stjórnarskjölum, sem nú hafa verið gerð opinber. Sagnfræðingar telja sig hafa vitað það lengi, að áætlanir af þessu tagi hafi verið gerðar, en það hefur ekki verið staðfest opinberlega fyrr en nú. Á þessum tíma var mikil ókyrrð á N-Írlandi. Í Belfast höfðu mótmælendur ráðist á heimili kaþólskra manna og breska stjórnin sendi herlið til héraðsins til að reyna að kveða niður óöldina. Jack Lynch, forsætisráðherra Írlands, sagði í ávarpi 13. ágúst 1969, að írska stjórnin gæti ekki horft aðgerðalaus upp á, að saklausu fólki væri misþyrmt eða leikið enn verr, en opinberlega gekk hann þó aldrei lengra en að hvetja til, að Sameinuðu þjóðirnar sendu gæslulið til héraðsins. Það var síðan 6. febrúar 1970, að Lynch skipaði yfirmanni írska herráðsins að þjálfa herinn með innrás í Norður-Írland fyrir augum. Þá skyldi séð til þess, að kaþólskt fólk á N-Írlandi fengi vopn í hendur til að verja sig með. Í júní þetta sama ár tilkynnti yfirmaður herráðsins, Sean McKeown hershöfðingi, að herinn gæti aðeins sent 800 manns inn í Newry á N-Írlandi í sólarhring og yrði þó að gera ráð fyrir allmiklu mannfalli. Þessum áætlunum var aldrei hrint í framkvæmd en síðar voru þeir Charles Haughey fjármálaráðherra og Neil Blaney landbúnaðarráðherra reknir úr stjórninni og sakaðir um að hafa ætlað að senda IRA, Írska lýðveldishernum á N-Írlandi, vopn. Voru þeir báðir sýknaðir af því og Haughey varð forsætisráðherra 1979. Blaney hafði hins vegar lagt til í stjórninni, að írski herinn reyndi að leggja undir sig Londonderry á N-Írlandi, en þar voru mikil átök milli kaþólskra manna og mótmælenda. Dyflinni. AP.
|
Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is TILTÖLULEGA jöfn skipting tekna undanfarna áratugi hefur valdið því að óveruleg tengsl eru á milli hárra tekna og góðrar heilsu hér á landi, öfugt við það sem tíðkast víða annars staðar, að því er fram kemur í rannsókn Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur, doktors í heilsuhagfræði, á tengslum tekna og heilsu á Íslandi. Þar kemst Tinna jafnframt að þeirri niðurstöðu að vaxandi tekjuskipting sé helsti áhrifavaldur versnandi heilsufars fólks. Í því samhengi nefnir hún lönd á borð við Bretland, þar sem heilbrigðiskerfið minnir um margt á það íslenska, en engu að síður mælast þar sterk tengsl milli hækkandi launa og betri heilsu. Munurinn á Íslandi og Bretlandi, að því er fram kemur í rannsókninni, er hins vegar sá að í Bretlandi er tekjuskipting verulega ójöfn, öfugt við það sem verið hefur á Íslandi. " Misskipting hefur hins vegar færst í aukana hér á landi á skömmum tíma og það má leiða líkur að því að ástandið nú seytli hægt og bítandi inn í þessar tölur, " segir Tinna. Rannsóknin gefur þannig til kynna að haldi misskipting tekna áfram að aukast muni tengsl á milli heilsu og launa verða sterkari hér á landi og heilbrigði einstaklinga í auknum mæli ráðast af því hversu hárra tekna þeir afla. Rannsóknin sýnir fram á að stjórnvöldum hafi hingað til tekist að stuðla að nokkuð jöfnu heilbrigði Íslendinga þar sem tekjur þeirra hafa vissulega eitthvað að segja, en virðast þó ekki ráða úrslitum. Þegar Tinna kafaði dýpra í gögnin kom þó í ljós að eftir því sem tekjur aukast, aukast líkurnar á því að vera við góða heilsu, þar til fólk er komið með talsvert góðar tekjur. Hjá hátekjufólki virðist samband tekna og heilsu snúast við og þeir sem afla mikilla tekna ólíklegri til þess að vera við góða heilsu.
|
Það er af nógu að taka í enska boltanum í dag þar sem sjö leikir fara fram. Fyrsti leikur dagsins er á White Hart Lane þar sem hinn sjóðheiti Jermain Defoe mætir á sinn gamla heimavöll með fallbaráttuliði Sunderland. Klukkan 15 er stórleikur á Stamford Bridge þegar Chelsea og Everton mætast en á sama tíma eigast Man City og Crystal Palace við í Manchester. Claudio Ranieri getur svo tyllt sér á toppinn í tæpan sólarhring takist Leicester að ná í stig á Villa Park í Birmingham í síðasta leik dagsins en topplið Arsenal á ekki leik fyrr en á morgun. Leikir dagsins 12:45 Tottenham - Sunderland ( Stöð 2 Sport 2 ) 15:00 Chelsea - Everton ( Stöð 2 Sport 2 ) 15:00 Man City - Crystal Palace ( Stöð 2 Sport 3 ) 15:00 Newcastle - West Ham ( Stöð 2 Sport 4 ) 15:00 Southampton - West Brom ( Stöð 2 Sport 5 ) 15:00 Bournemouth - Norwich ( Stöð 2 Sport 6 ) 17:30 Aston Villa - Leicester ( Stöð 2 Sport 2 )
|
Michael Horn sat fyrir svörum í þingnefnd bandaríska þingsins á dögunum. Útblástursmálið ætlar enn að draga dilk á eftir sér fyrir Volkswagen, en forstjóri fyrirtækisins á Bandarikjamarkaði, Michael Horn, sat fyrir svörum í þingnefnd bandaríska þingsins á dögunum
|
NÝ gerð Toyota Corolla kom á markað í byrjun árs. Bíllinn markar tímamót í sögu Corolla því þetta er níunda kynslóð bílsins og auk þess er hann gjörbreyttur og meira miðaður við þarfir Evrópubúa en áður. Sagt hefur verið frá hlaðbaks - og langbaksgerð bílsins á þessum vettvangi en á dögunum var prófuð T-Sport útfærsla bílsins. T-Sport er aflmeiri útfærsla af bílum Toyota og hefur þegar komið á markað Yaris T-Sport. T-Sport er með meiri búnaði en hefðbundnar gerðir bílsins, má þar m.a. nefna spólvörn, álfelgur og fleira. Blaðinu snúið við Það er ekki annað hægt en að dást að nýjum Corolla. Eldri gerðir bílsins hafa selst eins og heitar lummur í gegnum tíðina en samt ekki haft orð á sér að vera með fallegustu eða mest spennandi akstursbílum. Corolla hefur hins vegar alltaf komið vel út í gæðakönnunum og þótt áreiðanlegur og bilanafrír. Nú hefur Toyota snúið algerlega við blaðinu. Bíllinn er hannaður í Frakklandi fyrir Evrópubúa. Fyrir utan miklar útlitsbreytingar er bíllinn jafnframt orðinn mun rúmbetri og hæfir þar með betur hávaxnari Evrópubúum. Það fer vel um bílstjórann og hann hefur nóg rými til að athafna sig. Gírstöngin er fremur lítil og þægilega staðsett. Laglegra yfirbragð er yfir mælaborðinu og greinilega orðin mikil framför í efnisvali. Ökumaður hefur sömuleiðis gott útsýni þrátt fyrir að fremsti gluggapósturinn sé þykkur og breiður. Hægt er að stilla hæð sætisins en ókostur er hins vegar að ekki er aðdráttur í stýrinu. Breiðari og hærri Nýi bíllinn er svipaður á lengd og fyrri gerð en hann er mun breiðari og hærri sem finnst strax þegar sest er inn í bílinn. Nóg pláss er í aftursætum fyrir þrjá, jafnt fóta - og höfuðrými. Á hinn bóginn er farangursrýmið ekki stórt en auðvelt er að stækka það með því að fella niður sæti. Corolla T-Sport er fimm dyra hlaðbakur og hefur allt til að bera til að vera hinn hentugasti fjölskyldubíll en hann hefur upp á miklu meira að bjóða. T-Sport merkingin felur í sér að út úr 1,8 lítra vélinni er búið að ná heilum 192 hestöflum. Þetta er sama vél og menn þekkja úr Celica. Þetta er svokölluð VVTL-i vél sem felur í sér ventlastýrikerfi sem breytir opnunartíma ventlanna og ákvarðar jafnframt hversu mikið þeir opnast. Kostirnir eru mikil afköst en lágmarkseyðsla. Í blönduðum akstri er eyðslan t.a.m. ekki nema 8,3 lítrar, sem er vel sloppið miðað við afköst vélar. Stöðugur á miklum hraða Þetta er aflmesta vél sem framleidd hefur verið í Corolla og við hana er tengdur sex gíra handskiptur gírkassi. Bíllinn er lágt gíraður og því afar sportlegur í akstri. Upptakið er sagt 8,4 sekúndur, sem kannski veldur sumum vonbrigðum, en með því að aftengja spólvörnina er bíllinn talsvert frískari en uppgefnar hröðunartölur segja til um. Engu að síður er millihröðunin eftirtektarverðari og bíllinn er stöðugur og rásviss á miklum hraða. Staðalbúnaður er 16 tommu álfelgur og 195 / 55 hjólbarðar og hafði bíllinn tilhneigingu að leita í hjólför á götum borgarinnar. T-Sport er dæmigerður GTI-bíll, þ.e. aflmeiri og sportlegri útgáfa af venjulegum götubíl, en ekki hreinræktaður sportbíll. Bíllinn kostar 2.490.000 kr. og virðist fyllilega samkeppnisfær í verði miðað við búnað. Staðalbúnaður er m.a. álfelgur, ABS + EBD, fjórir loftpúðar, spólvörn, geislaspilari og sex gíra handskiptur gírkassi. Helstu keppinautarnir eru e.t.v. VW Golf 1,8 GTI, sem kostar 2.450.000 kr. eða enn aflmeiri, 218 hestafla, fjórhjóladrifinn Subaru Impreza WRX, sem kostar 3.080.000 kr. gugu@mbl.is
|
End of preview. Expand
in Data Studio
- Downloads last month
- 1